Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 20
pimd fyrir „Leyndardóma Udolphos“, og var það fáheyrt tilboð í þá daga. Fjórum árum síðar fékk hún 800 pund fyrir skáld- söguna „ítalann“. Þegar á þeim tíma var sakamálaskáldskapurinn farinn að skila arði, enda mun það atriði alltaf hafa haft mikil og örvandi áhrif á höfundana. En þrátt fyrir það getur hagnaðurinn ekki verið eina ástæðan til þess, að konurnar skuli einmitt velja sér þetta efni í bækur sínar. Ef til vill er skýringarinnar að ein- hverju leyti að leita í ummælum þeirra sjáilfra. Anna Katherine Green, sem áður var nefnd, var víðfræg á síðastliðinni öld fyrir sakamálasögur sínar, þótt menn þekki ef til vill meira til samtíðarmanna hennar, svo sem Edgar Allan Poe og Conan Doyle, sem lögðu grimdvöllinn að sakamálaskáld- skap nútímans. Þegar frú Green var orðin gömul og fræg, sagði hún eitt sinn í blaða- viðtali: — Konan hefur meiri áhuga á saka- málum en karlmaðurinn og betri hæfileika en hann til rannsóknarstarfa. Hugsæi henn- ar er gleggra, og þótt þrekmiklum karl- mönnum reynist ófært að ráða fram úr flóknum viðfangsefnum, er það henni ekki ofurefli. Loks er kvenleg forvitni nokkurt atriði í þessu sambandi. Carolyn Wells, sem skrifaði mesta fjölda leynilögreglusagna og auk þess snjalla rit- gerð um tæknina á þessu sviði, reyndi eitt sinn að gera sér grein fyrir, hvers vegna hún hefði einmitt snúið sér að þessari grein bókmenntanna. Hún komst að þessari niður- stöðu: — Höfvmdar leynilögreglusagna eru fæddir til starfsins. Skilyrði til þess, að þeir nái góðum árangri, eru þau, að viðkomandi sé góður bridgespilari og hafi hæfileika til að tefla skák. Þessi skýring væri ágæt, ef hún stang- aðist ekki við skoðanir annarra á þessu. Dorothy Sayers er t. d. á gagnstæðri skoð- un. Hún viðurkennir nefnilega í fullri hrein- skilni, að hún sé mesti auli bæði í bridge og skák. Dorothy Sayers, sem er ein af hinum fáu kvenmeðlimum í klúbbi enskra afburðasaka- málahöfunda, „Detection Club“, þar sem ekki fá aðgang aðrir höfundar en þeir, sem hafa að minnsta kosti skrifað tvær fyrsta flokks sakamálasögur, segist hafa valið „hrollvekjuflokkinn“ af því, að í fyrsta lagi hafi hún gaman af að lesa bækur um dular- full morðmál og í öðru lagi hafi hún gert það til að græða peninga. Hún stundaði ná® í Oxford og giftist síðar Atherthon Fleming kapteini, sem var stríðsfréttaritari í fyrri heimsstyrjöldinni. Síðar slitnaði upp ur hjónabandinu, og Dorothy Sayers fékk at' vinnu á auglýsingaskrifstofu, en leiddist þac starf ákaflega mikið. Hún fékkst við að semja sögur í frístund' um sínum og skapaði sér söguhetju, Peter Wimsey lávarð, sem hún prýddi öllum góð um eiginleikum, gáfum, þokka og auði. — Ég átti þá í miklum örðugleikum —- og það kostaði ekkert að gera hann ríkan, sagði hún síðar frá. Þegar ég var óánægð með íbúðina mína, lét ég hann taka á leigu kon- unglega íbúð í Piccadilly; þegar gat kom a ódýra teppið mitt, fékk Peter lávarður dýn mætt, franskt teppi, og þegar ég átti ekki fyrir farmiða í sporvagninn, gaf ég honum glæsilega bifreið . . . Þannig urðu andstæður hins raunverulega lífs alltaf til að vekja nýjar hugmyndir hja Dorothy. Annarri konu, sem nú er einnig orðm heimsfræg sakamálaskáldkona, Mignon G Eberhart, kom þá fyrst í hug að skrifa him ar spennandi sögur sínar, er hún giftist verk" fræðingi einum og eyddi með honum mörg' um árum í ferðalög um einmanaleg og 0 byggð héruð. Það var andrúmsloftið kring' um hana — umhverfið sjálft — sem blés henni því í brjóst að skrifa um það, sem óhugnanlegt var og óskiljanlegt. Og þó^ Anna Katherine Green hafi haldið því fraim að konur ættu að helga sig leynilögreglu' störfum, segir frú Eberhart, að hún mund1 deyja úr hræðslu, ef hún fyndi myrtan man11 í baðkerinu sínu. Það voru fjárhagsvandamál, sem leiddu Mary Roberts Rinehart inn á rithöfunda' brautina. Þegar fjárhagskreppan 1907 svai| sem harðast að Amerikumönnum, misst1 maður hennar, sem var læknir, ekki aðein5 aleigu sína og fjölskyldunnar, heldur koms4 þar að auki í 12.000 dollara skuld. Um Þ£eí mundir þurfti Mary Roberts Rinehart að annast heimili sitt og börn, en hún ákvað samt að gera allt sem hún gæti til þess a' hjálpa manni sinum upp úr skuldafenim1, Hún annaðist börn sín og heimili að deg' 18

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.