Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 42

Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 42
Thomas bréfið. Þjónninn fór, og skömmu síðar opnaði Þér hajiS gert mér svo örðugt að breyta rétt. Verið þér sœlir. Og gangi yður allt að óskum. Katherine. Thomas varð það fyrst til að líta á úrið sitt. Klukkan var fimm mínútur yfir sjö. Hann þurfti að fara á fætur, klæða sig og koma bifreiðinni í land. Hann myndi varla vera kominn út á þjóðveginn fyrir klukk- an átta. En Katherina hafði lagt af stað klukkan sex. Hún hafði því tveggja klukku- stunda forskot, — á vegum, sem hún þekkti til hlýtar. En engu að síður .... Þá datt honum Martin O’Brian í hug. Svo hafði verið um talað, að þeir hittust í Rouen klukkan hálf þrjú. Thomas lá grafkyrr og braut heilann. Katherina hlaut að vera á leiðinni til Bordeaux. Enda þótt Thomas kæmist af stað um áttaleytið, var næsta lítill mögu- leiki til þess, að hann næði henni á leið- inni. Að vísu var bifreið hans hraðgengari en hennar, en hún þekkti leiðina. Ef hann hinsvegar færi að bíða eftir Martin í Rouen, glataði hann öllum tækifærum til þess að ná Katherinu. Og hann vissi með sjálfum sér, að hann gæti aldrei fengið af sér að bregðast loforði sínu við Martin. Thomas komst að þeirri niðurstöðu, að hann skyldi bíða eftir Martin, og jafnskjótt og þeir hefðu hitzt, halda beinustu leið til Bordeaux. Ef þeir færu frá Rouen um þrjú- leytið, myndu þeir komast til Bordeaux um kvöldið. Máske væri ennþá einhver mögu- leiki .... Thomas flýtti sér á fætur og í fötin. Eina hugsunin, sem komst að hjá honum, var sú að hafa uppi á Katherinu. Þótt hann hefði aðeins þekkt hana í tvo daga, elskaði hann hana, og svo mikið vissi hann, að henni stóð ekki algerlega á sama um hann. Hún myndi ef til vill ekki hafa látið það í Ijós, ef hún hefði ekki vitað, að þau myndu aldrei hitt- ast aftur. Það var vissan um það, sem hafði komið henni til að endurgjalda tilfinning- arnar, sem Thomas hafði látið í ljós við hana. Hún hafði komið upp um sig, komið upp um tilfinningar sínar, og það nægði honum. Hann varð að finna hana, og það skyldi hon- um heppnast. Þér hafið gert mér svo örðugt 40 að breyta rétt .... sagði hún í bréfinu. Vissulega, — nú skyldi Thomas gera það eina rétta. Hann skyldi finna hana og líta í augu hennar. Það var engin ástæða til þess að flýta sér, svo að hann fór að öllu rólega. Klukkan var næstum tíu, þegar hann ók út úr Le Havre. Hún var rúmlega tólf, þegar hann kom til Rouen og fann hótelið, þar sem þeir Martin höfðu ákveðið að hittast. Hann stytti sér stundir með því að líta inn í dómkirkjuna og síðan fékk hann sér hádegisverð. Klukkan tvö hafði hann lokið máltíðinni, svo að hann settist inn í setu- stofuna, þar sem hann gat haft auga með anddyrinu. Klukkustund leið, en enginn Martin sást. Hann gekk út og þrammaði fram og aft- ur um torgið. Klukkan varð hálf fjögur, og ennþá kom enginn Martin. Stundarfjórðungi fyrir fjögur uppgötvaði hann símskeytið. Honum hafði ekki verið afhent það, þótt hann hefði gefið upp nafnið sitt við af- greiðsluborðið: Tajðist, því miðttr. Kem til Rouen með lestinni kl. 11.05. Martin. Thomas hefði getað öskrað húsið niður og lamið afgreiðslumanninn í gólfið. Hefði hann fengið símskeytið strax, þegar hann kom, hefði hann að sjálfsögðu haldið einsamall áfram til Bordeaux. Hann myndi aldrei hafa lifað af tólf klukkustunda iðju- leysi. Fimm voru þegar farnar. Hvað nú? Átti hann að eyða sjö í viðbót? Eða átti hann að halda einsamall af stað? Hann braut heilann fram og aftur. Hann var svo öskureiður við Martin, að hann hefði ekki tekið það vitund nærri sér að stinga af og skilja hann eftir. Það eina, sem olli honum áhyggjum, var sú staðreynd, að líklega myndi það vera honum sjálfum í hag að bíða þarna eftir honum. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að bezt myndi vera að bíða. Martin talaði frönsku reiprennandi. Þeir gátu skifzt á um að aka bifreiðinni. Og þegar til Bordeaux kæmi, myndi Martin vera manna heppilegastur til að aðstoða hann í leitinni. Þegar hann hafði tekið ákvörðun sína,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.