Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 41

Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 41
aux, — hvert leiðin liggur þaðan, hef ég ekki hugmynd um. Ég veit ekkert, hvað hin ætla sér fyrir." Það var bersýnilegt, að hún ætlaðist til þess, að kunningsskap þeirra lyki í Le Havre. Hann hafði stytt henni stundir, — af því að hún þekkti engan annan. En hann varð að komast að því, hvar hann gæti hitt hana, og hver hún væri. Thomas hafði ekki búizt við, að hún myndi fara svona með hann. Þetta hafði honum sízt komið til hugar. Hann hefði get- að svarið fyrir, að hún væri kenjakona. En hvað þekkti hann annars til kvenna og duttlunga þeirra? Það var Thomas Avalon ennþá sem lokuð bók. Hann hló kuldalega. »>Nei, auðvitað ekki,“ sagði hann. Hún stóð á fætur, og hann varð henni samferða upp á þilfarið. Þau gengu fram °g aftur, en hann vissi ekki, upp á hverju hann skyldi brydda, og það leit helzt út fyrir, að hún kærði sig ekki um frekari sam- ræður. Það var farið að rökkva, og þau voru ein uppi á þiljum. Skyndilega, hon- ura til mikillar undrunar, stakk hún hend- inni undir handlegg hans. i.Reynið að láta yður ekki vera illa við mig.“ sagði hún. ,,Mér gæti aldrei verið illa við yður,“ svaraði hann af einlægni. ,,Það þykir mér vænt um,“ svaraði hún Jágt. „Ég . . . ég gæti ekki afborið tilhugs- unina um, að yður væri illa við mig. Eg er okki eins köld, eins og mætti halda.“ ,,Því trúi ég alls ekki,“ sagði hann. ,,En t’ér hafið sett hjarta mitt úr skorðum á þann hátt, að ég er algerlega miður mín, tegar mér dettur í hög, að ef til vill fái ég aldrei að sjá yður framar.“ Hann heyrði hana draga andann djúpt. íðan dró hún höndina að sér og rétti hon- Um þana í kveðjuskyni. ,,Góða nótt,“ sagði hún. „Ég ætla að fara að hátta. Sofið vel, — og þúsund' þakkir.“ Hann tók báðum höndum utan um hönd nennar. „Viljið þér ekki einu sinni segja mér, vað þér heitið?“ spurði hann. „Þá á ég o aþfaf það til að geyma í endurminning- unum.“ Hún leit út yfir hafið, sem merlaði í st j örnuskininu. Loks sagði hún: „Þér skuluð fá að vita það á morgun.“ Vonin blossaði upp, því að orð hennar bentu til þess, að hún hefði séð að sér, og næsti dagur myndi færa honum nýtt tæki- færi. Hann gleymdi beizkju sinni gagnvart henni, sem honum fannst nú hafa verið hreinasta ósanngirni, og hann bar hönd hennar upp að vörum sér. Um leið og hann þrýsti kossi á höndina, fann hann fingur hennar taka fastar um hönd hans. „Við hittumst þá við morgunverðinn klukkan átta,“ sagði hann og brosti. „Komið nú ekki of seint,“ sagði hún al- varleg. „Klukkan hálf níu verðum við að vera komin í land.“ Með þessum orðum fór hún. Þegar hún kom að káetustiganum, sneri hún sér að honum. Ljósið féll á andlit hennar. Hún brosti og veifaði hendinni til hans i kveðju- skyni. Síðan sneri hún sér aftur við og hvarf niður stigann. Thomas hlaut að vera dauðþreyttur, því að hann svaf eins og steinn alla nóttina. Hann heyrði ekki, þegar skipið lagði að hafnarbakkanum í Le Havre, þótt hávað- inn væri nógu mikill til þess að vekja dauða til lífsins. Þegar þjónninn vakti hann klukkan sjö, færði hann honum tebolla, — og á bakkan- um lá bréf, sem þjónninn varð að vekja at- hygli hans á, því að Thomas var enn í örm- um svefnsins. „Ég átti að fá yður þetta bréf, strax og þér vöknuðuð. Unga stúlkan gaf mér þessi fyrirmæli, áður en hún fór í land.“ Thomas settist upp og starði á manninn. „I land?“ spurði hann hægt. „Eigið þér við, — er hún — er hún farin?“ „Já, unga stúlkan fór mjög snemma í land. Bifreið hennar var komin í land fyrir klukkan sex. Við lögðum að klukkan hálf sex.“ „Nú, já,“ sagði Thomas og bar höndina upp að enninu. „Óskið þér eftir morgunverði?“ Thomas kinkaði kolli. „Já, ætli það ekki. Ég kem klukkan átta.“ 39

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.