Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 5
án þess aS vera þeirra verðug eða til þess hæf að njóta þeirra. Hann nefndi til dæm- is andlega og líkamlega heilbrigði og benti réttilega á það, að sú mikla og stundum óþarflega kvíðaþrungna umhyggjusemi, sem við Vesturlandabúar berum almennt fyrir heilsu okkar, væri nær því óþekkt hjá kynstofni hans. Þegar menn mæta þessum fagurlega vöxnu Balibúum, til dæmis á skógarstígunum með þunga byrði á höfðinu, og sjá þá líða framhjá með sínu létta og stælta göngulagi, þá hljóta menn að láta sér skiljast, að hreysti þessara manna, líkamsfegurð þeirra og sú mikla sálarró, sem þeir bera hvar vetna með sér, sé vissulega sprottin af hollum og heppilegum lífernisháttum og lífsviðhorf- um. Ég nefndi þær greinilegu andstæður milli okkar frá Vesturlöndum og Balibúa, sem fram kemur í mismunandi viðhorfum til þess, sem hjá okkur felst í hugtakinu velgengni. Ég sagði Pandji Tisna frá ein- um vina minna, sem er í fyllsta mæli þræll metnaðargirni sinnar. Alla sína ævi hef- ur hann kvalizt miskunnarlaust af von- brigðum og gremju vegna þess, að hann sé ævinlega settur hjá og fram hjá hon- um gengið, þegar tækifæri gefast til að veita honum aukinn frama, sem honum hafi þó ævinlega borið samkvæmt verð- leikum, fremur en hinum, sem hefðu hlot- ið hann. Að lokum fékk hann stórhættu- legt magasár. Pandji Tisna sagði: „Það, sem þið kallið velgengni og viður- kenningu, er hjá okkur Balibúum sama sem blómakrans — gjöf, sem menn fá, þegar menn leggja fram alla sína orku af lífi og sál til að leysa eitthvert viðfangsefni svo vel af hendi, að ekki sé hægt að hugsa sér það betur gert. — Á morgun skal ég sýna yður, hvað ég á við.“ Daginn eftir fórum við þangað, sem listiðnaðarmennirnir hafa stöðvar sínar °S gengum fram og aftur milli búðanna, t>ar sem munum þeirra er raðað upp til sýnis og sölu. Var þar margt að sjá eigu- legt, prýðilega gert og fagurt, þæði úr silfri, dýrum steinum og úrvals trjáviði. Ég nam staðar hjá tréskurðarmanni ein- um, sem sagður var einn sá bezti í þeirri grein. Að þessu sinni var hann að skera út litla mannsmynd. „Bjóðið í þetta eins og það er nú,“ hvísl- aði Pandji Tisna. Ég gerði það, spurði tréskurðarmanninn, hvort ég gæti ekki fengið mannslíkanið keypt nú þegar til þess að geta haft það með mér, enda var gripurinn að sjá sama sem fullgerður. Hann leit á mig með vanþóknunarsvip. „Nei,“ svaraði hann afdráttarlaust, „það er hvergi nærri tilbúið. Eftir nokkra daga getur skeð.“ Þegar við gengum brott, sagði Pandji Tisna: „Þarna getið þér séð! Ekki sækist þessi maður eftir ábatasömum viðskiptum fyrst og fremst vegna gróðans af þeim út af fyr- ir sig. Fyrir hann skiptir mestu að leysa handverk sitt sem allra bezt af hendi. f hans augum er ábatinn af að selja það, sem hann gerir, aðeins smáræði í saman- burði við heiðurinn, sem honum finnst að því, að vera svo fær í sinni grein, að ekki verði um það bætt, sem hann leggur hendur að.“ Eitt meðal annars, sem raunar felur margt í sér, er við hljótum því sem næst fyrirhafnarlaust, eru öll þau lífsgæði, sem það mikilsvirta og misnotaða orð menning er látið tákna. Menning Baliþúa er óað- skiljanlegur hluti af þeirra hversdags- lega lífi, en ekki neinn yfirborðs gljái. Það andlega andrúmsloft, sem þeir lifa og hrær- ast í, samræmist eins vel og hugsast get- ur hljómlist þeirra og dansi og unaðsríkri lífsnautn. „Við erum allra sízt að streitast við að fella menningu okkar í sérstakt mót, heldur þvert á móti látum við hana setja mót sitt á okkur,“ sagði Pandji Tisna. „Og má ekki líka segja það sama um alla sanna menningu ?“ Mér kom til hugar einn góður kunningi minn, sem vildi gjarna, þegar svo bar und- ir, segja frá því, hvernig sígild, æðri tón- list hefði náð tökum á honum. Langt fram eftir ævinni var hún eins og lokað land fyrir honum. Hann leit svo á, að til þess að geta notið hennar yrðu menn að vera sérstökum gáfum gæddir, sem hann hefði algerlega farið á mis við. Þó gat hann hlustað á létta söngleiki og því um líkt án þess að láta sér leiðast, en lengra náðu heimilisblaðið 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.