Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Síða 12

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Síða 12
og landkönnuður vestan hafs, Sir Walter Raleigh, er sagður hafa komið með hana frá Ameríku til Englands um sama leyti og hún barst til Spánar (1584). Þess vegna er því víða haldið fram, að hann hafi fyrstur manna flutt kartöfluna til Evrópu, en hitt mun þó réttara, sem áður er sagt. Lengi höfðu menn víðast hvar hér í Norðurálfu mikla óbeit á því að leggja sér kartöfluna til munns, eins og algengt er með nýjar og áður óþekktar fæðutegund- ir. Leið því alllangur tími þar til almennt var farið að rækta hana til matar. Eigi að síður vakti hún stórmikla athygli, um hana var rætt frá ólíkustu sjónarmiðum og harðlega deilt. Vísindamenn tóku henni vel, rituðu um hana og sýndu fram á kosti hennar og með ræktunartilraunum tókst þeim líka fljótlega að framleiða kostameiri afbrigði en áður þekktust. — Marie Antoinette, drottning í Frakklandi, skreytti hár sitt með blómum kartöflu- plöntunnar. Skozkir prestar bannsungu hana í þrumandi ræðum vegna þess, að hennar er ekki getið í biblíunni, og ýmsir aðrir kennimenn héldu því fram, að kart- aflan væri einmitt sá forboðni ávöxtur, sem orðið hefði Adam til falls forðum daga í Paradís. — Sú var líka tíð, að iðn- nemum í Englandi var bannað að borða kartöflur oftar en einu sinni í viku. Aftur á móti ræktaði Friðrik mikli þær í skemmtigarði sínum og sonarsonur hans hótaði að láta skera nefið af öllum í sínu ríki, sem hefðu á móti því að rækta kart- öflur. Og svo fór, að öll hindurvitni gegn rækt- un og neyzlu kartaflna hurfu úr sögunni og þær urðu aðalfæða fátækra um allan norðurhluta Evrópu og víðar. Og nú á dög- um neyta þeirra allir daglega að heita má, bæði snauðir og auðugir, víðs vegar um heim, eftir því sem ég bezt veit. IV --------o Hvergi var kartöflunni betur tekið en í írlandi, enda varla annars staðar meiri þörf fyrir hana en þar. írar gáfu henni smám saman ýmis nöfn og prestar þeirra og kórdrengir fóru í skrúðgöngur fram og aftur um akrana og stökktu vígðu vatni á kartöflugrösin. Landið er vel fall- ið til ræktunar þeirra og lengi heppnað- ist hún líka vel. Snemma á 19. öld voru þær orðnar langsamlega mikilvægasta fæðutegundin hjá bændum þar í landi, og mikill meiri hluti þjóðarinnar var í þeirri stétt. Fram til ársins 1844 urðu írar ekki fyr- ir neinum teljandi skakkaföllum með rækt- un þessa, en þá fór að bera á skemmd í kartöflunum, og tveimur árum síðar (1846) varð mikill og alvarlegur upp- skerubrestur, svo að birgðirnar um haust- ið urðu mjög litlar í samanburði við það, sem áður hafði verið, og útsæði næsta árs var sýkt eða sýktist. Allra ráða var leit- að, sem hugsanleg voru til að ráða bót á þessu, en allt kom fyrir ekki. Kartöflu- uppskeran hélt áfram að bregðast ár frá ári, og hungursneyð tók að herja landið. Allt að því ein milljón manna dó úr sulti, aðallega í sveitunum, og fjöldi fólks, einkum það yngra og dugmeira, flýði til Ameríku. Til New York einnar fluttist því sem næst hálf önnur milljón íra á þessum árum. Önnur flóðbylgja af svo nefndum „kart- öflupílagrímum“ barst þangað líka nokkru seinna, þegar kartöflusýkin gekk yfir Þýzkaland og Pólland. Þannig átti þessi jarðávöxtur Inkana óbeinlínis mikinn þátt í landnámssögu Vesturheims. Helztu kartöflusjúkdómar, sem getið er um, eru þessir: Kartöflusýki eða mygla, kartöflublaðveiki, stöngulveiki og kart- öfluhrúður (sbr. ritg. um kartöflur, eftir Óskar B. Vilhjálmsson.). V --------O Prestur einn í Ameríku, Chauncey E. Goodrich að nafni, náði þeim árangri ár- ið 1853 með kynbótatilraununum við kart- öflurækt að framleiða nýtt afbrigði þeirra, sem kallað var Garnet-Chili. Af því tókst honum svo síðar að rækta annað nýtt af- brigði, sem hann nefndi Early-Rose. Þau 56 HEIMILISB LA ÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.