Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 47

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 47
En hér er ekki hugsað til að gera krafta- verk: það er ekki ætlazt til'að árangurinn komi allt í einu. En því er treyst, að hann komi með tímanum. Því er treyst, að Guð blessi góðan vilja. S.: Jæja. Ég skal kaupa blaðið og standa í skilum. Ég skal reyna að lifa mig inn í anda þess og leitast við að láta efni þess hafa sem bezt áhrif á mig. Svo lít ég til baka á vissum tímum til að bera saman þroskastigið, sem ég var á og þroskastigið sem ég verð á. „Dropinn holar steininn". Einn af hinum upphaflegu stuðnings- mönnum blaðsins, sem hefur ritað í það bæði í bundnu og óbundnu máli, sendir því nú afmæliskveðju, sem er kærkomin. Ég þakka Einari Sigurfinnssyni fyrir afmælis- kveðjuna og alla aðstoð frá fyrstu tíð. Afmæliskveðja og minningarorð. Fimmtíu ár eru liðin síðan Heimilisblað- ið hóf göngu sína. Þá átti stofnandi þess, Jón Helgason prentari, heima á Eyrar- bakka, þar sem hann rak prentsmiðju sína upphaflega. Hann var mér þá alveg ókunn- ur, en samt bárust mér nokkur eintök af fyrsta blaðinu, og ég ákvað að greiða eitt- hvað ofurlítið götu þess. Blaðið var lítið og kostaði 75 aura ár- gangurinn. — 75 aurar, það sýnist lítið fé núna, en 1912 urðu menn að vinna að minnsta kosti 2—3 klukkustundir til þess að fá þá peninga. Þá var krónan okkar líka jöfn að verðgildi þeim dönsku, norsku og sænsku. — Og Heimilisblaðið hlaut fljótt vinsældir, þó að lítið væri, enda hafði það jafnan eitthvað gott að færa lesendum sín- um. Breytingar urðu margar. Útgefand- inn fluttist til Reykjavíkur og þar hefur blaðið verið gefið út síðan haustið 1913. Það stækkað og lesmál þess óx að sama skapi, og ýmis konar breytingar hafa orð- ið á útliti þess, en stefnan, sem því var upp- haflega mörkuð, hefur samt alltaf haldizt óbreytt. Það hefur alltaf flutt fjölbreytt efni í bundnu og lausu máli, sögur bæði stuttar og langar, og margs konar fróðleik hefur þar verið að finna. Auðvitað hefur verð þess hækkað með sílækkandi verðgildi peninganna og stækkun blaðsins. Þessir 50 árgangar Heimilisblaðsins eru mikið safn og merkilegt. Meginhluti þess ber allskýra mynd stofnanda þess, sem lengst af þessi 50 ár var líka ritstjórinn, enda þótt margir hafi þar lagt orð í belg, og synir hans ráðið miklu um útgáfu þess og efni síðustu árin. Og nú hefur Sigurður Jónsson, sonur hans, allan veg og vanda af blaðinu, eins og verið hefur nokkur næst- liðin ár. Væri þá vel, ef honum mætti auðn- ast að halda þannig áfram verki síns ágæta föður, að hvika ekki frá stefnu hans og heilbrigðu lífsskoðunum. Vegna afskipta minna af Heimilisblað- inu og lítilsháttar fyrirgreiðslu hófst kunn- ingsskapur milli mín og útgefanda þess, fyrst með bréfum, sem milli okkar fóru og síðar við nánari og persónulegri kynni. Þá varð þessi kunningsskapur fljótlega að vin- áttu, sem varð því traustari og nánari sem lengra leið á ævina og hélzt, þar til þessi aldni og elskulegi drengur kvaddi þennan heim þann 18. janúar 1961. Á þessu merkisafmæli Heimilisblaðsins hlýt ég að minnast stofnanda þess og út- gefanda lengst af ævi þess. Ég finn mig knúðan til að láta í ljós, hve ég sakna hans, þessa trygga og einlæga vinar míns, en samfagna honum þó af heilum huga vegna lausnarinnar, því ég vissi vel, að hann var orðinn þreyttur og mæddur og þráði heim- fararleyfið. Jón Helgason var einlægur, kristinn mað- ur, félagslyndur og öruggur liðsmaður þeirra mála, sem hann léði fylgi sitt. Hann var um langan aldur virkur félagi í K. F. U. M. og taldi ekki eftir stundirnar, sem hann fórnaði í þarfir þess góða félags. Hann gaf lengi út Ljósberann, það ágæta og sannkristilega barnablað. Hann var og einlægur félagi í Góðtemplarareglunni og heill og starfsfús þar sem annars staðar, og hvikaði aldrei frá hinni þreföldu skuld- bindingu unglingareglunnar. Guð gefi ættjörð vorri mann í stað Jóns Helgasonar — og fleiri slíka. Blessuð veri minning hans. — Og góðs gengis óska ég óskabarni hans, Heimilisblaðinu, á kom- andi árum. Einar Sigurfinnsson. heimilisblaðið 267
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.