Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 10
Flýðu ofríki og kúgun
»
Þúsundir Ungverja notuðu tækifærið, þegar
nokkra mánuði slaknaði á heljartökum ein-
ræðisins í landi þeirra á síðastliðnu ári, og
flýðu, oft við erfiðan leik, yfir landamærin
til nágrannalandanna. Þessi þreytta og grát-
bólgna móðir hefur borið barn sitt á bak-
inu langa vegu til hins langþráða frelsis.
Allt, sem hún átti, hefur hún misst, og eina
athvarf hennar er aðstoð hjálpfúsra mann-
eskja, sem um allan hinn lýðfrjálsa heim
hafa skipulagt samtök til hjálpar flóttafólk-
inu. Margir hafa þegar tekið sér bólfestu og
eignazt samastað, m. a. hér á landi, þótt
enn verði þúsundir að bíða í von og trú
í flóttamannabúðunum í Austurríki,
All-margt þekkt fólk á sviði lista, vísinda
og íþrótta var í hópi flóttafólksins, sem leit-
aði frelsisins. Á þessari mynd sjáum við ung-
verska Ieikarann Sandor Zsabo og eiginkonu
hans, óperettusöngkonuna Kato Barcsy. Þau
hjón voru bæði í hópi flóttafólksins, sem
heppnaðist að losna frá ófrelsinu heima fyrir.
lífsglaðra fugla lífgar upp þessa auðn. Engir
fjallalækir senda frá sér hljómþýða tóna yfir
umhverfið, því að þeir eru bundnir klaka-
böndum. — Þessi órofakyrrð hefur annar-
leg áhrif á allt líf. Það er eins og dauðinn
sé hvarvetna nálægur, hljóður og máttugur.
Og alda tímans þokast áfram á sinni eilífu
rás. Við þraukum Þorrann og Góuna, og dag-
arnir lengjast og birtan eykst. Og þar kem-
um um síðir, að drottnunarvaldi vetrarins
er lokið til fulls. Loksins er veturinn á enda,
en blessað vorið heilsar okkur með unaðs-
legu brosi, álftakvaki og vorfuglaklið.
8