Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 24
þar sem hann kannaðist strax við piltinn, færði hann þeim brennivín, og þeir fengu sér í staupinu. Þegar þeir höfðu fengið sér rækilega neðan í því, sneri pilturinn sér að veitingamanninum, lyfti húfvmni eins og áð- ur og spurði: — Erum við ekki kvittir? — Jú, ég held nú það, við erum kvittir, svaraði veitingamaðurinn. Þegar þeir voru komnir út, spurðu menn- irnir: — Hvemig stendur á því, að þú þarft al- drei að borga? Þú segir bara: — Erum við ekki kvittir? — og þú færð alltaf það svar, að þið séuð kvittir. — Þetta er töfrahúfa, svaraði pilturinn. Ég þarf ekki annað en að lyfta henni, þeg- ar ég hef fengið mér að borða eða drekka, og spyrja veitingamanninn, hvort við séum ekki kvittir, og þá svarar hann strax, að það sé rétt, við séum kvittir. Mennimir fóru nú að fala húfuna af pilt- inum og spurðu hann, hversu mikið hann vildi fá fyrir hana. Pilturinn svaraði: — Ég kæri mig ekkert um að selja hana. Ég get alveg unnið fyrir mér með henni, og ég þarf ekki á neinum peningum að halda. En mennirnir létu ekki af nauði sínu og þrábáðu hann að selja sér húfuna. Að lok- um lét pilturinn undan og kvað það bezt, að hann seldi þeim hana. — Jæja, ef þið borgið mér fimm þúsund krónur, skuluð þið fá húfuna. Gangið þið að því? Mennirnir voru fúsir til að borga fimm þúsund fyrir húfuna, og þeir gerðu út um kaupin. Nú voru þeir komnir að þriðja veit- ingahúsinu, þar sem pilturinn hafði borgað fyrirfram, og hann sagði við þá: — Jæja, fyrst þið eruð nú búnir að fá húfuna, finnst mér rétt að við skálum fyrir kaupunum héma. Það er líka gott tækifæri fyrir ykkur til að reyna hana. Mennimir voru til í það, og síðan gengu þeir inn í veitingahúsið og settust að drykkju. Þegar þeir höfðu setið þar um stund, vildu þeir halda af stað, svo að þeir lyftu húfunni eins og áður og spurðu: — Emm við ekki kvittir? — Jú, svo sannarlega erum við kvittir, góðu gestir, svaraði veitingamaðurinn og hneigði sig djúpt fyrir þeim. Þegar þeir voru komnir út úr veitinga- húsinu, skildu þeir, og pilturinn hélt heim- leiðis. En mennirnir héldu áfram göngu sinni um borgina, allshugar fegnir yfir þeim reyfarakaupum, sem þeir höfðu gert. Eftir skamma stund sagði annar þeirra: — Ég er farinn að verða svangur. Eigum við ekki að fara einhversstaðar inn og fá okkur að borða? Hinum fannst þetta alls ekki illa til fimd- ið, og síðan gengu þeir inn í matsöluhús, og báðu veitingamanninn að færa sér að borða og nóg að drekka með. Veitingamaðurinn var fús til þess, og mennirnir átu og drukku sig sadda og buðu auk þess hinum og þess- um til borðs með sér af þeim, sem inn komu, þótt þeir þekktu þá ekki neitt. Þegar mál- tíðinni var loksins lokið, ætluðu þeir að gera upp reikningana við veitingamanninn eins og pilturinn hafði áður gert. Annar þeirra lyfti húfunni og spurði: — Erum við ekki kvittir? — Nei, ég held nú síður, við erum alls ekki kvittir, svaraði veitingamaðurinn. Hver haldið þið, að hafi borgað fyrir ykkur? Þá lyfti hinn maðurinn húfunni aftur, sveiflaði henni og spurði hvasslega: — Erum við ekki kvittir? En veitingamaðurinn stóð á sínu fastar en fótunum og svaraði, mjög ákveðinn: — Nei, við erum ekki kvittir. Og nú stoðuðu engar vífilengjur, þeir urðu að borga fyrir sig með peningum og héldu síðan skömmustulegir á brott. Þegar þeir komu út, tóku þeir upp málið sín á milli og sögðu hver við annan: — Hann lék illa á okkur, pilturinn þessi, enda þótt okkur tækist að kaupa af honum kúna fyrir geitarverð. Sýslumaður nokkur sendi fulltrúa sinn til að skrifa upp húsmuni manns nokkurs. Þegar þrír klukkutímar voru liðnir og fulltrúinn ekki kom- inn á sýsluskrifstofuna aftur, fór sýslumaður sjálf- ur að leita að honum og fann hann steinsofandi á sófanum í dagstofunni. Á borðinu lá skýrslan, sem hann hafði verið byrjaður að útfylla. Á henni stóð: — 1 borð, 1 skápur, 1 full viskíflaska. Þá hafði hann strikað yfir orðið ,,full“ og skrifað ,,hálf“ fyrir ofan. Því næst hafði hann strikað það út og skrifað orðið „tóm“ fyrir ofan. Neðst á skýrsluna var skrifað með óstyrkri hendi: — 1 gólfteppi, sem hringsnýst í sífellu. 22

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.