Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 40
En tilbreytingin er nú samt nauðsynleg.
Pabbi býr í Frakklandi. Hann er heilsuveill,
og ég lít oft til hans. Segið mér nú, hvert
þér ætlið, og hvað þér ætlið að taka yður
fyrir hendur í leyfinu."
Hann sagði henni frá öllum áformum sín-
um.
„Ég myndi halda suður á bóginn, ef ég
væri þér,“ sagði hún. „Þér skuluð ekki eyða
tímanum í Rouen, bara sækja vin yðar og
halda síðan áfram.“
„Já, en hann þarf að fara aftur til Par-
ísar,“ sagði Thomas.
„Sendið hann þá bara þangað frá Borde-
aux, og haldið einsamlir áfram. Akið með-
fram landamærunum og síðan til austurs,
og þegar þér finnið lyktina af Marseille, þá
til norðvesturs!“
Það leyndi sér ekki, að hún þekkti Frakk-
land til hlýtar, og Thomas fékk hana til að
segja sér allt um vegi og akbrautir, og raun-
ar allt, sem ferðamaðurinn þurfti að vita.
En þótt hún virtist hafa gaman af að tala
við hann og ætti auðvelt með það, sagði
hún hvorki, hvað hún héti, eða hvert hún
ætlaði, né hvar faðir hennar byggi. Hún lét
hann um allt slíkt.
Eins og til að gera honum til hæfis, tók
hún af sér skýluna og leyfði kastaníubrúnu
hárinu að feykjast í blænum. Hún var gyðju
líkust, og hann var stoltur yfir að fá að
vera í návist hennar. En þótt hún hlyti að
hafa gert sér Ijósa fegurð sína, virtist hún
ekki hafa vænzt gullhamranna.
Rökkrið var að síga yfir, þegar þau sneru
aftur til skips. Þau sýndu farmiðana sína
og gengu um borð. Þau settust inn í mat-
salinn og fengu sér kalt kjöt og flesk með
öli. Þetta bragðaðist Thomas betur en nokk-
ur dýrindis máltíð.
Hann hafði horft fram á langt og dásam-
legt kvöld með þessari nýju, fögru vinkonu
sinni, en hún bauð snemma góða nótt. Hún
sagðist vera þreytt og vilja fara að hvíla sig.
Thomas var ekki svefn í hug. Hann gekk
fram og aftur á þilfarinu og reykti hverja
pípuna á fætur annari, meðan hann lét hug-
ann reika. Hann hugsaði til tveggja manna
bifreiðarinnar sinnar, og hversu gaman það
væri að fá hana með sér, þegar þau kæmu
til Le Havre, og aka henni suður um allar
38
fögru sveitirnar, sem hún hafði lýst fyrir
honum.
Hann varð að beita sjálfan sig hörku, til
þess að geta slitið sig frá þessum hættulegu
hugsunum, en það var langt liðið á nóttu,
þegar hann loksins sofnaði. Sífellt stóð hon-
um fyrir hugskotssjónum andlitið undir
kastaníubrúnu lokkunum, og hugmynda-
flugið barði vængjunum í glugga svefnsins
þessa sumarnótt, meðan gufuskipið bægsl-
aðist yfir hafið.
Fyrsta hugsun hans, þegar hann vaknaði,
var sú,-að nú fengi hann að sjá hana aftur,
og hann lofaði sjálfum sér því, að þennan
dag skyldi hann færa sér í nyt til hins ýtr-
asta og ekki misnota minnsta tækifæri, sem
hann fengi.
En því miður varð honum dagurinn mikil
vonbrigði.
Hún birtist ekki fyrr en rétt fyrir hádegis-
verðinn, og strax eftir máltíðina settist hún
í stól með bók. Það leyndi sér ekki, að mikil
breyting hafði orðið á framkomu hennar
frá deginum áður. Hún var ekki beinlínis
kuldaleg, en hann tók eftir því, að hún hélt
honum í fjarlægð, og hann var ekki nógu
hugrakkur til að brjóta niður ósýnilega múr-
vegginn, sem hún virtist hafa hlaðið upp
á milli þeirra.
Hún virtist vera niðursokkin í bókina
sína, en nokkrum sinnum veitti hann því
eftirtekt, að augu hennar hvörfluðu frá bók-
inni og út í tómið, og yfir andlit heunar
færðist svipur, sem hann átti erfitt með að
ráða, en vakti áhyggjur hjá honum. Hefði
hann verið beðinn að útskýra þennan svip,
hefði hann ekki fundið neina skýringu til-
tækilegri en þá, að hann lýsti örvæntingu.
Honum datt í hug, hvað hún hafði sagt um
föður sinn, að hann væri heilsuveill, en það
hafði hún sagt án minnstu geðshræringar
og ósköp blátt áfram.
Eftir hádegisverðinn hleypti hann í sig
kjarki. Þau sátu í einu horni reykingasalar-
ins, og hann bauð henni sígarettu.
„Mætti ég kannski senda ýður línu?“
spurði hann. „Nú skilja leiðir snemma í
fyrramálið.“
Hún strauk hendinni yfir hár sér.
„Ég get ekki gefið yður neina utanáskrift,"
svaraði hún. „Á morgim fer ég til Borde-