Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 34
SKUGGSJÁ Framhald af bls. 134. Franskur læknir, René Laennec að nafni, vitjaði konu einnar, er þjáðist af hjartasjúkdómi. Þetta var ung og falleg kona, og læknirinn, sem sjálfur var ung- ur og óreyndur, var feiminn við hana. Hann þorði því ekki að leggja eyrða að brjósti hennar, til að hlera eftir hjartslættinum, heldur útbjó sér hlustunarrör úr pappa og komst að raun um, að hann heyrði hjart- sláttinn miklu betur með því móti. Þar með fékk hann hugmyndina að hlustunarpípunum (stetoskópinu). Nóvemberdag einn árið 1895 var prófessor Wilhelm Konrad Röntgen að búa sig undir raffræðilegar til- raunir. Straumurinn var leiddur gegnum svonefnt bak- straums-rör. Tilraunastofan var hulin fyrir dagsbirt- unni og rörið hulið svörtum pappír. Skyndilega fór ljós- hlíf ein á borðinu að senda frá sér birtu, sökum ósýni- legra, gegnumþrengjandi geisla, sem síðar voru kennd- ir við Röntgen. Næstu vikurnar rannsakaði hann geisla þessa svo ýtarlega, að næstu hálfa öld höfðu vísinda- menn engu við niðurstöður hans að bæta. Skömmu eftir þetta lét hann lýsta ljósmyndaplötu liggja í öskju, en ofan á þeirri öskju stóð lyfjavog. Hlut- ir þessir stóðu í námunda við stað þann, þar sem hann hélt áfram athugunum sínum á hinum dularfullu geislum. Þegar ljósmyndaplatan var framkölluð, kom ekki aðeins fram hin „rétta“ mynd, heldur einnig um- mál lyf javogarinnar. Fyrsta röntgenmyndin hafði þann- ig orðið til fyrir „slysni." Franski málarinn Daguerre hefði varla hlotið heims- frægð, ef hann hefði ekki verið svo lánsamur í óláni sínu að skilja eftir tvær óframkallaðar ljósmynda- plötur í skáp einum, þar sem fyrir einskæra tilviljun var einnig opin skál með kvikasilfri. Er hann um síðir fór að framkalla myndaplötumar. komst hann að raun um, að það gekk margfalt fljótar en áður. Það tók hann að vísu dálítinn tíma að finna hið rétta efnasamband í kvikasilfurblöndunni — en eftir það stóð hann líka með pálmann í höndunum. í Niimberg vildi svo til, að glersmiður einn missti af tilviljun saltpéturssýru niður á gleraugu — og sá, að þau urðu mött. Hann dró nú fáeinar línur á annan glerflöt með femis og vætti á eftir með saltpéturssýru. Femisinn gufaði upp, en línurnar voru eftir á möttum fleti: Glerbrennslulistin var fundin upp. Gullgerðarmaðurinn Johann Friedrich Böttger státaði sig af því, að hann gæti búið til gull. August konungur hinn sterki lét því loka mannaumingjann inni i höll- inni hjá sér og fyrirskipaði honum að fylla ríkisfjár- hirzluna. Það tókst að sjálfsögðu ekki. En þegar hann, árið 1709, blandaði saman ýmsum leirtegundum til þess að brenna eldfast deig, rakst hann af tilviljun á sérkennilegt og þungt málmduft. í því var kaólín. Úr dufti þessu bjó Böttger til fyrsta postulínið, og nokkr- um ámm síðar stofnsetti hann hina þekktu verksmiðju i Meissen. Annar gullgerðarmaður, Brandt, eimdi mikið magn af þvagi — áríð 1669 — og fann að visu ekki „stein vizk' unnar" með því móti, heldur annað og vaxkennt efna, sem lýsti í myrkri, þ. e. a. s. fosfór. Árið 1620 brann lyfjaverzlun ein í París til kaldra kola. Eigandiim, Frangois Rousseau að nafni, fann í rústunum klump einn, sem var samrunninn af blend- ingi brennisteins og kvikasilfurs (cinnober), shellak og harpís, sem legið hafði í skúffu ásamt peningum. Er Rousseau fjarlægði myntina úr klumpinum, sá hann, að þær höfðu skilið eftir nákvæma mynd sína. Þetta gaf honum þá hugmynd að innsigla sendibréf með slíkn efnablöndu og þrýsta síðan ákveðnu stimpilmerki á blönduna, áður en hún þorpaði og harðnaði. Svíinn Alfreð Nobel reyndi lengi vel að finna upp að- ferð til að gera hið sprenginæma nitroglycerin hættu- lausara í meðförum við vinnu og sprengingar. Dag nokkurn, þegar kalt var í veðri um hávetur, missti harrn flösku með nitroglycerini úr loppnum höndunum- En engin sprenging átti sér stað — innihaldið rann ót yfir kisil-lag, sem var á gólfinu. Þegar Nobel hafð1 jafnað sig eftir augnabliks hræðsluna, sá hann, að tilviljunin hafði komið honum til hjálpar. Blandan nitroglycerin og kísilleir varð uppistaða dynamitsms> sem átti eftir að gera Nobel að margföldum milljóna- mæring. írski dýralæknirinn Dunlop var lengi búinn að f°r' mæla óþægilegum reiðhjólum þeirra tíma, sem voru út- búin loftlausum hringjum, harla slæmum á köntóttum götuhellum, sem þá voru algengastar. En stráklingur, sem lamdi gúmbolta í götusteinana hvað eftir anna > gaf honum hugmyndina að hinum loftfyllta hjólbarða, en án þeirrar uppfinningar hefði mannkyninu eklcl tekizt að tengja hinar mestu fjarlægðir jafn ágætlcga og raunin hefur orðið. Ef ensk kona, Jenny Hargeave að nafni, hefði ekin misst skyttuna úr vefstól sínum niður á gólfið, og skyttan hefði ekki tekið að hringsnúast þar eins °g skopparakringla, hefði fátæka vefaranum föður hennar ekki dottið í hug að koma spólunum fyrir lóðrétt; og vél hans — the spinning Jenny — hefði að líkindum verið fundin upp löngu seinna. . Fyrsta frotté-handklæðið var búið til i vél, sem ba 1 bilað. Framleiðandinn kastaði því, sem úr vélinni kom. í ruslakassann þekar í stað. En einn af verkamönnun um tók heim með sér bút af hinu „ónýta" efni og kom-5 brátt að raun um, að það hafði miklu meiri hæfile®1 til að sjúga í sig vætu en venjulega ofinn dúkur. Þegar árið 1430 er talað um þerripappír. En einhverra hluta vegna lenti hann aftur í glatkistunni og rar ekki uppgötvaður að nýju fyrr en tveim öldum sl®ar' Það átti sér stað í enskri pappírsverksmiðju, er vinnu manni einum láðist að setja lim í pappírskvoðuna- Pappírinn reyndist óseljanlegur, en annar starfsma uppgötvaði — af einskærri tilviljun — að hann gat ið í sig blek, og manninum græddist stórfé á uppf'1111 ingunni. Einnig á vorum dögum, þegar rannsóknir fara i jafn skipulagsbundið og raun er á, eiga sér stað uPP götvanir af beinni hendingu. Stór gúmverksmiðja ge og tilraunir með nýtt plastefni í grammófónsplötur uppgötvaði þess í stað nýja tegund af lími með óvenj 166 HEIMILISBLAP15

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.