Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Side 11

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Side 11
KARTAFLAN I --------- Solanum Tuberosum er hið fræðilega heiti kartöfluplöntunnar, en kartaflan sjálf er stöngulhýði hennar, sem hafa þessa hnöttóttu lögun vegna þess, að þau eru þrútin af næringarforða til uppeldis næstu kynslóð jurtarinnar. Efnin í honum eru hka meðal aðalefnanna í daglegri fæðu okkar mannanna. Við leggjum því stund á ræktun kartöflunnar til þess að afla þess- ara næringarefna, sem rótarhnýði hennar hafa inni að halda. Allir aðrir hlutar plönt- unnar eru meira eða minna eitraðir og sama er að segja um margar fleiri jurtir, sem eru skyldar henni. Eru sumar þeirra notaðar til lækninga, til dæmis belladonna °g fleiri, aðrar sem nautnameðul. Þekkt- ust af þeim síðar nefndu er að líkindum tóbaksplantan. Eitrið í blöðum hennar, nikotinið, er mjög sterkt, svo sem kunnugt er. Að vísu er kartaflan ekki eingöngu rækt- uð til að hafa hana til matar. Menn nota hana líka mikið til fóðurs fyrir húsdýr og sömuleiðis til iðnaðar. Þar á meðal er unn- lnn úr henni vínandi og mörg önnur efni. II Kartöfluplantan er ættuð frá Suður- Ameríku og þaðan barst hún til Norður- aKu. Spænskur ferðalangur, Pedro Cieza úe Leon að nafni, varð fyrstur til að færa umheiminum fregnir af henni. Skömmu oftir að Spánverjar höfðu lagt Inkaríkið 1 Perú undir sig (1533) gerði hann ferð sma inn í land þeirra (1538). Hann lagði uf stað frá hafnarborginni Cartagena við aríbahaf, sem þeir höfðu þá nýlega sett heimilisblaðið á stofn, fór þvert yfir Panama austan til og upp yfir hin miklu Andesfjöll. Hátt uppi í fjöllunum sá hann óþekkta jurt, sem Indíánarnir ræktuðu þar og kölluðu chunu. Það var kartöfluplantan, sem átti eftir að verða ættmóðir allra kartöfluafbrigða, sem til eru nú á tímum. Hann getur þess og, að þeir hafi ekki soðið kartöflurnar, eins og við gerum að jafnaði, heldur látið þær frjósa og síðan þurrkað þær. Inkarnir höfðu ráðið ríkjum á þessum slóðum í nokkur hundruð ár, þegar Spán- verjar sigruðu þá og lögðu lönd þeirra und- ir sig. Þeir voru menningarþjóð, sem lifði á jarðyrkju og kvikfjárrækt. Helztu nytja- jurtir þeirra voru m. a. maís og kartöflu- plantan. Kartöflurnar ræktuðu þeir uppi á hálendinu, þar sem loftslagið er of kalt til þess að maísinn geti vaxið, og voru þær aðalfæða þeirra, sem þar bjuggu —■ og svo er raunar enn í dag. Stjórnin lét árlega safna miklum birgðum af þeim í forðabúr, sem hafðar • voru til að fæða herinn, í fórnir til guðanna og almenn- menningi til öryggis, ef hungursneyð bæri að höndum. Ræktunaraðferðir þeirra sýndu mikla kunnáttu til þeirra starfa. Áburð (guano) fluttu þeir lang- ar leiðir upp í fjalllendið neðan af Kyrra- hafsströndinni, þeir höfðu komið upp flóknum og vel gerðum áveitukerfum til að auka og tryggja uppskeruna, og þeir ræktuðu mörg afbrigði af kartöflunum. III --------O Einhvern tíma á árunum 1580—1585 var kartöfluplantan flutt vestan um haf til Spánar, en ekki vita menn hverjum er að þakka þá þarflegu framkvæmda- semi. Aðeins má telja víst, að einhver meðal þeirra mörgu þúsunda af her- mönnum, prestum og munkum, sjóræn- ingjum eða öðrum ferðamönnum, sem komu til Spánar á þessum árum frá auð- löndum nýja heimsins, hafi komið með hana í fórum sínum. — Frá Spáni barst hún til Íatlíu og árið 1588 komst hún í hendur Charles l’Ecluse, forstjóra grasa- fræðigarðsins í Vín. Enskur flotaforingi 55

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.