Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 36
— Frú Jenný, frú Jenný. Það er beðið
eftir yður með matinn.
Algjörlega utan við sig gekk hún út. Hún
fylgdist ekki lengur með því, sem sagt var
við hana. Hún borðaði það, sem henni var
boðið, heyrði fólkið tala, án þess þó að greina
orðaskil, og hún svaraði eins og í leiðslu,
þegar yrt var á hana. Hún lét kyssa sig og
faðma, já, kyssti jafnvel sjálf kinnar, sem
réttar voru að henni. Svo sté hún upp í vagn-
inn.
Þegar óðalssetrið hvarf á bak við trén,
fékk hún sting fyrir hjartað. Nú fannst
henni hún hafa kvatt gamla heimilið sitt í
síðasta sinni.
Síðan var komið aftur til Batterville.
Um leið og hún ætlaði að opna dyrnar
á nýja heimilinu sínu, sá hún eitthvað hvítt
undir hurðinni. Það var bréf, sem póstur-
inn hafði stungið þar á meðan hún var í
burtu. Hún sá strax, að það var frá Páli,
og opnaði það skjálfandi höndum.
Bréfið var á þessa leið:
— Elsku móSir! Ég hef ekki skrifað þér lengi,
sökum þess, aS ég vildi ekki aS þú fœrir aS óþörfu
til Parísar, þar sem ég hef hug á aS heimsækja þig
einhvem daginn. Mikil óhamingja hefur hent mig.
Kona mín liggur fyrir dauSanum. Fyrir þrem dög-
um fæddi hún mér litla dóttur, og ég á ekki nokk-
urn eyri. Ég veit ekjci, hvaS ég á til bragSs aS taka
varSandi barniS. Gœtir þú tekiS þaS? Ég hef ekki
ráS á að koma því í fóstur. SvaraSu mér um hœl.
Þinn elskandi sonur
Páll.
Jenný hné niður á stól. Hún gat tæpast
kallað á Rosalie. En þegar hún kom, lásu
þær bréfið í sameiningu og sátu svo lengi
þögular.
Að lokum sagði Rosalie: — Frú, ég fer
að sækja þá litlu. Við getum ekki látið þeta
mál afskiptalaust.
— Já, farðu bara, stúlka mín, svaraði
Jenný. '
Svo þögðu þær á ný, unz Rosalie mælti:
— Við skulum fara tjl Goderville, frú, og
tala við bókarann. Liggi móðirin fyrir dauð-
anum, verður Páll að kvænast henni vegna
barnsins.
Jenný bjó sig af stað, án þess að íhuga
orð Rosalie. Hún var svo glöð. Hún gat ekki
sagt neinum, hversu glöð hún var. Frilla
sonar hennar lá fyrir dauðanum.
34
Gamanið gránar.
Brezki trúðurinn Beppo er vanur að aka til vinn-
unnar í bifreið sinni, en benzínskömmtunin, sem
sett var meðan Suez-deilan stóð, neyddi hann til að
grípa til skellinöðrunnar, sem eyðir minna benzíni.
Beppo finnst gaman að koma öðrum til að hlæja,
en honum finnst gamanið vera farið að grána, þeg-
ar menn hlæja að honum, þegar hann er á ferðinni
á reiðskjóta sínum.
Bókarinn gaf Rosalie umbeðnar ráðlegg-
ingar. Hún lét hann endurtaka þær fyrir sig,
hvað eftir annað, til þess að vera viss um
að gera engin axarsköft. — Þér þurfið ekk-
ert að óttast, nú mun ég geta lokið þessu,
sagði hún.
Þá um kvöldið fór hún til Parísar.
Jenný beið í tvo daga milli vonar og ótta.
Um morguninn, þriðja daginn, frá því Rosa-
lie fór til Parísar, komu orð frá henni um,
að hún mundi koma með kvöldlestinni. Það
var allt og sumt.
Klukkan var um þrjú, þegar Jenný ók af
stað til stöðvarinnar, til þess að taka á móti
Rosalie.
Hún stóð á brautarpallinum og horfði án
afláts á brautarteinana, sem virtust renna
saman í eitt, langt í f jarska. Af og til leit hún
á stöðvarklukkuna. Ennþá tíu mínútur -—
ennþá fimm — ennþá tvær. Loksins slo
klukkan. Samt var ekkert að sjá. En allt
í einu sá hún gufustrók og svo svartan depib
sem stækkaði óðum og nálgaðist. Loksins
hægði lestin á ferðinni og nam staðar hja
Jenný, sem horfði á dyrnar á vögnunum-