Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 35
ætlum að skreppa til Asparlundar, af því að
ég á erindi þangað.
Það lá við að Jenný fengi aðsvif. Hún
klæddi sig eins og í leiðslu.
Það var glaða sólskin og blár himinn.
Hesturinn var í góðu skapi og brá fyrir sig
stökki. Þegar þau nálguðust Asparlund,
þyngdist Jenný um andardráttinn. Þegar
hún kom auga á steinhellurnar hjá hliðinu,
rak hún upp lágt óp. Það var auðséð, að
hún var í mikilli geðshræringu.
Hesturinn var spenntur frá vagninum og
■látinn í hesthús hjá Couillards-fólkinu. Jenný
var boðið að ganga um á óðalssetrinu, þar
sem húsbændurnir voru ekki heima, og fékk
hún lykla til umráða. Á meðan ráku þau
ermdi sitt, Rosalie og sonur hennar.
Jenný gekk ein upp að gamla húsinu.
Hún nam staðar og virti það fyrir sér. Það
voru hlerar fyrir öllum gluggum.
Lítil, visin grein datt niður á kjólinn
hennar. Hún leit upp og kom auga á hlyn-
mn. Hún gekk að þessu stóra tré, með jafna
Ijósa berkinum, og klappaði því vingjarn-
jega, eins og það væri dýr. Þegar hún gekk
í grasinu, rak hún fótinn í trjábút. Það
voru leifarnar af bekknum, sem hún og ást-
vinir hennar höfðu svo oft setið á, og hafði
verið settur hér daginn, sem Julien kom í
sína fyrstu heimsókn.
Síðan gekk hún upp að aðaldyrunum.
Henni gekk illa að opna þær, því að lykill-
mn var orðinn gamall og ryðgaður. Loksins
tókst henni það þó. Hurðin hrökk upp.
Jenný hljóp næstum því við fót upp í
gamla herbergið sitt. Hún þekkti það ekki
í fyrstu. Það hafði verið fóðrað með ljósu
veggfóðri. En þegar hún hafði opnað glugg-
ann> kannaðist hún fljótt við sig. Hún stóð
ems og bergnumin og naut útsýnisins, sem
hún hafði dáð svo mjög.
_ Því næst fór hún í nokkurskonar rann-
sóknarför um þessa gömlu, auðu byggingu.
Hún þekkti hvern blett á veggjunum. Hún
nam staðar fyrir framan litla holu í veggn-
j^m. Hún minntist þess, að faðir hennar
afði í gamla daga skemmt sér við það, að
|'eka stafinn sinn í þessa holu, um leið og
ann gekk þar framhjá.
herbergi móður sinnar fann hún í dimmu
® oti litla nál með gylltum haus, sem hún
afði stungið í vegginn (nú mundi hún það
svo greinilega), og árum saman hafði hún
leitað að henni. En hún hafði aldrei fund-
izt. Jenný þrýsti þessum dýrmæta minja-
grip upp að vörum sínum.
Hún gekk um allt húsið og fann ýmsar
minjar um gamla daga. Hún læddist um
hljóðlausum skrefum, eins og hún væri í
kirkjugarði. Hér var líf hennar grafið.
Hún gekk niður í dagstofuna. Það var
dimmt þar inni, því að hlerar voru fyrir
gluggunum, og það leið góð stund áður en
hún gat greint nokkurn hlut. En þegar augu
hennar höfðu vanizt myrkrinu, þekkti hún
aftur veggfóðrið. Tveir hægindastólar stóðu
ennþá fyrir framan arininn, rétt eins og ein-
hverjir hefðu nýlega risið þaðan á fætur.
Þefurinn í þessu herbergi læsti sig um Jenný,
þefur, sem var að vísu ógreinilegur, en al-
gengur í gömlum stofum. Hann vakti þús-
und minningar í huga hennar. Hún stóð kyrr
í sömu sporum, andaði áfergjulega að sér
þessu lofti fortíðarinnar og starði á auðu
stólana.
Allt í einu fannst henni hún sjá foreldra
sína sitja í stólunum og verma fætur sína
við eldinn.
Hún hörfaði skelfd til baka, studdi sig
við dyrastafinn og greip í hann, til þess að
detta ekki, á meðan hún starði stöðugt á
stólana.
Sýnin var horfin.
í nokkrar mínútur stóð hún eins og löm-
uð. En hægt og hægt kom hún til sjálfrar
sín. Hún varð hrædd og ætlaði að flýja.
Var hún að missa vitið? Þá varð henni litið
á dyrastafinn og hún kom auga á mælistiku
Páls.
Hún virti fyrir sér skorurnar, sem höfðu
verið ristar með vasahníf. Þarna sást vöxt-
ur sonar hennar mánuð eftir mánuð, ár eft-
ir ár. Grófu skorurnar hafði baróninn gert,
þær fínu voru eftir hana, en skorur Lísu
frænku skáru sig úr, því að hún hafði verið
svo skjálfhent. Henni fannst sonur hennar
standa þarna sem lítill drengur með ljós-
gult hár.
Baróninn hrópaði: -— Jenný, hann hefur
vaxið um sentimeter á sex vikum.
I móðursjúkri leiðslu kyssti hún dyrastaf-
inn.
En allt í einu heyrði hún kallað á sig að
utan. Það var rödd Rosalie.
33