Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 21
Kennsla í Portúgölsku Max og Dóra notuðu sér húsnæðisvand- raeðin og leigðu herbergið, sem stóð autt, ^Vrir sérstaklega hátt verð. Staðurinn var Soður 0g þau voru aldrei í vandræðum með fá leigjendur, þrátt fyrir verðið, sem þau fram á. En það voru strangir kostir. herbergið var lítið og var á þeim stað í hús- jnu. að það var heldur heitt á sumrin en ^alt á vetuma. Dóra gekk heldur ekki fram sér við hreingemingar á því. Éag nokkurn datt húsbónda Max í hug a® senda hann til Brazilíu, því þar var úti- u frá fyrirtækinu. Éóra varð skelfd. ,,Það er svo langt héð- au> Max. Og við kunnum ekki orð í ®PÖnsku.“ >>Það væri alger óþarfi,“ sagði Max. „1 razilíu er töluð Portúgalska, og við getum ^rt töluvert í Portúgölsku áður en við för- Uíu. Ökosturinn er bara sá, að það kostar Peninga!“ ^óru datt dálítið í hug. ,,Herbergið,“ ®agði hún. „Það er autt aftur. Við getum ®igt það út núna með því skilyrði, að fá ePnslu í Portúgölsku í staðinn.“ Þau settu auglýsingu í blaðið, og það kom strax leigjandi. ..Góðan daginn,“ sagði hann, með falleg- Urn hreim, „óskið þið eftir kennslu í Portú- gölsku?“ i.Já, gjörið svo vel og komið inn fyrir,“ Sagði Dóra. ..Nafn mitt er Baru. Það gleður mig að kynnast ykkur. Ætlið þið til Brazilíu?“ ^Jax kinkaði kolli. Ueinna örþrifaráða, nemið heldur staðar audartak og hegðið yður eins og manneskja, Seru veit að hún á sér griðastað. Verið ró- leg .. . . ^teljandi menn hafa fundið sér griðastað ? trúnni á Guð eftir kvalafulla leit. Þeim etur lærzt að leita til baka til hins einfalda, S&rnla sannleika, sem er kjarninn í allri trú: »Guð er athvarf okkar og styrkur, hjálp í °tta og öllum okkar raunum." Komumaður hélt áfram: „Hafið þið nokk- uð kynnt ykkur málið?“ „Nei, við kunnum ekki eitt orð í Portú- gölsku,“ sagði Dóra. Herra Baru brosti. „Málið er heldur erf- itt,“ sagði hann, „en þið munuð verða undr- andi yfir, hvað þið getið lært það fljótt.“ „Hér er herbergið,11 sagði Dóra. ,,Ó,“ sagði herra Baru, auðsýnilega von- svikinn, „en herbergi er nú herbergi, og á þessum tímum . . .“ Næstu þrír mánuðir voru martröð fyrir herra Baru. Herbergið kostaði ekkert, en fyr- ir allt annað varð hann að borga, jafnvel fyrir handklæði. Og Max og Dóra voru verstu vargar, sem húseigendur, kröfðust alls þar sem kennslan var annars vegar. Þau sáu eftir hverri mínútu sem herra Baru not- aði til sinna eigin þarfa. Ef hann leyfði sér að fara út eitt kvöld, til þess að sjá kvik- mynd, tóku þau á móti honum með áköf- um ásökunum, þegar hann kom heim, og kröfðust þess að hann byrjaði þegar með þeim kennslustund, sem þau svo sáu um að draga svo á langinn, að venjulega var komið langt fram á nótt áður en þau slepptu honum. Þau lásu með þrjózkulegum ákafa, og þegar brottfararstundin kom, höfðu þau náð ótrúlega góðum árangri í að halda uppi samræðum á hinu ókunna máli. Herra Baru, sem var aðframkominn af þreytu, fékk sér leigt herbergi annarstaðar, og dag nokkurn hitti hann kunningja sinn. „Heyrðu, hvar í ósköpunum hefur þú ver- ið?“ „Góðan daginn, Anton,“ sagði Baru. „Ég hef hvergi verið. Ég hef bara haft svo mik- ið að gera.“ „Hvað átt þú við með því? Hvað hefur þú haft fyrir stafni? Og hvar hefur þú búið? Það er ómögulegt að fá herbergi núna.“ „Það er erfitt, en mér tókst það loks, eft- ir langa mæðu — meira að segja ókeypis — hjá fólki sem vildi læra Portúgölsku.“ „Portúgölsku? Já, en heyrðu nú, gamli vinur, þú hefur aldrei kunnað Portúgölsku.“ „Nei, að vísu ekki,“ svaraði Baru og brosti svolítið. „Það mun líka koma þeim á óvart, þegar þau koma til Brazilíu og komast að raun um, að þau tala Rúmensku, — ef þar er þá nokkur sem skilur þau og getur sagt þeim það.“ HEIMILISBLAÐIÐ — 153

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.