Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 31
urt og komu ekki aftur. Þau voru allsstaðar skuldug í bæjarhverfinu. Það var þessvegna, sem þau skildu ekki eftir heimilisfang sitt, eins og þér getið ímyndað yður. Jenný sortnaði fyrir augum. En hún ætl- aði ekki að gefast upp við svo búið. Hún setlaði sér að finna Pál. — Hann greindi þá ekkert frá, hvert hann ætlaði? — Nei, það gerði hann ekki. Þau stungu af án þess að borga. — Já, en maður verður þó að láta senda sér bréf, sem manni kunna að berast. — Þau hafa ekki haft áhyggjur af því. Það voru ekki svo mörg bréf, sem þeim bár- ust á mánuði. Auk þess fór ég með bréf til þeirra nokkrum dögum áður en þau fóru. Það lék enginn vafi á, að það var bréfið frá henni. Hún flýtti sér að segja: — Ég er móðir hans, skiljið þér, og ég er komin til þess að heimsækja hann. Hér eru tíu frankar, sem þér megið eiga. Ef þér getið fengið einhverjar upplýsingar um dvalar- stað hans, þá heimsækið mig á Hótel Nor- naandí, Rue du Havre, og ég skal greiða yð- ur góð ómakslaun. Frúin getur treyst mér, sagði hús- vörðurinn. Því næst hraðaði Jenný sér á braut. Hún gekk áfram, án þess að íhuga í hvaða att hún fór. Hún hraðaði sér, eins og hún ætti þýðingarmikið erindi fyrir höndum. Hún gekk þétt upp við húsveggina og rakst á fólk, sem bar stóra pakka og ýtti henni til hliðar. Hún gekk þvert yfir götuna, án þess að athuga umferð vagnanna, og hún virti að vettugi fúkyrði ökumannanna. Hún hrasaði um steinana yfir göturæsinu, sem hún veitti enga athygli. Hún æddi beint á- fram, eins og í leiðslu. Allt í einu veitti hún því athygli, að hún var stödd í skemmtigarði. Hún var svo þreytt og máttvana, að hún settist niður á bekk. Hún sat þar víst mjög lengi, því að nokkrir vegfarendur námu staðar og virtu hana fyrir sér. Henni var orðið kalt og hún reis á fætur. En fætur hennar gátu tæpast borið hana. Hún ætlaði að fara inn á ódýrt veitinga- hús og fá sér tebolla, en hætti við það, þeg- ar henni varð hugsað til útlits síns. Hún stanzaði andartak fyrir utan dyrnar og Vinkona Marilyn. Nýjasta framlag Englendinga til þokkagyðju-mark- aðarins í Hollywood er þessi Ijóshærða stúlka, Vera Day, sem innan skamms byrjar sjö árá kvikmynda- samning í Bandaríkjunum. Þær Marilyn Monroe eru mestu mátar, og hafa leikið saman í kvikmynd. — Hérna sést Vera leika sér að ævagömlu „djöfla- spili“, sem á máske eftir að taka einhverjum breyt- ingum í náinni framtíð. gægðist inn. Hún sá margt fólk sitja til borðs. — Ég get farið inn í næsta veitinga- hús, sagði hún við sjálfa sig. En hún fór heldur ekki inn í það næsta. Að lokum fór hún inn í brauðbúð og keypti sér brauðsnúð, sem hún borðaði úti. Hún kvaldist af þorsta, en hún vissi ekki hvert hún ætti að fara til þess að svala þorsta sínum. Hún var aftur stödd í skemmtigarði. Hún þekkti, að það var Palais Royal. Hún var orðin heit af göngunni og sólskininu og sett- ist því á bekk. Fjöldi fólks streymdi framhjá henni, vel klætt fólk, sem ræddi brosandi saman. Jenný kunni ekki við sig innan um margmennið. Hún reis á fætur og ætlaði að flýja, en allt í einu datt henni í hug, að máske rækist hún á Pál einmitt á þessum stað. Hún gekk fram og aftur um garðinn og horfði á hvern, sem fram hjá gekk. Fólk sneri sér við og horfði á eftir henni. Sumir hlógu og bentu á hana. Hún veitti 29

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.