Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1958, Qupperneq 40

Heimilisblaðið - 01.12.1958, Qupperneq 40
Við sem vinum eldhússtörfin Sitt af hverju fyrir húsmæður Nú fer jólahátíðin senn í hönd, þessi hátíð, sem er mesti annatími okkar húsmæðranna. Allar kepp- umst við við að hreinsa, fága og skreyta heimili okkar, baka og brugga eins og þar stendur. Flest- ar okkar hafa fyrir löngu hafið jólabaksturinn, þó koma hér nokkrar góðar uppskriftir: N APÓLEONSHATTAR: 100 gr smjör, 50 gr flórsykur, V2 egg, 150 gr hveiti. 50 gr möndlur, 50 gr flórsykur, V2 eggjahvíta. Hrærið vel smjör og sykur, bætið egginu út í og hveitinu gegnum sigti. Hnoðið deigið vel saman. Látið það standa í kulda í hálftíma, fletjið það þunnt út og takið undan kringlóttu móti. Þvoið möndlurnar og þurrkið þær, hakkið þær í möndlu- kvörn, blandið flórsykrinum saman við massann og látið ganga nokkrum sinnum gegnum möndlu- kvörnina. Búið til kúlur úr möndlumassanum, og setjið eina kúlu ofan á hverja köku og lokið henni síðan (sjá mynd). Setjið kökurnar á smurðar plöt- ur og bakið við 225° í 10—12 mínútur. FYLLTAR STJÖRNUR: 200 gr hveiti, 50 gr kartöflumél, 2 sléttfullar kaffisk. lyftiduft, 125 gr smjör, skorið í smástykki, 75 gr sykur, 2 egg, börkur og safi úr hálfri sítrónu. Allt þetta er hnoðað vel saman og deigið látið standa í kulda. Deigið flatt út, ekki of þunnt og tekið undan stjörnumóti, þær eru bakaðar mjög 252 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.