Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 16
Minnstur í heimi.
Englendingurinn Henry Behrens krefst þess að vera
viðurkenndur minnsti maður í heimi, og sjálfur
kallar hann sig „konung dverganna“. Behrens, sem
er 62 ára að aldri og vinnur við cirkus, býr í eigin
húsi í Worthing ásamt konu sinni, sem er dálítið
stærri. Það er eins og blaðamaðurinn á myndinni
hafi verið orðinn leiður á að beygja sig alltaf nið-
ur að honum til þess að heyra.
hæðin er há,“ sagði faðir hans lágt. „Svo
miklum peningum færð þú aldrei aurað sam-
“
an.
Það var naumast hægt að taka Johnny
alvarlega á þeim dögum. Hann var hlédræg-
ur drengur og prúður, en vandræðalegur og
ósjálfstæður. Hann vann um skeið í fyrir-
tæki föður síns, en alltaf var það hans æðsti
draumur, að verða leikari. Árið 1929 fór
hann til New York til þess að reyna að kom-
ast áfram á þeirri braut.
En þá komu kreppuárin, og erfiðir tímar
fóru í hönd hjá leikhúsunum. Johnny var
sagt, að það myndi gera honum talsvert
léttara fyrir að komast að hjá leikhúsi, ef
hann byggi til lag við revíutexta. Lagið samdi
hann og það vakti almenna hrifningu.
Við leikhúsið kynntist hann ungri dans-
mey, Ginger Meehan, og þau giftu sig. Þeg-
ar sýningum á revíunni lauk, fékk hún sér
vinnu í kjólaverzlun, en hann gaf sig að
því að semja lög. Einstaka sinnum kom það
fyrir, að hann bjó sig út með nestispakka,
keypti sér miða með neðanjarðarsporvagni
og ferðaðist milli tónlistarútgefendanna, —
árangurslaust. — „Þetta var ekki alltaf
skemmtilegt,“ segir hann núna, „en þegar
maður er bara tvítugur, eru erfiðleikarnir
eintómt hjóm.“
Árið 1933 barði gæfan að dyrum hjá hon-
\Tm, þegar Ginger fékk hann til þess að taka
þátt í samkeppni, sem Paul Whiteman,
hljómsveitarstjórinn frægi, efndi til meðal
óþekktra dægurlagasöngvara. Johnny hafði
rétt laglega söngrödd, en eitthvað sérstakt
var þó við hana. Whiteman geðjaðist vel að
honum, og réði hann því til sín sem söngv-
ara, ráðgjafa og textasmið. Á þeim ferli
kynntist hann dægurlagahöfundinum Hoagy
Carmichael, sem var í vandræðum með texta
við eitt laga sinna. Þeir ræddu málið, og
Johnny Mercer orti textann, sem fyrst vakti
verulega athygli á honum, „Lazybones.“
Hann gat hvorki lesið nótur né leikið eftir
þeim, þó kom það ekki í veg fyrir, að hann
yrði þekktasti textahöfundur Bandaríkjanna.
Á hverju ári ferðuðust þau Ginger heim til
Savannah, og í hvert skifti ræddi hann við
föður sinn um gömlu skuldina. Hún minnk-
aði smám saman, en hann fann, að hugsun-
in um hana varpaði æ meiri skugga yfir líf
foreldra hans, er árin liðu.
Árið 1940 andaðist George Mercer, og í
eftirmælum um hann var skrifað x Sav-
annah Post: „Hann var einlægur trúmað-
ur, og trú hans kom fram í þeirri rækt,
sem hann lagði við velferð annarra. Við
minnumst hans vegna heiðarleika hans og
óþreytandi starfs í þágu almennings."
Johnny vissi, að þetta var satt, en hann
vissi líka, að faðir hans hafði andazt með
þá hryggilegu tilfinningu á samvizkunni, að
hann skuldaði ennþá 300.000 dollara þeim,
sem sýnt höfðu honum traust.
Eftir jarðarförina hélt Johnny aftur til
Hollywood, þar sem þau Ginger höfðu setzt
að. Hann minntist aldi*ei á skuldina, sem
faðir hans hafði skilið eftir, en hann gleymdi
henni heldur aldrei.
Þótt nafn Johnny Mercer hafi í tvo ára-
tugi verið þekkt nafn á dægurlagasviðinu,
birtist það sárasjaldan í dagblöðunum.
Heimilislíf hans er fábrotið og kyrrlátt,
14