Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 28
Vorið leið og enn á ný kom sumar. En svo kom haustið með regn og storma og gráan himin. Þá varð Jenný gripin sama vonleysinu og áður. Hún ákvað að gera síð- ustu tilraun til þess að ná Páli til sín aftur. Ástríðublossi þessa unga manns hlaut að vera farinn að kólna. Hún skrifaði honum eftirfarandi bréf, vætt tárum: — Klsk.u barnið mitt. Ég grátbiS þig um að koma aftur heim til mín. Hugsaðu um það, að ég er orðin görnul, sjúk kona, einmana allt árið um kring. Hér hjá mér er enginn nema þjónustustúlkan mín. Ég bý ennþá í litla húsinu við þjóðveginn. Það er ekki skemmtilegt, því máttu trúa. En vœrir þú hjá mér, mundi allt skipta um svip. Ég á ekki annað en þig í heiminum, og þó hef ég ekki séð þig í svo mörg ár. Þú varst líf mitt, draumur minn, eina von min, og eina mannveran, sem ég elskaði, og þó gaztu svik- ið mig og farið burt frá mér! Ó, komdu aftur til mín, Palli minn. Komdu aftur til þess að faðma móður þína gömlu, sem mun breiða út skjálfandi handleggi á móti þér. Jenný. Nokkrum dögum seinna kom eftirfarandi svarbréf: — Kœra mamma mín. Ég kysi ekkerl fremur en að koma til þín aftur, en ég á ekki einn eyri til í eigu minni. Sendu mér peninga, þá skal ég koma. Ég hafði annars í hyggju að koma til þin og skýra þér frá ráðagerð, sem ég hafði á prjónunum. Tcekizt mér að framkvœma hana, vceri mér borgið. Kona sú, sem verið hejur förunautur minn öll þessi ár, á áreiðanlega ekki sinn líkfi. Hún hefur verið mér ómetanleg stoð og stytta í margvíslegum þrengingum. Ást hennar er dcemafá. IJún er vel menntuð og les mikið. Þú getur áreiðanlega ekki ímyndað þér. hversu mikils virði hún hefur verið mér. Ég œtla að biðja þig að samþykkja ráðahag okkar. Ef þú gerir það og fyrirgefur mér öll mín af- brot, gœtum við öll þrjú búið saman í nýja húsinu þínu. Þú mundir strax gefa samþykki þitt, ef þú þekktir hana. Ég fullyrði, að hún á ekjci sinn líka og býr yfir miklum mannkostum. Ég er ekki í neinum vafa um, 26 att þegar þú kynnist henni, fer þér att þykja vcent um hana. Ég get ekki lifað án hennar. Ég bíð óþolinmóður eftir svari þínu, elsku mamma. Við sendum þér þúsund kossa. Sonur þinn Páll de Lamare greifi. Jenný var sem þrumu lostin. Hún sat hreyfingarlaus með bréfið í kjöltu sinni. Hún dáðist að vélabrögðum þessarar konu, sem öll þessi ár hafði haldið syni hennar í fjötr- um og ekki leyft honum að heimsækja ör- væntingarfulla, garrja móður. Hún kvaldist ósegjanlega við tilhugsunina um, að Páll hugsaði fyrst og fremst um ást- mey sína. — Hann elskar mig ekki, hann elskar mig ekki, endurtók hún hvað eftir annað. Rosalie kom inn. Jenný stundi upp: — Nú ætlar hann að kvænast henni. Þjónustustúlkan mælti ákveðin: — Nei, frú, þér skuluð aldrei samþykkja það. Herra Páll má ekki kvænast þessari skækju. Jenný svaraði í geðshræringu: — Nei, stúlka mín, það skal ekki verða, aldrei. Fyrst hann vill ekki heimsækja mig, ætla ég að heimsækja hann. Þá skulum við sjá, hvor okkar ber sigur af hólmi. Hún skrifaði strax til Páls og tilkynnti honum heimsókn sína. Hún bað hann að hitta sig einhversstaðar annarsstaðar en í íbúð hans. Því næst fór Jenný að undirbúa ferða- lagið, á meðan hún beið eftir svari frá syni sínum. Rosalie setti niður í töskur föt hús- móður sinnar. En þegar hún fór að brjóta saman sparikjólinn, hrópaði hún: — Þér eigið engan fínan kjól til þess að fara í, þér getið ekki ferðazt svona. Frúrnar í París mundu álíta, að þér væruð þjónustustúlka. Jenný lét Rosalie ráða, eins og fyrri dag- inn. Svo fóru þær saman til Goderville, þar sem þær völdu grænleitt efni í kjól, sem var falið einu saumaltonu þorpsins til þess að sauma úr. Því næst fóru þær til herra Roussels bókara, sem árlega var hálfan mán- uð í París. Hjá honum vonuðust þær eftir að geta fengið upplýsingar, því að það voru tuttugu og átta ár síðan Jenný hafði komið til Parísar. Hann gaf þeim ótal ráðleggingar, hvernig maður ætti að forðast að verða undir hin- um fjölda mörgu vögnum, sem óku um stræti Parísarborgar. Þá taldi hann ráðleg-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.