Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 26
„Nú eru löngu, dimmu vetrarkvöldin að byrja,
hvað eigum við nú að taka okkur fyrir hendur?“
spyr Kalli. ,,Ég skrifaði bóksalanum í borginni og
bað hann að senda okkur nokkrar bækur. Þær hljóta
að fara að koma,“ svarar Palli. Og það stendur
heima! Dag nokkurn kemur flugvél, sem kastar
stórum kassa niður til þeirra. Hann er reyndar
fullur af bókum, og strax um kvöldið taka allir til
við lesturinn. Fíllinn hefur lagzt á gólfið með vindil
i rananum. Allir eru niðursokknir í lesturinn. —
Kalli fær sér blund í hengirúminu. Þegar hann vakn-
ar, biður hann broddgöltinn að gæta þess, að eng-
inn leggist í það, fyrr en Palli kemur, því að nú er
röðin komin að honum. Naumast er Kalli horfinn,
þegar úlfurinn kemur. „Óhó,“ segir hann, „þarna
er þá hengirúmið þeirra Kalla og Palla. í því vil ég
liggja!“ Og svo stekkur hann upp í rúmið. En hann
er svo þungur, að rúmið fer niður undir jörð, og
þá stingur hann sig á broddgeltinum, sem var fyrir
neðan rúmið. „Æ, ó!“ veinar hann, „ég forða mér.
Ég skal aldrei framar leggjast í þetta hengirúm."
En Kalli og Palli hrósa broddgeltinum fyrir afrekið.