Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 14
hann hafi dáið hamingjusamur, því að hvað
er dásamlegra nokkrum manni en að ná því
takmarki, sem hann hefur sett sér, og hvað
annað getur fullkomnað lífsleiðina en ósigr-
andi ástin?
Eftir jarðarförina sagði María mér alla
söguna af því, hvernig hún kynntist Robert-
son í Þýzkalandi á stríðsárunum. Bæði voru
þau flóttafólk. Hann hafði strokið úr fanga-
búðum, en hún úr þrælabúðum. Þótt þáu
gætu ekki skilið mál hvors annars, urðu þau
ástfangin við fyrstu sýn, svo að þau ákváðu
að flýja saman út úr Þýzkalandi, en eftir
nokkurn tíma náðust þau og voru flutt
hvort til sinnar fangabúðar. Tilviljunin hag-
aði því svo, að skammt var á milli búðanna,
svo að þau sáust stundum milli gaddavírs-
þráðanna, en af ótta við varðmennina þorðu
þau ekki að hrópa eða gefa hvort öðru merki.
Svo nálægt voru þau, og þó var eins og
þúsundir mílna væru á milli þeirra.
Dag nokkurn gat María laumað tilbúnu
alparósinni inn til George ásamt miða með
nafninu á þorpinu, þar sem hún átti heima.
En hann fékk aldrei nema rósina. Heimilis-
fangið týndist einhvern veginn. Þegar Rúss-
arnir nálguðust, voru fangabúðirnar fluttar,
svo að sambandið milli þeirra rofnaði, og
hún hélt, að hún myndi aldrei framar fá að
sjá hann.
Áður en ég yfirgaf þorpið og syrgjandi
Maríu, gekk ég að gröf hans. Fábrotinn tré-
kross með áletrun. Það var allt og sumt,
auk alparósanna, sem huldu alveg þennan
litla jarðarskika, dásamlega fallegar alpa-
rósir, sem ég vissi, að myndu endurnýjaðar,
meðan María væri á lífi.
#
Þessi hugljúfa smásaga, Alparósin, barst Heim-
ilisblaðinu á s. 1. ári, og segir höfundurinn hana hafa
birzt í allmörgum vinsælum heimilisblöðum á Norð-
urlöndum, og lét jafnframt í ljós ósk um, að hún
birtist einnig á íslenzku. Heimilisblaðinu er það
ljúft, og þakkar vinsemdina.
— Þetta eru nú meiri spurningarnar í þér alla
tíð, sagði faðirinn. Mér þætti gaman að vita, hvað
hefði skeð, ef ég hefði spurt svona margra spurn-
inga, þegar ég var lítill drengur.
— Kannske þú hefðir þá getað svarað einhverj-
um af spurningunum mínum, svaraði drengurinn.
12
Hvöt til hinna ungu.
Fram í Jesú fagra nafni,
fram á ársins huldu braut.
Þér í hjarta djörfung dafni,
dáð til starfs í sæld og þraut.
Vona þú, vinn í trú,
vinarhönd þér bendir nú.
Fram í Jesú náðarnafni,
nýja árið heilsar þér;
fram, og hafðu Hann í stafni,
hverri báru sem þig ver.
Glaðri lund, Guðs á fund
gakk á bjartri og dimmri stund.
Þetta fallega ljóð birtist í 1. tölublaði Ljós-
berans 1924. Mig langar til að biðja Heimilis-
blaðið að flytja hinum ungu lesendum sín-
um það. J. H.
Skál í mjólk!
Danski söngvarinn Carl Brisson, sem getið hefur
sér mikinn orðstýr í Bandaríkjunum, heimsótti föð-
urland sitt sl. sumar. Hér sést hann skála í mjólk
á íþróttamóti í Kaupmannahöfn, en fyrsta
starf hans var mjólkursendill.