Heimilisblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 10
Hún játaði það með því að drúpa höfði.
Aftur varð þögn. — Vonbrigði Monsieurs
Lefresnays voru stór. Það var þá engin
ókunnug stúlka lengur, sem elskaði hann;
engin, sem kynti undir glæðum hans karl-
mannlega stolts, — því að Monsieur Le-
fresnay fannst það ekkert til að vera hreyk-
inn af, að vera elskaður heitt af eiginkon-
unni. Það gat ekki komið honum til að
halda, að hann væri ómótstæðilegur. Hún
var konan hans, og það var skylda hennar
að elska hann. — Henni þótti þá vænna
um hann en hann hafði haldið, og það snart
hann mjög; en hann var henni samt mjög
gramur og sagði hranalega:
„Jæja, svo það ert þú, sem hefur skrifað
bréfin. En má ég spyrja, — hvaða heiðar-
leg kona skrifar manninum sínum þvílík
bréf? Hvers vegna tókstu upp á þessu, og
hvaðan hefurðu fengið öll þessi ástarorð
og setningar?“
„Úr skáldsögum, sem ég hef lesið,“ svar-
aði hún, örvæntingarfull yfir því að hafa
verið staðin að verki, og vegna þess hversu
reiður hann var.
„Skáldsögum, sem þú hefur lesið?“
„Já, ég tók setningar héðan og þaðan og
raðaði þeim saman . . . mér leiddist svo .. .
mér þótti gaman að þessu ... Þú ert þó
ekki reiður við mig, Edmond?“
Hann komst við. Honum hafði aldrei
komið til hugar, að konunni hans þætti
svona vænt um hann.
Hún hélt áfram:
„Þegar ég var búin að skrifa fyrsta bréf-
ið, þótti mér það svo gott, að mig langaði
til að senda það, og ég gat ekki sent það
neitt annað en til þín. . . Ég setti nafnið
Edmond inn í fyrst þá. . . Og ég hafði
gaman af að sjá, hvað þú tókst þetta al-
varlega; að þú fórst eftir því sem ég ósk-
aði. Ég hló í hjarta mínu, þegar þú settir
upp ný og ný bindi eða fórst á einhvern
tilteiknn stað og beiðst, eins og ég hafði
beðið þig um .. . og þegar mig langaði til
að fara í leikhús, þurfti ég ekki annað en
skrifa þér það. Hinsvegar ef ég hefði beð-
ið þig um það hér heima, er nokkurn veg-
inn víst, að ég hefði fengið neitun ... en
nú geturðu séð, að ég skrifaði þessi bréf
Cóulióð
Velkomin heim!
Sunnan frá sólríkum löndum
Snælands að hrjóstrugum ströndum.
Velkomin heim!
Velkomin heim!
Svanir með söngróminn blíða
syngja þér kveðjuna þýða:
Velkomin heim!
Velkomin heim!
Þröstur á greinunum grænum,
gelur þér vorljóð með blænum:
Velkomin heim!
Velkomin heim!
Kveðja frá kjóa og spóa
kveður úr móa og flóa:
Velkomin heim!
SPÓI.
ekki í neinni alvöru. Þetta var bara grín.“
Monsieur Lefresnay stóð þögull og graf-
kyrr. Síðustu orðin höfðu komið við hann
líkt og kjaftshögg. Stolt hans hafði verið
sært. Hann var í raun og sannleika enginn
Don Juan. Ekki einu sinni í augum henn-
ar...
54
HEIMILISBLAÐIÐ