Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 5
Það merkilega er þó, að endaþótt Paoli ^erðist ævilangt jafn ákaft gegn Frökkum sem gegn Genúumönnum (ítölum), er enn í dag í heiðri hafður sem hin ^ikla og aðdáunarverða frelsishetja — Rern á nafn sitt letrað á götur, mynda- styttur og hótel — jafnframt því sem Kor- síka virðist hafa sætt sig við að vera frönsk og svo til hvert einasta heimili stát- ar af olíueftirprentun af Napóleoni. Sann- ieikurinn er nefnilega sá, að innst inni eru K°rsíkubúar fyrst og fremst Korsíkubúar °S annað ekki, og þeim finnst bæði Italir °k Frakkar vera útlendingar. Óðara og maður hefur komið sér fyrir í Hótel Paoli og tekur að setja sig í sam- ^and við íbúa Corte, finnur maður fyrir ahrifum hinnar aldagömlu andúðar á út- Hndingum. Það reynist erfitt að komast í ^ynni við fólkið. Þetta er frumstætt fjalla- ^ólk, sem heldur sig fjarri utanaðkomandi ^önnum sökum sjálfstæðishneigðar og Helsisvilja, sem er þeim í blóð borinn. En t’Ogar maður hefur dvalizt þarna um skeið °S tekizt að fá fáeina menn til að ræða við Slk af hlédrægri — ef ekki beinlíniss þurri kurteisi, getur maður búizt við að heyra Setningar eins og: Það er a.m. k. ágætt, að ner eruð raunverulegur útlendingur, en nvorki ítali eða Frakki. — Ef maður hef- llr komið þangað í þeirri einföldnu trú, að Horsíka væri eins og hvert annað amt í r rakklandi, langar mann til að heyra nán- at’i skýringu á þessu. Þá má vera, að það komi manni á óvart að heyra, að Frakkar ítalir séu aðeins útlendingar, sem þar auki séu hættulegir, því þeir vilji báðir nafa yfirráð yfir Korsíku og gera hana að nluta af stærra ríki, og jafnvel þótt hann jneyðist til þess arna, vill hann fá að lifa lrinu eftir eigin höfði heima á sinni eigin sem í hans augum er hið eina og sanna íoðurland. Svo vill Korsíkumaðurinn ekki lengur a a um stjórnmál, en sé honum liðugt um jnálbeinið — en það er reyndar fæstum keii’ra — tekur hann þess í stað að lof- ®yUgja ættjörðina. Hann kallar hana ,,Eyju egurðarinnar“, og skyldi hann ekki hafa ‘°kkuð til síns máls? Er ekki loftslagið dá- Samiegt? Er landið ekki fagurt og frjó- samt? Jafnvel í þurrkum sumarmánað- anna verður jörðin aldrei ofþurr, því að jarðvegurinn er auðugur af vatni. Þar er gnægð linda og lækja hvarvetna. Laufið er ljósgrænt og ávextirnir stórir og safa- miklir. 1 lofsöng Korsíkubúans er margt satt. Korsíka er gjöfult land — en frá sjónar- miði landbúnaðar er það illa nýtt. Korsíku- búanum geðjast betur að stunda veiðar í grænum kjarrskóginum en strita úti á ökr- um. Þar til snemma í síðustu heimsstyrjöld komu þúsundir ftala ár hvert til eyjarinn- ar til að vinna við landbúnaðinn, sem Korsíkubúum fannst þeir sjálfir vera of- góðir til að stunda. Auk hveitis og olíu er vínið aðalfram- leiðsla korsíska landbúnaðarins. — Vín þeirra getur verið ágætt, en sem söluvarn- ingur bíður það tjón við það, hversu ein- hliða það er hvað tegund snertir og gæði. Korsíkubúar eru enn of frumstæðir til að hefja framleiðslu sína upp á það stig, að hún verði á heimsmælikvarða að gæðum. Lundarfar fólksins og námstilhögun al- mennra skóla hefur afdrifaríkari þýðingu en yfirburðir gróðurríkrar moldar og gott loftslag. Ólífuviður og eikartré setja svip sinn á landið, en þar vaxa einnig fjölmargar aðr- ar nytjajurtir. Einmitt í grennd við Corte eru stór svæði vaxin svonefndum lynghrís, sem hefur lága en svera stofna, og úr rót- u.m hans er unnið hráefnið í hinar svo- nefndu Bruyére-reykjapípur. í Corte er því verksmiðja ein, sem framleiðir þannig pípur. Og meðal nytjagróðurs má einnig nefna hið eina og sanna kastaníutré, sem vex geysivíða á Korsíku, enda eru kastaní- ur ein aðalfæða fólksins. Almenningur kann að gera sér þær að mat á miklu f jöl- breyttari hátt en við hér á Norðurlöndum, sem þekkjum þær varla öðru vísi en sem glóðarsteiktar. Við Cours Paoli er smá- veitingahús — reyndar einn af fáum stöð- um í bænum, þar sem útlendingur getur setzt inn og fundið fyrir þeim þægindum, sem hann á að venjast annars staðar — og eru þar seldar ýmsar tegundir af kast- aníukökum, sem eru ótrúlega ljúffengar. 1 nánd við þetta veitingahús er verzlun ILISBLAÐIÐ 137

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.