Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 2
★ Lestrarvél. Rafmagnstæki, sem smíðað er í Bandaríkjunum, getur lesið ritgerðir vísindalegs efn- is og gert sjálfstæðan útdrátt úr þeim. Þessi lestr- arvél vinnur á eftirfarandi hátt: Allt efnið er tekið upp á segulband eða gataræmur, sem vélin getur unnið úr. ,,Rafmagnsheilinn“ kannar svo efnið og gerir stuttan útdrátt um kjarna þess. Vísindamenn þurfa að geta á hverjum tíma fylgzt með og fært sér í nyt vísindagreinar og fréttir af störfum stéttarbræðra sinna í öðrum löndum. Hér getur lestrarvélin orðið að miklu liði. Allar ritgerðir á erlendum málum væri hægt að láta vélina lesa, svo að aðeins þyrfti að þýða útdráttinn. ★ Sæsímastrengur veitir vitneskju um kafþol hvala. Búrhveli kafa niður á um 1100 metra dýpi. Þetta sannaðist við viðgerð á sæsímastreng, sem hvalir höfðu slitið. Búrhvalir eru stærstu núlifandi dýr jarðar. Þeir geta orðið allt að 23 m. langir. Hið mikla kaf- þol þeirra er sérstaklega athyglisvert þar sem um spendýr er að ræða. Að þeir hafi raun- verulega slitið símastreng á svo miklu dýpi, er ekki hægt að efa, þar eð fundizt hafa dauð- ir hvalir, sem flækst hafa í slíka strengi. Senni- lega rekast hvalirnir á strenginn, er þeir fara með sjávarbotninum í leit að næringu. ★ Varað við misnotkun fjörefna. Veikindatilfell- um vegna of mikils forða líkamans af D-fjörva hef- ur fjölgað, samkvæmt rannsóknum þýzks félags, sem á síðustu árum hefur fengizt við rannsóknir á næringarefnum. Meðal sjúkdómseinkennanna má nefna: nýrnaskemmdir, æðakölkun, lystarleysi og sálarlega deyfð. Þetta félag varar við að bæta af ásettu ráði D-fjörva í fæðutegundir. D-fjörvi gegnir mikilvægu hlutverki við þroska beinagrindarinnar. Fái líkami, sem er að vaxa, of lítið magn af D-fjörva, veldur það aflögun beinanna (beinkröm). Notkun D-fjörva til að mæta þessum og öðrum sjúkleika af völdum fjörefnaskorts, verður því að vera í hóf stillt. Rannsóknir á D-fjörva sýna, að samráð ætti að hafa við lækni um notkun hans. ★ Felu-útbúnaður gegn radar. Vísindamenn ame- ríska flughersins vinna að lögun litarefna, sem gera flugvélar eða flugskeyti ósýnileg í radartækjum. Þessi efni gera rafbylgjurnar, sem streyma frá rad- artækjum, óvirkar, þannig að þau skynja ekkert „bergmál". Efnin, en samsetningu þeirra er strang- lega haldið leyndri, hafa ekki verið fullkomnuð ennþá. Það þarf þykkt lag af þeim utan á flugvél- ina, og íþyngir það flugvélinni verulega, eins ekki tekizt að afla því nægilegrar mótsto veðrum. _ ;ð> Aðalmikilvægi þessa efnis er í því 10 j'ndi- það gæti gert nútíma varnarkerfi geSn s rj.erfi árásum úr lofti gagnslaus. En slík varna byggjast aðallega á notkun radartækja. ★ Tizian dó úr Svartadauða. Hinn frasg*Jygx&' málari Tizian dó 103 ára að aldri af völdum ^ dauða — í Venedig. Fjórði hver íbúi ^ene.Jj ’peí' um 47 þúsundir, dóu af völdum þessarar veI íjverJt. ar Tizian dó, lét hann eftir sig um 300 fræg r9pj?r í meðferð lita er sagt að hann hafi staðið Michelangelo. ■ fnrnk^8' ★ Plinius hafði rétt fyrir sér. Belgiski *° fræðingurinn Dr. Fouss hefur grafið upp bja {jr í Suður-belgíu rómverska sláttuvél, sm| p;;n;us * steini. Frá smíði vélarinnar sagði hinn laerði je;f- einu rita sinna (24-79 e. Kr.). En þar eð j)ess'1 ar eða myndir höfðu nokkurn tíma fundizt 8 pjjpi- tæki, álitu fornleifafræðingar, að þessi frásögn usar væri aðeins ein af hans hugmyndarik týrasögum. Leifarnar, sem fundust af vélinnl^ð vél- aðeins til einnar skekkju í frásögn Pliniusa1 • in hefur verið dregin af ösnum en ekki uxu víða vef f í baráttunni gegn umferðaslysum hefur •* gripið til margskonar áróðurs. Þetta er m iutusoiiuiiiu aiuuuis. - -- „nveI auglýsingaspjaldi, sem á að sýna, hver jjjr er við stýrið, þegar menn aka bi erU1 áhrifum áfeng!S. ailisblaðið uiTvö^töiubiöð 'ur. Verð árgangsins er kr. 50,0 . ^ 8p hvert blað kr. 10,00. Gjalddagi n£glsrn

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.