Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 13
Þessar hugsanir þutu um huga minn á augabragði: Ættum við að stökkva á bak hestunum, skilja burðarklárinn eftir handa úlfunum og reyna svo að komast fram- hjá villidýrunum til kósakkaþorpsins ? Eða gætum við í raun og veru varið okkur með löngu hnífunum okkar? (Okkur var ekki leyft að bera skotvopn.) Fimm á móti tveimur! Það mundi verða bardagi uppi á líf og dauða! Við stóðum þarna hreyfingarlausir, hvorir andspænis öðrum. Úlfarnir voru eins og fimm djöflar, sem góndu á okkur. Hvorki fyrr né síðar hef ég rekizt á úlfa, sem virtu andstæðinga sína fyrir sér jafn- lymskulega og þessir. Ginið á þeim var op- ið og tungan blóðrauð lafði út og hvít ský lagði út úr vitunum. Mér finnst sem þessi andartök, er við stóðum þarna hvorir and- spænis öðrum, hafa verið sem heil eilífð. Þá alveg að óvörum sneru villidýrin við og hurfu á milli birkitrjánna. Hvað átti þetta að þýða? Ég leit til fylgdarmanns míns, sem enn einblíndi inn í skóginn. Með kvíðafullri eftirvæntingu leit ég aft- ur til þess staðar, þar sem villidýrin höfðu horfið, og ég var alveg viss um, að þau myndu ryðjast þar öskrandi fram. En samt var nú allt hljótt! Við skildum ekkert í þessu og stukkum að lokum á bak hestunum og flýttum okkur á burt eins fljótt og burðarklárinn frekast leyfði. Við höfðum ekki farið langt, er við í ljósaskiptunum sáum eitthvað dökkt á veg- inum framundan. Hestar okkar urðu óró- legir og vildu víkja af leið. Þegar við kom- um nær, sáum við sleða, sem lá úti í skurði. Sleðameiðarnir vissu upp. Snjór- inn umhverfis var allur blóði drifinn og tvö hesthræ lágu sundurtætt við vegbrún- ina. Við heyrðum kvein undan sleðanum og reistum hann við. Undir honum var kona, lítið barn og aldraður maður. Úlf- arnir höfðu elt hestana uppi. Hinir ofsa- hræddu hestar höfðu hvolft sleðanum og voru rifnir sundur, þar sem þeir lágu hjálparvana á jörðinni. Farþegarnir á sleðanum urðu undir honum og björguðust þannig undan villi- dýrunum. Við spenntum hesta okkar fyrir sleð- an og fluttum þetta fólk, sem var hálf- ringlað orðið, heilt á húfi til Útschar. Ef úlfarnir hefðu ekki verið svona saddir, þá hefði getað farið illa fyrir okk- ur í litla birkiskóginum. H.E. Detmann. Melina Mercouri, gríska kvik- myndaleikkonan, lék hina góð- hjörtuðu stúlku í kvikmynd- inni „Ekki á sunnudögum“. Af laginu, sem hún syngur í myndinni, með hásu röddinni sinni, hafa nú verið seldar 10 milljón grammófónplötur. Gunnar Nordahl, þekktasti knattspyrnumaður Svía, er nú knattspyrnuþjálfari lieima í Svíþjóð, eftir 10 ára þjálfara- starf á ítaliu. HEIMILISBLAÐIÐ 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.