Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1961, Side 14

Heimilisblaðið - 01.12.1961, Side 14
LIN YUTANG: Þannig varð ég kristinn að nýju Árið 1937 kom út bók, sem nefndist Jarðnesk hamingja. Hún vakti svo mikla athygli, að höfundurinn, kínverskur menntamaður og heimspekingur, Lin Yutang að nafni, var orðinn heimsfrœgur óðar en varði. Einn kaflinn í henni hefur að fyrirsögn: Hvers vegna ég er heið- ingi. Það vakti því mikla athygli, þegar það spurðist, að hann hefði aftur tekið kristna trú, en við þau trúarbrögð hafði hann alizt upp. í ritgerð þeirri, sem hér fer á eftir, gerir höfundurinn grein fyrir orðsökunum að þessari hugarfarsbreytingu, og er hana að finna í síðustu bók hans, Heiðingi gerist kristinn, sem út kom árið 1958. Margir hafa spurt mig að því hvers vegna ég hefði snúið aftur til kristinnar trúar eftir margra ára heiðindóm. Svarið við því er ekki eins einfalt og blátt áfram og margur heldur ef til vill. Svo sem kunn- ugt er, eru trúarskoðanir manna mjög ein- staklingsbundið málefni, eigi að síður er ég sannfærður um, að flestir hafa komizt að raun um það sama og ég og vita því, hve örðugt það er og miklum vanda bund- ið að tileinka sér lífsskoðun, sem leyst get- ur úr hinum mörgu vandamálum tilver- unnar. En þar sem við mennirnir erum hugsandi og skynigæddar lífverur, getum við ekki orðið ánægðir með lífið, fyrr en slík undirstaða er fundinn. Þar með finn- um við tilgang með lífi okkar, en ekki að öðrum kosti. I 30 ár, eða vel það, voru huglæg vísindi mín einu trúarbrögð. — Trúin á það, að mennirnir gætu verið sjálfum sér nógir, en raunverulegum trúarbrögðum væri of- aukið. Þeirra eigin skynsemi og vísindin ættu að vera þeirra leiðarstjörnur. Meiri og vaxandi þekking ætti því að skapa batnandi heim. En eftir að hafa séð, hvern- ig efnishyggjan hefur grafið um sig á þessari okkar 20. öld og hertekið hugi manna, og eftir að hafa verið vitni að ill- ræðisverkum guðlausra ríkisstjórna, hef- ur sú trú orðið að engu. 1 stað þess hef ég sannfærzt um það, að þrátt fyrir meiri þekkingu og næga skynsemi hjá okkur mönnunum hefur heimurinn alls ekki batnað, heldur þvert á móti hefur mann- kynið leiðzt lengra og lengra í ófarnaðar- átt. Ég held því, að svo framarlega sem það á að eiga sér einhverja framtíð hér á jörðu, verði það að brjótast úr viðjum efnishyggjunnar, gerast óháð hennar ófrjóu öflum og andlega frjálst. Til þess að svo geti orðið virðist eina leiðin, að mennirnir finni ráð, sem geri þeim kleyft að öðlast trú á öfl þau, sem ekki eru af þessum heimi og þeim miklu meiri. Þess vegna hef ég aftur hneigzt að kristinni trú og leitað mér trausts og fulltingis í hinum máttuga og fagra boðskap hennar. Ef til vill er þörf á fáeinum orðum um sjálfan mig og umhverfið, sem ég hef lifað í, eða ævisviðið, sem leið mín hefur legið um, til skýringar á því, sem gerzt hefur og hvar ég er nú staddur. --------Ég er þriðja kynslóð kristinn- ar kínverskrar fjölskyldu. Faðir minn var prestur í sveitaþorpi einu í afskekktum dal, sem Poa-a heitir, inni í fjalllendinu um það bil 100 km upp frá suðaustur- strönd landsins. Þar átti ég yndisleg bernskuár í heimi dásamlegrar fegurðar, þar sem himinninn sýndist hvíla á skörð- óttum fjallatindunum, gráblá og gegnsæ sólsetursmóðan hjúpaði búfjárhagana, þegar kvölda tók, og hlæjandi lækjaniður- inn ómaði í kyrrðinni. Þar mátti finna, að guð var nálægur. Þar var eins og mátt- ur hans og tign væri allt í öllu. Ég get um þetta hér sökum þess, að endurminningar mínar frá þessum tíma hafa þau áhrif á trúarlíf mitt nú, sem úr- 234 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.