Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 28
fara til Cosensa, þar sem Lodovico og Rósu hafði verið sagt að bíða hans. Eintio vildi ekki leyfa honum að fara, en lét þess í stað skrifa bréf til Rósu og ákvað að fara þang- að sjálfur. Rinaldo gat ekki sett sig upp á móti fyrirætlunum hans og varð að láta það eftir, að vinur hans færi til Cosensa. 1 fj'arveru hans tók Rinaldo við stjórn flokksins og beið með eftirvæntingu komu vinar síns. Á áttunda degi eftir brottför hans komu nokkrir félagar með Rósu og auk þess far- angur Rinaldos. Lodovico var einnig með þeim, en hann var hlekkjaður. Einn félag- anna fékk Rinaldo þetta bréf frá Eintio: „Rinaldo! Ég fel þér forystu manna minna. Ef við sjáumst aftur, þá mun ég segja þér, hvar ég hef verið og hvað við hefur borið. Ég hef tekið 100 gull- dali úr sjóði þínum, sem ég ef til vill mun nota til að koma áformum mínum í framkvæmd. Ef svo verður ekki, þá munt þú fá peningana aftur. Vertu alveg hugrór! — Lodovico mun sjálfur segja þér hvers vegna ég sendi hann til þín í hlekkjum. Þú veizt, hvað þú átt að gera við hann. Guð fylgi þér! Eintio.“ Rósa hvíldi enn við öxl Rinaldos, þegar hann bauð að leiða Lodovico inn. „Hvers vegna ertu í þessum fjötrum, Lodovico?“ „Vegna svika minna. Ég er þrjótur og hef játað allt fyrir Eintio. Þú dæmir í máli mínu. Hlustaðu á játningu mína. Ég hef setið á svikráðum við þig í Neapel. Það var mér að kenna, að þessi bölvaði höfuðsmaður vissi hver þú varst. Þegar ég kom til sjálfs mín, þá iðraðist ég gerða minna og tók þá ákvörðun að bæta fyrir allt. Þú veizt, hvernig ég hef þjónað þér. Ég var í miklum háska í Neapel, en slapp þaðan og komst með Rósu til Cosensa. Ég hef varðveitt eigur þínar. Ég hef borið miklar þjáningar vegna svika minna. Loks gat ég ekki haldið það út lengur. Ég játaði allt fyrir Eintio. Hann lét færa mig í f jötra, og það var verðskuldað. Þess hefði samt ekki þurft. Ég hefði eigi að síður komið til þín til að heyra dóm minn af þínum eiginn munni. Nú skaltu dæma mig til hegningar.“ „Ég fyrirgef þér, Lodovico.“ „Foringi! Láttu húðstrýkja mig, hengja mig. Láttu mig ekki sleppa svona auð- veldlega. Það sundurkremur mig.“ „Nú er ég óhultur. Rósa og dýrgripum mínum hefur verið bjargað. Hvers þarfn- ast ég frekar? Þú hefur farið heiðvirð- um höndum um eigur mínar. Ég fyrirgef þér. Þú getur verið kyrr hjá mér, ef Þu villt. Þú munt aldrei svíkja mig aftur.“ „Sannarlega ekki, foringi. Láttu lúberja mig. Hegndu mér, því að annars get ég ekki horfzt í augu við þig. Ég verð ekki hugrór, ef þú lætur mig lausan umsvifa- laust.“ „Jæja þá! Ég skal hegna þér. Minntu mig á það næstu fjórar vikurnar." „Ágætt! Ég skal áreiðanlega minna þ1® á það.“ „Farðu nú frjáls og sýkn saka til manna minna. Ég treysti á þig á hættustund." „Ég hlýði hverri bendingu þinni, Rin' aldini!“ „Ég kalla á menn mína hingað og tek sjálfur fjötrana af þér, svo að þeir sjab að ég lít á þig sem saklausan." „Foringi! Ef ég gleymi þessu nokkurn tíma, þá mun dauðinn alls staðar liggJa í leyni fyrir mér.“ Nú liðu nokkrir dagar. Hrifning Rósu var ólýsanleg. Hún lif^1 einungis fyrir sinn heittelskaða Rinaldo og heilsa hans batnaði óðum vegna um- önnunar þessarar góðu stúlku. Sálarstyrk' ur hans jókst, og hann naut fegurðar nátt- úrunnar í ríkum mæli. Friður og ró gerð1 þessa daga hamingjuríka. En þessi hvíld var ekki félögum hans jafnkærkomin og honum. Einn þemra mælti í nafni þeirra allra: . . „Ert þú hinn frægi og hrausti Rinaldinb sem liggur hér í óeðlilegu aðgerðarleys1 hjá stúlkunni þinni? Þú verður að fá okk- ur eitthvað að starfa, ef þú vilt vera f°r' ingi okkar.“ „Ég hef ekki 1 hyggju að senda ykkur út á strætin til að hrifsa hinn litla farai- eyri af fátækum ferðamönnum. Ég £e 160 heimilisblað10

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.