Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 18
vissi varla, hvaðan á sig stóð veðrið, en umlaði þó játandi. Corsac sveiflaði út annarri hendinni. — Látið mig þá fá allt það sama og í gær- kvöldi, sagði hann. — Humar, en ekki út af eins saltan. Ég er ennþá með seltubragðið ,í munninum. Hann hrækti eins og til að losna við það. — Rauðvínskút, mandólín- söngvara og dansmeyjar. — En — en — en, stamaði fangelsisstjór- inn. — Þetta er allt of kostnaðarsamt. Corsac yggldi sig. — Hvorn er það eiginlega, sem á að hengja á morgun — yður eða mig? spurði hann byrstur. Fangelsisstjórinn svaraði engu, en fór burtu hið bráðasta. Og Corsac fékk bæði vínkútinn og humar- inn. Litlu síðar komu söngvararnir með mandólínin og dansmeyjarnar, og kvöldið varð kátt og skemmtilegt. Þegar Corsac var aftur orðinn einn, fór hann að athuga kút- inn. Hann var hálffullur ennþá, og Corsac hló, himinglaður. Morguninn eftir komu þeir allir aftur, fangelsisstjórinn og presturinn, yfirvörður- inn og böðullinn, og aftur lá dóninn alstríp- aður á gólfinu og hraut, svo að allt ætlaði um koll að keyra. — Hann sefur enn, sagði presturinn. — Hann er aftur orðinn draugfullur, sagði fangelsisstjórinn. — Ekki getum við hengt hann í dag, sagði böðullinn, dapur í bragði. , — Þessi náungi ætlar að koma okkur á vonarvöl, þrumaði fangelsisstjórinn. Dans- meyjar og söngmenn á hverju kvöldi! . . Nei, ónei. Nú fer ég og tala við dómarann. Eftir hádegið kom fangelsisstjórinn aftur inn í klefann til Corsacs, tók upp skjal og bjó sig til að lesa það fyrir fangann. — Þarf ekki! sagði sá dauðadæmdi glað- klakkalega. — Ég veit hvað stendur í því . . . Þeir ætla að hengja mig á morgun . . . En nú vil ég fá steiktan kjúkling í kvöld í staðinn fyrir humar og ... — Takið eftir, sagði fangelsisstjórinn og ræskti sig mynduglega. — Dómarinn hefur allra náðarsamlegast dregið úr refsingunni. I stað lífláts komi ævilangt fangelsi . . . — Hvað á þetta að þýða! Corsac náföln- aði og þaut á fætur. — Á þá ekki að hengja mig á morgun? — Nei. — Fæ ég þá ekki steiktan kjúkling 1 kvöld ? — Nei. — Og ekkert vín? — Nei, ekkert vín. — En dansmeyjárnar . . . ? — Aldeilis engar dansmeyjar. Corsac kreppti hnefana ógnandi. * — Út héðan, öskraði hann. — Þið ha 1 gabbað mig, bölvaðir . . . Fangelsisstjórinn fór út í skyndi og ske klefahurðinni í lás á eftir sér, en glæpaina urinn tók höndunum fyrir andlitið og g beisklega. (S. Helgason þýddi) • Albert Schweitzer, friðarvinurinn og heirnspe p. inn, hefur lagt áherzlu á að þjóðirnar hsetti ^^nS. orkutilraunum. Hann telur það einu von mann ins til að komast hjá tortímingu. ö{uguP Harmodios, sem kominn var af gömlum, ® tes, ættum, hæddi eitt sinn herforingjann * vegna þess að hann var sonur fátæks skosm Ifikrates svaraði: ,,Mín ættgöfgi byrjar 1110 Þín endar með þér.“ 150 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.