Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 22
bóka hennar, sem raun bar vitni um. Sagt er, að engin sakamálaskáldkona í heimin- um græði jafn mikið og hún — og gárvmgi einn sagði einu sinni, að hún sé sú kona, sem mest hafi grætt á morðum síðan Lu- crezia Borgia leið. En þrátt fyrir allt hóf Agatha Christie hvorki að skrifa sakamálasögur vegna þess, að hana langaði til að græða eða hins, að hún teldi sig hafa einhverja sérstaka leynilög- regltihæfileika til að bera. Hún hóf ritstörf sín með ljóðagerð og samningu dapurlegra smásagna úr hinu daglega lífi, og það var mest til gamans, sem hún gerði fyrstu til- raun sína með sakamálasögu. En þar sem þeirri sögu var mjög vel tekið, hélt hún áfram að gera að gamni sínu á þennan hátt. Og niðurstaðan verður sú, að við spurn- ingunni: Hvers vegna skrifa svo margar nú- tímakonur sakamálasögur? fáum við næst- um því eins mörg svör og skáldkonurnar eru. Við verðum að láta okkur nægja að slá því föstu, að konur hafi hæfileika í þessa átt, og það er líka það, sem úrslitum ræður á bókmenntasviðinu. Hitt skiptir minna máli, hvort það er fyrst og fremst efnahagsástæð- ur, hugsæi, rökvís hugsun, forvitni eða get- speki, sem örvar penna skáldkvenna þess- ara. Ef til vill eru það öll þessi atriði sam- einuð, sem leiða til árangursins: bókarinnar með litríku kápumyndinni, sem lífgar upp tilbreytingalítið hversdagslífið með spenn- andi atburðarás. Mag. N. K. Johansen. Fleyta kerlingar! Finnsk æfintýri oq söqur — 9 Kýrkaupin Fyrr á tímum bjó í koti einu litlu gamall maður með syni sínum. Þegar ganga tók á heybirgðir þeirra, sendi faðirinn son sinn til borgarinnar með kú til að selja, og fyrir andvirðið ætlaði hann að kaupa hey fyrir hin húsdýrin. Pilturinn fór með kúna til borgarinnar, en þangað hafði hann aldrei áður komið. Á götu einni mætti hann tveim ungum mönn- um, útsmognum hrekkjalómum, sem spurðu hann: — Hvert ætlar þú með þessa geit, piltur minn? Pilturinn svaraði engu, en honum þótti mennirnir komast einkennilega að orði. Hann hélt helzt, að þeir væru að spotta sig fyrir það, hversu horuð kýrin var og illa útlítandi, og hélt áfram án þess að stanza. Mönnunum fannst þetta uppátæki sitt hið snjallasta, og nú tóku þeir á sig krók yfir í aðra götu og komu svo aftur á móti pilt- inum og sögðu yfirlætislega: — Svo þú ert á leið með geit á markað- inn. Hvað á geitin að kosta? Pilturinn þekkti þá ekki aftur, og nú fór hann að brjóta heilann um, hver hefði rétt fyrir sér, hann eða þeir, þar sem allir, sem hann mætti, héldu, að kýrin hans væri geit. Hann svaraði mönnunum samt engu orði, heldur gekk framhjá þeim og sló í kúna sína. En mennimir voru ekki af baki dottnir. Þeir komu í þriðja sinn á móti piltinum, buðu honum góðan daginn og sögðu: — Sjáum til, þú kemur með geit til að selja. Viltu ekki selja okkur geitina þína? Nú þóttist pilturinn ekki lengur vera í neinum vafa um, að þetta væri geit, þar sem öllum, sem hann mætti, bar saman um það. Hann vildi því ekki hefja neinar deilur um það mál, heldur sagði: — Ef ykkur er alvara með að kaupa hana, þá er ekki nema sjálfsagt að ég selji hana. Og svo voru kaupin gerð. Mennimir urðu 20

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.