Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.07.1958, Blaðsíða 29
nNú, hvernig gengur?“ nÞað er eitt lag ennþá,“ sagði Larry. ,,Það 6ru sennilega fleiri lög.“ Shamer krossbölvaði og Larry birtist í stiganum — sennilega öllu frekar til að raga að sér loft, heldur en til að útskýra utina. En Shamer rak hann niður aftur ^eð hressilegum blótsyrðum. nMér stendur á sama, þó að það væru tuttugu lög, aumi durturinn þinn, ég gef ykkur eina mínútu til að sækja þessa ná- Utlga og koma með þá hingað upp.“ Ekki var hægt að misskilja hótunina í Pessari fullyrðingu, og Larry og Digs unnu 6lns og óðir væru við að rífa segldúkinn Uiður. Þeir kviðu fyrir að mæta þessum |veim mönnum, sem þeir héldu að væru °kaðir inni, en meiri stuggur stóð þeim þó Shamer. ^*að mátti heyra þá bölva og óskapast við rífa segldúkinn niður, en Shamer stóð froðufelldi af reiði og stappaði óþolin- ^óður fótunum í þilfarið. Inni í klefanum var allt á ringulreið. Á kolfinu var um 30 sm lag af sagmylsnu, segldúkurinn hékk í tætlum um allt. tennirnir höfðu ekkert vasaljós, aðeins lítil- lorlegan olíulampa. Fresturinn, sem Sham- er hafði gefið þeim, var löngu útrunninn og höfðu þeir ekki séð neitt til mannanna. ^ort þeir komust alveg inn í klefann til fð leita að þeim, var aldrei ljóst, því að allt | einu heyrðist hræðsluvein, og eldtungur ^stu sig upp um opið. Hvort þeir höfðu rekið lampann í og hann Dr°tnað, var ekki gott að vita, en einhvern Veginn brauzt eldur út, og í næstu andrá Stóð allt í björtu báli. Shamer stökk aftur á bak. Og með einni 6)nustu hreýfingu gerði hann nokkuð, sem Var alveg fáheyrilegt, þótt tillit væri tekið tri ómannlegrar grimmdar hans. Hann skellti hleranum eins og loki yfir °gandi djúpið. Eoginn mannlegur máttur hefði getað i&lpað þessum ógæfusömu mönnum þarna Diðri, og það er ef til vill efamál, hvort þeir vtlr höfuð hefðu getað hjálpað sér sjálfir, DVl að þeir stóðu mitt í eldhafinu og hlutu a^ kafna næstum á svipstundu. En samt Settl áður — að loka einustu undankomu- 6lðinni fyrir þá, var að eyðileggja þeirra einasta tækifæri, og aðeins fúlmenni hefði gert það. En það var ekki allt búið enn. Tómas og Mansel heyrðu snarkið í eldin- um o gsáu, hvernig reykinn lagði út frá báðum niðurgöngunum í klefana, og nú heyrðu þeir Shamer gefa skipun, sem fékk blóðið í æðum þeirra til að stífna: „Komið með Formósu hingað niður.“ Það var aðeins hægt að finna eina skýr- ingu á þessari skipun. Maðurinn hafði enga ástæðu til að ætla annað en nú brynnu Tóm- as og Mansel þarna inni og hann ætlaði að losa sig við Formósu með því að kasta henni á bálið. Frá hans sjónarmiði var það slungin hugmynd, því að vistabáturinn var dauðadæmdur. Þá og þegar gat eldurinn brotizt upp úr lestinni, og löngu áður en hjálp bærist yrði báturinn í björtu báli stafnanna á milli. Ef brunarústirnar yrðu rannsakaðar, væri kannski hægt að finna bein og bein, en enginn gæti sagt um af hverjum þau væru, og enginn myndi senni- lega hafa áhuga á því. Formósa — og fimm aðrir — myndu þá vera sporlaust horfnir. Tómas var risinn á fætur og hafði gengið frá lúkaropinu, og Mansel sömuleiðis. Mansel hvíslaði: „Látið mig um hann. Carsov, þér skuluð vera reiðubúinn að grípa hann. Ég vil helzt komast hjá því að nokkuð komi fyrir hann.“ En Górillan, sem hafði fengið skipun um að sækja Formósu, sýndi sig ekki. Hann hlaut að hafa veigrað sér við að framkvæma svo dýrslega skipun, því að Shamer stappaði í gólfið og öskraði: „Ég sagði: Komdu með Formósu hingað. Er ekki hægt að aka þér úr sporunum? Við verðum að vera horfnir héðan innan tveggja mínútna." Og þá gekk Górillan upp stigann til að framfylgja skipun foringjans og sækja Katr- ínu Valentin, sem átti að brenna lifandi . . . Tómas sá ekki, þegar Mansel sló hann, en hann heyrði höggið. Górillan sneri sér í hálfhring, en féll ekki, því að Carsov greip undir handlegg hans. Mansel hvíslaði: „Leggið hann þarna niður. Og heyrið mig. Ég vil gjarnan ná Shamer lifandi. Þið tveir felið ykkur sinn hvorum megin við lúkar- opið, þannig að hann geti ekki séð ykkur ) HEIMILISBLAÐIÐ — 161

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.