Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 7
S£'fa fátækum tíundu hlutann af brauð- skarnmti sínum á degi hverjum, voru orðnir Syo alræmdir fyrir illt framferði, þegar kom fram á 13. öld, að almenningur sakaði þá um að þeir væru samningsbundnir til þjónustu jj1® djöfulinn, hefðu svikið landið helga í aendur Múhameðstrúarmönnum, smánað krossmarkið og dýrkað Múhameð. Endalok musterisriddaranna urðu líka T^sta hryggileg. Miðstöð reglunnar fluttist ra Kýpur til Frakklands, en þegar þangað ^°m, fékk franski konungurinn, Filippus _£ri, • ágirnd á auðæfum hennar, notfærði hið illa orð, sem af meðlimum hennar fór, og lét ákæra þá bæði fyrir dómstólum rikisins og páfanum. Og Klemens páfi fimmti út þá yfirlýsingu, að ,,— — þar sem *"ao væri almenningi fyrir beztu, væri regla ®6ssi hér með leyst upp að fullu og öllu“ ^sínb. páfabréf, 22. marz 1312). Filippus . °nungur dró þá til sín allar eignir hennar 1 krakklandi og lét brenna í París síðasta ^órmeistara hennar, Jaques de Molay, asamt mörgum fleiri forvígismönnum henn- jj1/ Áður en Molay dó, stefndi hann bæði pnginum og páfanum fyrir guðsdóm innan 61118 árs, og báðir dóu, áður en árið var úti. ''ófirráðum Lusignans-ættarinnar á Kýp- Ur Wk þannig, að ekkja Jakobs konungs anaars, Katrín Cornaró, seldi eyjuna í hend- r löndum sínum, Feneyjarbúum, árið 1489, 6p beir héldu yfirráðum hennar aðeins til að Tyrkir lögðu hana undir sig. Berlínarfundinum 1878, sem haldinn jjar eftir stríðið milli Rússa og Tyrkja 1877 rp1 ^878, skarst England í leikinn til styrktar a^rkjum með atbeina Beaconsfields lávarð- ' En auðsjáanlega hefur hann samt ekki göngu borið hag Tyrkja fyrir brjósti, sem tiarka má á því, að hann notaði tækifærið jj.. gera við þá ofurlítinn sérsamning fyrir Bretaveldis, sem heimilaði Englending- £ að hafa umsjón með eyjunni Kýpur aðai*vegis fyrir þeirra hönd. Og það er svo a^ sJa, sem lávarðurinn hafi ekki talið þess- aðgerðjr alveg ýt í bláinn, því að hann j , , hafa látið svo ummælt, að Kýpur væri jhnn að hinum „nálægari Austurlönd- . ’ fc- e. a. s. löndunum í Suðvestur-Asíu. . leðan Tyrkir réðu lögum og lofum á ^PUrey, var þar allt í afturför, en með S eudingum komu þar nýir og betri tímar Núverandi landstjóri Breta á Kýpur, Sir Hugh Foot, ásamt konu sinni og syni. Hann tók við starfinu í desember s.l. — var áður sendiherra á Jamaica. ásamt nýjum herrum og urðu þar fljótlega allmiklar framfarir á ýmsum sviðum. Svo kom fyrri heimsstyrjöldin (1914). Tyrkir drógust inn í hana með Þjóðverjum, og tóku þá Englendingar stjórnartaumana á Kýpur að öllu leyti í sínar hendur. Arið 1939, áður en seinni heimsstyrjöldin brauzt út, taldi setulið Englendinga á Kýpur aðeins fáein hundruð manns, og sömuleiðis aðeins fáein herskip lágu við festar í Fama- gustahöfn. En þá var tekið til óspilltra mál- anna og unnið þar svo við hafnargerðir fyrir herskip, flugvelli, neðanjarðar geymslur fyr- ir skotfæri og hergögn og alls konar her- væðingu, að eftir 3—4 ár var eynni líkt við hamravígin á suðurodda Spánar og kölluð Gibraltar Austur-Miðjarðarhafs. Og þegar hernaðarátökin í síðasta stríði tóku að færast lengra og lengra austur á bóginn, kom ennþá betur í ljós en nokkru sinni fyrr, að Kýpur þótti mjög svo mikil- vægur staður í hernaðinum. Má einkum marka það af tvennu: I fyrsta lagi á því, að Ameríkumenn fluttu þangað öflugan her- styrk, þjálfaðan til dvalar í hitabeltisveðr- áttu, sem kom sér þar fyrir. I öðru lagi, að Churchill gerði sér ferð þangað um það leyti sem átökin stóðu sem hæst á næstu grösum, til að líta eftir vígbúnaði eyjarinnar. (Að mestu farið eftir Cypernas bevægede historie eftir F. L. Östrup). Sigurður Helgason þýddi lauslega. HEIMILISBLAÐIÐ — 139

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.