Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 38
DORNFORD YATES:
Vilji örlaganna
1. kafli.
Stúlkan á þjóðveginum.
Júníkvöld nokkurt fékk Thomas Avalon
svohljóðandi bréf:
Kœri frœndi.
ViS Patrick frœndi þinn höfurn með sérstakri vel-
þóknun veitt eftirtekt skyldurœkni þinni og aluS í
störfum þínum viS gamla fjölskyldufyrirtækiS, þau
tvö ár, sem þú hefur starfaS viS þaS. Jafnframt gerum
við okkur fyllilega Ijóst, að ungdómurinn á rétt á
sínum kröfum, og við erum þeirrar sk.oSunar, að þú
eigir að taka þér langt leyji. Þar sem sumarið er okk-
ar mesti deyfðartími, leggjum við til, að þú takir
þér leyfi, og komir ekki ncerri stofnuninni í þrjá
mánuði, heldur lyftir þér upp, því að af því muntu
hafa reglulega gott. Ég legg hér meS ávísun meS það
hárri upphœð, að þú getir tekiS kunningja þinn, ef
þú sjálfur vilt, meS þér. ViS segjum þá frá 1. júlí
til 30. september n. k., að báðum dögum meðtöldum.
MeS beztu kveðjum frá frœnda þínum,
Paul.
Sama kvöldið ákvað Thomas að fara til
útlanda í leyfi sínu, og nokkrum dögum síð-
ar keypti hann sér notaða bifreið, tveggja
manna, með kröftugri vél. Síðan gerði hann
allt, sem hann gat, til þess að sannfæra bezta
vin sinn, Martin O’Brian, um, að hann yrði
að koma með. En Martin var um þessar
mundir í París, og gat, því ekki lorað að
verða honum samferða nema nokkra daga.
Hann stakk upp á því, að þeir skyldu hitt-
ast í Rouen, ef Thomas vildi leggja leið sína
þangað, svo að Thomas gerði ráðstafanir til
þess, að taka bifreiðina með sér á gufu-
skipið.
Þannig vildi það til, að snemma morg-
uns ók Thomas suður á bóginn til Cork til
þess að ná skipi yfir Ermasundið um kvöld-
ið. Gufuskipið lá í Queenstown og átti að
fara um kvöldið, svo að hann gerði ráð
36
NÝ
FRAMHALDSSAGA
★
Örlögin leiddu saman tvær ungar
manneskjur á þjóðvegi í Englandi
. . . . og kynni þeirra og aðskiln-
aður er upphafið að flóknu og spenn-
andi æfintýri, þar sem gróðafíkn og
glæpastarfsemi reynir með öllu móti
að skerða homingju elskendanna
fyrir, að vera í Le Havre að morgni þriðju-
dags.
Þetta var heitur júlídagur, svo að hann
naut sýnisins yfir fagurt landslagið og ók
rólega. Honum lá ekkert á. Gufuskipið átti
að fara klukkan tíu, og hann þurfti ekki að
vera mættur með bifreiðina fyrr en klukku-
tíma fyrr.
Klukkan var rúmlega sjö, þegar hann sá
Cork, og eitthvað tíu mínútum síðar tók
hann eftir svarta tveggja-manna-vagninum,
sem stóð úti á vegarbrún framundan, og
ungu stúlkunni, sem stóð úti á veginum í
ljósgráum síðbuxum og teppti leiðina.
Um leið og Thomas steig á hemlana, rétti
hún höndina upp í loftið, og þegar hún var
sannfærð um, að hann myndi stanza, vék
hún til hliðar og beið þess, að hann kæmi
nær.
Thomas stöðvaði bifreiðina.
„Afsakið," sagði hún, „en þér gætuð víst
ekki hjálpað upp á þetta ándstyggilega
skrímsli, sem stendur þarna?“
„Hvernig þá?“ spurði Thomas og bjóst
til að stíga út.
Hún brosti um leið og hún svaraði: „Þér
þurfið ekki að ómaka yður út, því að mig
vantar smávegis benzínlögg. Ég skal segja
yður, að ég þarf nefnilega að ná gufuskip-
inu, sem fer til Le Havre í kvöld, en af því
að þeir tappa öllu benzíni af, áður en þeir
taka bílinn um borð, þá verður maður að
vera svolítið séður og reikna benzínið til
V