Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 33
svolítið, ef þér eigið að hafa nokkra matar- lyst í kvöld. Oft ásóttu hana undarlegar hugsanir, sem hún gat ekki hrundið úr sjúkum huga sín- Um- Hún lifði í furðulegri draumaveröld. Fyrst og fremst var það fortíðin, sem á- sótti hana, löngu liðinn tími. Hún lifði á ny bernskuár sín og brúðkaupsferðina til Korsíku. Landslag þessarar fjarlægu eyju, sem henni var löngu úr minni liðið, sá hún a ný fyrir sér í aringlæðunum. Hún rifjaði UPP hvert smá atvik á þessu ferðalagi, at- yik, sem voru löngu gleymd, en leyndust þó 1 djúpi hugans. Leiðsögumaðurinn, Jean Kavoli, fylgdi henni á þessu ferðalagi, og stundum ímjmdaði hún sér, að hún heyrði rödd hans. Hún rifjaði líka upp fyrir sér hin dásam- ®gu, kyrrlátu ár á meðan Páll var barn og hana og Lísu frænku vinna fyrir sig í garðinum. Og hún tautaði í hálfum hljóðum: — Elsku Páll, elsku litli Páll. Það var eins og hún væri að tala við hann sjálfan. Stund- um spt hún heilu tímana og skrifaði nafnið hans með vísifingri út í loftið. Hún ímynd- aði sér, að hún sæi nafnið skrifað með bók- stöfum fyrir framan sig og að það væri skakkt ritað, og þá byrjaði hún á nýjan leik að raða bókstöfunum og skrifa stórt P með titrandi hendi. Hún hafði ekki fyrr lokið við að skrifa nafnið út í loftið en hún byrjaði á nýjan leik. Að lokum var hún orðin uppgefin. Hún grautaði öllu saman, myndaði önnur orð, svo að nálgaðist geðveiki. Oft neyddi Rosalie hana til að fara út. En gönguferðir þeirra stóðu aðeins yfir í fáeinar mínútur, því að Jenný bar alltaf fram sömu kvörtunina: — Ég get ekki gengið lengra, stúlka mín. Svo settist hún á vegbrúnina. Sérhver hreyfing varð henni óbærileg. Hún fór að liggja í rúminu eins lengi og hún mögulega gat á morgnana. Frá því að hún var lítil telpa, hafði hún vanið sig á, að stökkva fram úr rúminu strax og hún hafði drukkið morgunkaffið sitt. Morgunkaffið var blanda af kaffi og heitri mjólk, sem hún hafði sérstaka unun af að drekka. Á hverjum morgni beið hún þess með óþreyju, að Rosalie kæmi til henn- ar með drykk þennan, sem hún drakk af beztu lyst. Því næst henti hún sænginni ofan af sér og fór að klæða sig. En smátt og smátt hafði hún vanið sig á, að liggja svolítið lengur í rúminu, eftir að hún hafði drukkið kaffið. Þessu hélt hún áfram dögum saman, unz Rosalie birtist einn morguninn og skipaði henni að klæða sig. Jenný var orðin eins og viljalaust verk- færi, og í hvert skipti, sem Rosalie ætlaði að leita ráða hjá henni, svaraði hún ávallt: — Gerðu það, sem þér sýnist, stúlka mín. Hún var sannfærð um, að hún væri óláns- manneskja, að hamingjan hefði alla tíð snú- ið við henni bakinu og þannig yrði það, unz yfir lyki. Hún sagði oft: — Nei, hamingjan hefur aldrei leikið við mig. Þá sagði Rosalie stund- um: — En hvað munduð þér segja, ef þér þyrftuð að vinna fyrir yður, ef þér neydd- ust til að fara á fætur klukkan sex á morgn- 31

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.