Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.07.1961, Blaðsíða 24
CH. A. VULPIUS: RINALDO RINALDINI F ramhaldssa&a Rinaldo kom að læstu húsi hinnar fal- legu Olimpiu. Hann hélt upp eftir götunni og kom þá að Lorenzo-kirkjunni og gekk eins og eftir óljósu hugboði inn í kirkjuna. Sá fyrsti, sem hann kom auga á í kirkj- unni, var einmitt Olimpia. Hún hafði lok- ið bæn sinni og var að loka bók sinni. Hún stóð upp, stakk hendinni undir arm manns eins, sem rétti að henni skál með vígðu vatni, og fóru svo saman út úr kirkjunni. Rinaldo fór í humátt á eftir þeim og fór á eftir þeim inn í húsið. Á tröppunum rakst hann á þjónustustúlku Olimpiu, sem varð mjög skelfd. „Eigið þér líka heima hér?“ spurði Rin- aldo. Hann skauzt framhjá henni án þess að bíða eftir svari, lauk upp fyrstu dyr- unum, sem hann kom að, og gekk gegnum lítinn skála inn í herbergi, þar sem Olim- pia sat á sófa ásamt fylgdarmanni sín- um. Olimpia roðnaði sýnilega, þegar hún sá komumann. Félagi hennar leit undrandi ýmist á hana eða hinn djarfa, ókunna mann, og Rinaldo gerði sér nú fyrst ljósa grein fyrir því, hve óskynsamlega hann hefði farið að ráðum sínum. En nú var enginn tími til að vera með hugleiðingar um það, sem orðið var. Rin- aldo reyndi að ná hugarjafnvægi, hneigði sig þegjandi, leit hvössum augum á Olim- piu og félaga hennar og hneigði sig svo að nýju í kveðjuskyni. En hann var varla kominn að útgöngu- dyrunum þegar hann heyrði kallað: „Herra minn! Leyfist mér að tala við yður nokkur orð?“ Rinaldo sneri sér við og sagði kæruleys- islega: „Hvað var það?“ „Hvers eruð þér að leita hér?“ „Þess, sem ég hef fundið.“ „Segið það greinilegar. Hvers leitið þér hér? Ég krefst skýringar með þessu sverði.“ „Látið þá sverðið gefa yður skýring- una.“ „Ég bið yður, herra prins, „hrópaði Olimpia, „að leyfa mér að útskýra þetta. „Þessi maður ...“ sagði della Torre, prins. „Hann er kunningi höfuðsmannsins og vildi sennilega fá að tala við mig.“ Prinsinn leit reiðilega til hans. Hún varð föl, virtist missa jafnvægið og hneig nið- ur á sófann. Rinaldo spurði kæruleysislega. „Get ég farið eða á ég að vera kyrr?‘ „Gerið það, sem yður sýnist,“ svaraði prinsinn. Rinaldo settist á stól andspænis þeiiu- Allir þögðu. Þjónustustúlka Olimpiu gekk inn, varð furðu lostin og vissi ekki hvað hún átti að segja. Því næst snerist hún á hæli og hvarf á burt í skyndi. Nú stökk prinsinn á fætur, dró höfuð- fatið niður á andlitið og fór út úr herberg- inu án þess að segja eitt einasta orð. Olimpia mælti: „Hvað hefurðu gert? „Þú hefur farið á bak við mig, blekkj- mig, logið að mér, svikið mig. Ég vei meira en þú heldur. — Ég minni þig a þann atburð, þegar höfuðsmaðurinn korn að okkur. Ég minni þig á, hvað hann sagð1 við það tækifæri, og nú bið ég eins og hann, að þú afhendir mér hringinn, sem þú fékkst hjá mér.“ „Höfuðsmaðurinn kom að okkur við all^ aðrar kringumstæður en þú að okkur her- „Mér var ekkert umhugað um að finna þig í slíku ástandi. Til þess hefði ég aðeins þurft að bíða stutta stund fyrir utan. HEIMILISBLAÐl0 156

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.