Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 37
Dyrnar opnuðust og fólk sté út, bændur og
konur með stórar tágakörfur, borgarar með
flókahatta á höfði. Loksins kom hún auga
á Rosalie, sem bar eitthvað í fangi sér, er
líktist fataböggli.
Hún ætlaði að hraða sér til hennar, en
hún var hrædd um að detta. Fætur hennar
voru ekki sterkir. Þegar Rosalie kom auga
á húsmóður sína, gekk hún rólega til henn-
ar og sagði:
— Góðan daginn aftur, frú. Þá erum við
komnar heim. En þér megið trúa, að það
mátti ekki tæpara standa.
— Jæja, hvers vegna? stamaði Jenný.
— Hún dó í nótt, svaraði Rosalie. — Þau
voru gift. Hér er sú litla. Og hún rétti fram
barnið, sem var hulið í fötum.
ösjálfrátt tók Jenný á móti því, um leið
°g þær yfirgáfu brautarstöðina og stigu upp
í vagninn.
— Páll kemur strax og jarðarförin er af-
staðin, sagði Rosalie. — Ég hugsa á morgun
uni þetta leyti.
— Páll . . ., hvíslaði Jenný. Það var allt
°g sumt, sem hún gat sagt.
Sólin var að síga til viðar. Hún varpaði
Ijóma sínum yfir græna akrana, gul blóm
sveifgrassins og rauða blómknappa draum-
sóleyjarinnar. Undarleg kyrrð hvíldi yfir
landinu. Bóndinn, sem ók vagninum, hvatti
hestinn úr sporunum.
Jenný horfði upp í bláan himininn. Svöl-
Urnar flugu í boga yfir höfði hennar.
■A-llt í einu fann hún lifandi veru þrýsta
sér upp að brjósti hennar. Það var nýfætt
barn, sem lá sofandi í skauti hennar.
Það gagntók hana undarleg tilfinning.
Hún tók fötin frá andliti barnsins, sem hún
kafði ekki ennþá séð. Þetta var andlit sonar-
dóttur hennar. Barnið opnaði ofurlítið bláu
augun sín og hreyfði varirnar. Þá þrýsti
Jenný því upp að sér og kyssti það, hvað
eHir annað.
Hættið, frú Jenný, barnið fer að gráta,
sagði Rosalie dálítið önug, en svipur henn-
ar sýndi þó, að hún var glöð og ánægð.
Síðan bætti hún við, eins og hún væri að
svara hugsunum sjálfrar sín:
~~ Já, sjáið þér til, 1 í f i ð er aldrei eins
agurt og aldrei eins erfitt og maður heldur.
ENDIR.
35