Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 33
^ertu yf ir og allt um kring Það var fallegur siður fyrr á tímum, sem má leggjast niður, að láta bömin fara „Faðirvorið" og signinguna áður en au fóru að sofa, einnig einhver falleg vers, bau svo lærðu. Á morgnana voru þau *a látin signa sig og fara með fallegt vers, t. d.: Klæddur er ég og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól; í guðsóttanum gef þú mér að ganga í dag svo líki þér. Það var ekki þýðingarlaust að þetta var &®rt. Það geta þeir borið vitni um, sem nú 6ru orðnir gamlir og nutu þessara guð- r^knisstunda í barnæsku sinni. Það hefur bvj verið gleðiefni, að Heimilisblaðinu hafa °rizt óskir um, að það flytti við og við fci.il Ueg bænarvers, sem kenna mætti böm- Uííl og syngja við þau, þegar þau væru að s°fiia á kvöldin. ^etta fallega vers eftir Hallgrím Péturs- Sotl má aldrei gleymast: Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni. Höndin þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Kvöldvers. Endar dagur og nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hafir, minn Herra kær, mér hjálpað á þessum degi. Verkin mín, Guð, og vinnulag velþóknun hjá þér finni; en vonzkan sú öll, er vann ég í dag, veri hún gleymd miskunn þinni. Vaktu yfir og allt um kring með eilífri blessan þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. * Ó, frelsaðu hvert þitt fárátt barn, sem fer nú villt um eyðihjarn, og leið það heim í ljós og frið og legg það föðurhjartað við. Gott er að treysta, Guð, á þig, gleður það mannsins hjarta. Yfirgefðu aldrei mig, englaljósið bjarta. Barnabæn. Guð, sem elskar öll þín börn, — ætið, faðir, sért min vörn; hjá mér vertu úti og inni, allt mitt fel ég miskunn þinni. Þú ert fagurt leiðarljós, lífs míns dýrð og sumarrós, æsku minnar morgunstjarna. Minnstu, faðir, allra barna. Fr. Fr. J. H. HEIMILISBLAÐIÐ — 165

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.