Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Qupperneq 4

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Qupperneq 4
urmull af eiturslöngum, en á Madagaskar fyrirfinnst engin. Og hin stórfenglegu villi- dýr Afríku — ljón, hlébarðar, gazellur og fílar — hafa aldrei sézt á Madagaskar. Hvers vegna? Til þessa dags hefur ekkert svar fengizt við þeirri spurn. Enn ein gátan er fólkið sjálft á eynni. Enginn vafi leikur á því, hvaðan það kom. Það er upprunnið frá Kyrrahafssvæðinu og flutti þaðan með sér framandi menn- ingu — um það vitna útkeipingar þess, tungumálið, hrísgrjónaræktin og þjóðsög- ur þess. Spurningin er því sú, hvenær og hvernig þetta fólk hefur flutzt þangað. Má vera, að fyrstu landnemarnir hafi komið þangað skömmu eftir Kristsburð. Ýmsir hafa sennilega borizt þangað fyrir vindum og straumum á eins konar Kon-Tiki-flekum frá upprunalegum átthögum sínum — en það er reyndar 8000 kílómetra vegalengd á opnu hafi. Sennilegast er þó, að flestir hafi flutzt með hægð gegnum strandlönd- in að austan — um Indland, Arabíu, Aust- ur-Afríku, og hafa um leið féngið drjúgan skammt af afrísku blóði í æðarnar. Þeir hafa tekið sér þræla og eiginkonur meðal innfæddra í Afríku og orðið fyrir áhrifum af siðum þeirra og venjum. Portúgalskur sjófarandi, sem lenti af leið, var fyrsti Evrópumaðurinn sem upp- götvaði „Eyjuna stóru“. En það var ekki fyrr en 1777, að Evrópumaður brauzt alla leið upp í hið leyndardómsfulla hálendi inn á eynni og sneri heim aftur með frá- sögur af sérkennilegum þjóðflokki, merin- anunum, sem hann hafði komizt í kynni við. Merinar höfðu komizt til eyjarinnar í hópi síðustu malajisk-indónesisku innflytj- endanna, og einhverra hluta vegna höfðu þeir forsmáð hina þægilegu og gróðurríku strandlengju og flutzt upp til fjalla. Þar efra, í hinu heilnæma loftslagi, höfðu þeir myndað lítið, en athafnasamt þjóðfélag, sem ætlaði sér að leggja undir sig alla eyna. Hinir stóru sigrar þeirra hófust und- ir forustu Napóleons þeirra Madagaskars- búa, Andrianampoinimerina kóngs — sem líka var kallaður Nampoina til hægðar- auka — og héldu síðan áfram á dögum hins athafnaríka sonar hans, Radama hins fyrsta. Radama réði til sín ráðgjafa þrjá, harla óvenjulega, sem hann hækkaði í tign og nefndi liðþjálfa og loks hershöfðingja. Þessir menn voru: franskur liðhlaupi, kyn- blendingur frá Jamaica og skozkur maður, og kunni enginn þeirra þremenninga að lesa eða skrifa. En þeir fluttu til landsins hesta, nýtízkuleg skotvopn og jafnvel fall- byssur, og komu upp baráttufærum 15.000 manna her, sem undir forustu Radama og næstu eftirmanna hans lauk við að leggja undir sig mestalla eyna. Radama tók fyrir útflutning þræla frá eynni, en flutti inn mótmælendatrúboða frá Englandi. Hann hvatti þá til að reisa skóla- hús og gerðist sjálfur áfjáður Biblíu-lestr- armaður. Einkum var hann hrifinn af frá- sögunni um krossfestingu Jesú — að vísu af þeirri ástæðu, sem olli, að trúboðunum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Honum fannst krossfestingin einkar snjöll uppfinning og gaf út þau fyrirmæli, að eftirleiðis skyldu afbrotamenn á Mada- gaskar krossfestir. Af ráðgjöfum sínum hafði Radama lært bæði ensku og frönsku, og hann var fljótur að komast að raun um, að stafsetningin í báðum þessum tungumálum var öldungis ótæk. Þar var fjöldi dauðra bókstafa, og sama bókstafinn var hægt að bera fram gjörólíkt eftir því í hvaða orði hann stóð. Hann mælti því svo fyrir, að hin malagass- iska tunga skyldi framvegis skrifast með latínuletri, en samhljóðar berast fram sam- kvæmt ensku og sérhljóðarnir samkvæmt frönsku; höfuðregla var, að hver bókstaf- ur væri undir öllum kringumstæðum bor- inn eins fram. Afleiðingin er sú, að mala- gassisku er einkar auðvelt bæði að læra og skilja. Þetta er ómþýtt mál með fagurri hrynjandi og er oft kallað „ítalska suður- hvelsins". Það er ríkt af hverskyns skáld- legum tilbrigðum. Til dæmis er algengt, að sólin sé nefnd „dagsauga", og býfluga nefn- ist „hunangsmóðir“. Radama lézt árið 1828, aðeins 35 ára gamall, útslitinn eftir styrjaldir, drykkju- slark og kvennafar. Hann var grafinn ásamt 12 beztu stríðsfákum sínum og 80 einkennisklæðum, sem saumuð höfðu verið á hann í sjálfri Lundúnarborg. Við jarðar- 48 HEIMILISB LA ÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.