Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 29

Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 29
sjálfur látið ykkur fá einhverja skildinga, en til þess þarf engar hnífstungur. Þegar bið getið nefnt eitthvert verkefni, sem okk- ur er samboðið, þá mun ég sýna ykkur, að ég er eftir sem áður Rinaldini." Málsvari flokksins hélt áfram: „Það er ekki okkar að dæma um það. Það nægir, að við verðum þá við hendina til þess að sýna, að við erum engir þöngulhausar. Við komumst ekki einu sinni héðan til þess að kaupa nýja strengi í gítarana okkar. Þeir eru strengjalausir og falskir. Enginn kem- nr til okkar, og við erum vanstilltir eins °g hljóðfærin. Fjandinn sjálfur! Eigum við nú þar að auki að hafa hinn fræga Rinaldini fyrir foringja til þess eins, að við getum falið okkur hér á milli klett- anna. Það getum við líka án þinnar for- ystu, og vínbelgir okkar væru þá ekki jafn- tómir og vasar okkar.“ Rinaldo sagði brosandi: „Jæja, náið ykk- Ur þá í vín í kjallara þess fyrsta og bezta klausturs, sem þið komizt til.“ „Hver getur barizt við þessa munka, sem jafnvel kasta bænabókum sínum í sjálfan skrattann?“ spurði Albonikorno. »»Eruð þið hræddir við það? Þið takið abótann höndum, og þá getið þið náð í vínið,“ sagði Rinaldo. »,Slíkt er ekki við okkar hæfi, Rinaldo! Láttu okkur fá betra starf.“ „Á morgun ætla ég að litast um í daln- Urtl- Ef til vill dettur mér þá eitthvað í kug. Ég kæri mig ekki um að láta tilvilj- un ráða ...“ Að morgni næsta dags kannaði Rinaldo óalinn og nálgaðist staðinn Fiskaldo, þar sem einmitt stóð yfir hátíð verndardýr- llngs staðarins. Þar var bæði dansað og sungið. Verzlanir voru opnar og uppfullar varningi. 1 sérstökum sölubúðum seldu ^unkar verndargripi, vígð bænabönd og smáhluti. Hinir fátæku Kalabríumenn Pynptust umhverfis þessa munka og eyddu Slnum fáu spariskildingum, sem fóru í hin- stóru pyngjur þessara guðrækilegu 0frainanna. Þótt birgðir þeirra væru mikl- Ur» þá virtust þær þó hrökkva skammt til uess að fullnægja þörfum fjöldans, sem íamhjá streymdi. »Þessir digru þrjótar skulu ekki taka ^EIMILISBLAÐIÐ þessa peninga heim með sér!“ sagði Rin- aldo við sjálfan sig. Hann sendi Lodovico til bækistöðvanna og lét hann skila til Albonikorno og nokk- urra annarra, hvað þeir ættu að gera til þess að klófesta hinar úttroðnu pyngjur munkanna. — Það varð og um kvöldið. Á afviknum stað einum var Maríumynd, þar sem Kalabríumenn, sem nú voru rúnir inn að skyrtunni, heiðruðu guðsmóður með því að flytja henni lofsöng. Rinaldo bland- aðist hópnum, klappaði fyrir hljóðfæra- leikurunum og gaf þeim peninga, því að „hin heilaga mær hefði opinberað honum, að hún vildi ekkert fá ókeypis, og hann skyldi borga fyrir hana.“ Hljómlistarmennirnir höfðu ekki vænzt neinna launa, en tóku við peningunum með þakklæti og fóru svo með þá að búð- orborðum prestanna. Þar hurfu peningarn- ir í hinar úttroðnu pyngjur og komust þannig aftur í hendur hins örláta gjafara. Nokkrar grímuklæddar konur, sem gengu um með nokkrum karlmönnum, drógu að sér athygli Rinaldos. Hann gekk nær þeim. Ein kvennanna virtist veita honum athygli. Hún einblíndi á hann og færðist nær honum, þangað til hún gat hvíslað til hans: „Velkominn, Mandochini greifi.“ Rinaldo hrökk við, en spurði undireins: „Hver er sú, sem talar?“ „Kunningi," var svarið. Því næst vék konan aftur til félaga sinna. Rinaldo stóð kyrr og fylgdi henni með augunum, þangað til hún hvarf í mann- þrönginni. Hann gekk afsíðis og hugaði að skamm- byssu sinni, en þá var slegið á öxl hans aftan frá. Hann snerist á hæli skelfingu lostinn og sá þá Eintio standa fyrir fram- an sig. „Ert þú hér?“ „Ég er hér og enn fremur nokkrir kunn- ingjar.“ „Grímuklædd kona kallaði mig rétt í þessu sama nafni og ég notaði í Neapel: Mandochini greifi.“ „Jæja, og þig grunar ekkert?“ spurði Eintio. „Hvað á ég að halda?“ „Sjáðu til. Þegar ég var í Cosensa komst 161

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.