Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 45

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Blaðsíða 45
setumannsins. Þú átt að hvíla í örmum mínum, þegar önn dagsins er að baki. Ég mun endurnæra þig, eins og hver önnur góð húsmóðir, á mat og drykk og ekki skal skorta á hina kyrrlátu gleði í kofan- um. Komdu, við skulum fara í fríríki hamingjunnar. Ekki skal ég kvarta vegna erfiðleikanna. Kærleikurinn til þín umber allt.“ „Þetta eru draumórar í þér.“ „Ég verð hjá þér, Rinaldo." Hann þrýsti henni að sér. Það komst allt í röð og reglu í tjaldinu, þegar háværar samræður heyrðust fyrir utan. Luigino hafði sína lifnaðarhætti. Hann lét bera allt fram, sem eldhúsið og vín- kjallarinn hafði upp á að bjóða. Þjónustu- Í*AÐ, SKM tG HAFÐI SAFNAÐ TIL JÓLANNA Ég og bekkjarsystir mín, sem sátum saman í skólanum og vorum orðnar stálp- aðar stúlkur, höfðum fyrir sið — til að „drepa tímann“ — að krota og rispa í skólaborðið með vasahnífum. Þegar frá leið, var borðið ekki sem bezt útlítandi, og einn góðan veðurdag er eftirlitsmaðurinn kom auga á þetta, vorum við kallaðar fyr- ir skólastjórann á skrifstofu hans. Við- gerð borðsins kostaði 12 krónur, og okk- ur var sagt, að hvor um sig yrðum við að fara með reikning heim til okkar — upp á 6 krónur. Liðið var nærri jólum, þegar þetta var. Ég hafði lagt til hliðar 7 krónur og 25 aura til jólainnkaupa, og þar sem foreldrar mín- ir voru langt frá því að vera ríkir, spurði ég skólastjórann, hvort ég mætti ekki sjálf borga minn hluta af kostnaðinum og losna þannig við að fara með bréfið heim. Þetta féllst hann á. En þar sem jólin voru að nálgast og ég átti enga peninga eftir, til uð kaupa gjafir, þótti mér þetta leitt. Síðasta kennsludaginn fyrir jól sátum við stærri stelpurnar saman og röbbuðum um daginn og veginn áður en kennslukon- an kom. Þá var það sem einhver okkar lét bau orð falla, að skólastjórinn væri ágætis fólkið truflaði ekki máltíðina. Þar voru engin vitni, en tilfinningarnar voru alls- ráðandi. Þá hljóp tappi úr kampavínsflösku með háum hvelli og lenti beint á enni hinnar yndislegu stúlku. Það var hlegið og flask- an tæmd. „Menn komast ekki hjá því, að beizkt og sætt fylgist að. En það gerir unað lífsins aðeins þægilegri og meira ginnandi, já, meira að segja eftirsóknarverðari,“ sagði Olimpia. Luigino var gustmikill, þegar hann gekk inn í tjaldið og sagði: „Menn mínir hafa fundið förukonu, sem Lodovico þekkir.“ „Það er Rósa, hrópaði Rinaldo, stökk á fætur og þaut út úr tjaldinu og flaug bein- línis upp um hálsinn á Rósu. Frh. maður. — Við þessi orð rann mér svo í skap, að ég sagði með grátstafinn í kverk- unum, að það væri hann alls ekki, — hann væri þvert á móti níðangurslegur. I sömu andrá var dyrunum hrundið upp og stúlka gerði boð fyrir mig og sagði, að skólastjóra langaði til að hafa tal af mér. Samvizkubitið gerði óðara vart við sig; ég roðnaði og fékk hjartslátt, og hugs- aði sem svo: Getur hugsazt, að hann hafi heyrt til mín. En óðara varð mér ljóst, að það gat ekki hafa verið. Ég reyndi því að vera sem rólegust, er ég gekk inn í skrif- stofuna til hans. Þegar ég kom þangað, mælti hann: „Ég vil gjarnan skipta þessari útgjaldaupphæð niður á okkur bæði. Mér finnst það hafa verið svo fallegt af þér að vilja borga þetta úr eigin vasa, — en hins vegar vil ég ekki að þú sleppir algjörlega, og þess vegna legg ég til, að við skiptum jafnt skaðan- um.“ Og að svo mæltu rétti hann mér þrjár krónur yfir borðið. Þarna stóð ég orðlaus. Og þegar hann bætti við: „Svo óska ég þér gleðilegra jóla, stúlka mín,“ þá hét ég því með sjálfri mér, að ég skyldi aldrei tala illa um nokkra manneskju á bak. Það var reyndar erfitt loforð, en upp frá því hefur mér hvað eftir annað kom- ið skólastjórinn til hugar, þegar ég hef verið komin á fremstu nöf með að baktala einhvern — og ég hef stillt mig. V. J. HEIMILISBLAÐIÐ 265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.