Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 20
konung. Hann tók vel á móti þeim, en lagði þó fast að þeim þegar í byrjun að taka hinn nýja átrúnað, sem hann boðaði í Noregi; bað þessa tvo Þórða að láta skír- ast og hét þeim vináttu sinni að launum, ef þeir gerðust kristnir. Þórðarnir geng- ust undir það þegar. — Að því kom, að þeir tóku að ræða, hvað skeð hafði í land- inu, og nefndu Sognverjar þá hina sér- kennilegu sýn, er þeir höfðu orðið vottar að hjá Selju. Réttu þeir síðan fram haus- kúpu þá, er þeir höfðu fundið í flæðar- málinu. Strax er konungur og Sigurður biskup litu hauskúpuna, þóttust þeir vita, að þar myndi vera um helgan dóm einhvers dýr- lings að ræða. Af mikilli orðgnótt ræddi konungur nú við hina nýju vini sína um sælu þá, er guð láti trúuðum og snauðum þjónum sínum í té að launum fyrir smá- vægilega armæðu í jarðlífinu. Og eftir að þeir Þórðar höfðu báðir tekið skírn og hlotið tilvísun í kristnum fræðum, að svo miklu leyti sem tími vannst til, sendi Ólaf- ur konungur þá aftur suður á bóginn og leysti þá út með ríkmannlegum gjöfum og vinmælum. Höfuðkúpunni hélt hann eftir í sínum vörzlum. Skömmu síðar hélt konungurinn hið fræga fjögurrafylkjaþing á Dragseiði. Er hann hafði með harðfylgi komið því til leiðar, að allur þingheimur lét skírast, tók hann að spyrja bændur frá Stattlandi um hinn dularfulla viðburð í Selju. — Meðal annars kvaðst bóndi einn hafa ver- ið í leit að hesti nótt eina um haustið. Hestinn fann hann undir bröttu hömrun- um á Selju. Nótt þessa sá hann bjartan Ijósbjarma, er virtist koma utan úr geimn- um og lýsa gegnum skýin. Síðan fór konungur sjálfur yfir til eyj- arinnar. Fylgdarlið hans hefur að mestu verið skipað nýskírðum trúskiptingum, mönnum sem höfðu nauðugir tekið trú, sumir þó af vilja til að kynnast betur hinni nýju lífsskoðun, sem hún flutti. Óefað hafa þeir verið fullir eftirvænting- ar, þann dag, sem þeir fóru út í eyna. Á vesturströndinni sáu þeir, að nýlega hafði fallið skriða úr hömrunum. Konungurinn og fylgdarlið hans gekk þangað, sem skriðan hafði fallið, og rót- uðu í urðinni í leit að einhverju. Hvar- vetna fundu þeir mannabein — og lagði sérkennilegan, næstum þægilegan, daun af þeim. Loks komu þeir til staðar eins, þar sem geysistór hellir hafði að mestu fallið saman. Þeir gengu inn í munnann — og innst þar inni fundu þeir lík heilagrar Sunnevu, með öllu óskaddað. Þar lá hún sem hún svæfi. Öllum mun okkur kunnugt, að æfintýri hafa lifað á vörum manna í Noregi um langan aldur. Við þekkjum hinar alkunnu sögur um vondu stjúpurnar, og um kóngs- dæturnar, sem verið hafa bergnumdar og setið í hellum og fjöllum, bíðandi eftir því, að hetjan kæmi að frelsa þær. Helgi- sögnin hefur gert Ólaf Tryggvason að æfintýraprinsinum í slíkum leik — þar sem hann fer inn í hellinn til hinnar sof- andi jómfrúr. En hún er ekki hans. Herra og konungur yfir sjálfum Ólafi hefur þeg- ar verið hér, frelsað brúði sína og krýnt hana kórónu eilífs lífs. Sagt er, að eftir þetta hafi Ólafur Tryggvason látið reisa kirkju á berginu fyrir framan Sunnevuhelli. Til þess að kirkja gæti fengið nóg rými á þessum stað, varð að hlaða upp í hjallann. Síðan var hún reist. Hún var frekar lítil, en fögur, og vel frá henni gengið, eins og sjá má á rústunum. Einnig hellirinn var gerður að kapellu. Mannvirki þetta var eitthvert hið mesta, sem þekkzt hafði í Noregi á þess- um tíma. Bein Selju-búa voru lögð í skrín, og sér- stök kista var smíðuð um lík heilagrar Sunnevu. Fyrst stóð hún í kirkjunni uppi á f jallinu. En þegar Noregi var fyrst skipt niður í biskupsdæmi, var biskupssetri Gulaþingslaga valinn staður á Selju, á sléttlendi nærri sjónum, og þar var bisk- upskirkjan einnig reist. — Árið 1170 var biskupsstólinn síðan fluttur til Bergen og skrín Sunnevu þá flutt þangað. Nú eru skógarleifarnar á Selju að engu orðnar fyrir löngu, og þar eru ekki önn- ur hús en smábýli á norðurströndinni. Frá bátanaustum liggur eins konar stíg- ur vestur með ströndinni, yfir mýrar og fen. Hann liggur framhjá Helgramanna- vík og að klausturústunum. Turn Alban- kirkjunnar stendur en í fullri hæð. Ljós 240 heimilisblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.