Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Page 16

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Page 16
hann sagði þetta. Hann var meira að segja dálítið hnugginn á svip, er hann renndi augum yfir hina veðsettu muni sína. „Skilurðu það,“ hélt hann áfram, „að einungis með því að sjá þessa verðmætu muni, sem mér þykir vænt um og hef þörf fyrir, en hef jafnframt neitað mér um fyr- ir tíunda hluta af verðmæti þeirra, — að einungis með þessu móti hefur mér tekizt að skilja, hvað fjárhættuspil eiginlega kost- ar mann. Ég vona það eitt, að einn góðan veðurdag verði ég svo skelfdur, að ég stein- hætti.“ Við gengum aftur inn í dagstofuna. „Viltu glas af púrtvíni?“ spurði hann „á meðan ég á ennþá glas til að skenkja í?“ Það liðu nokkrar vikur þangað til ég sá hann aftur. „Nokkuð nýtt?“ spurði ég „Tvennt,“ svaraði hann í ákefð. „Þú manst kannski, að ég sagðist hafa í hyggju að kvænast vinkonu Lisbethar frænku minnar. Þetta var satt bezt að segja eins- konar skynsemdarákvörðun og með milli- göngumanni til aðstoðar. Hvað um það, sá dagur rann upp að stúlkan og foreldrar hennar komu til Par- ísar. Þau báðu Lisbeth frænku um að hafa heimboð, svo þau gætu kynnzt mér. Ekki leizt Lisbeth vel á það. „Engin hátíðlegheit,“ sagði hún. „Við förum bara úteftir þangað sem hann frændi minn býr, þá get ég kynnt ykkur, og þá er það búið og gert.“ Svo komu þau til mín hingað út eftir, foreldrarnir með dótturina, og Lisbeth frænka. Dagstofan mín var auð og tóm eins og þjófstolin vöruskemma, nema hvað flygillinn og þrír stólar stóðu eftir. f raun- inni átti flygillinn ekki að vera þar inni lengur, því ég hafði fengið þúsund franka að láni út á hann, svo hann átti að vera í veðlánageymslunni. Ég kom honum bara ekki fyrir þar inni. Geturðu ímyndað þér svipinn sem kom á foreldrana og dóttur þeirra? Og á hana Lisbeth frænku? Dyrnar inn í borðstofuna stóðu opnar. Þau gengu þangað inn. Stof- an stóð galtóm. Þau opnuðu dyrnar að svefnherberginu mínu. Þar inni var ekkert nema rúmið. Ég var búinn að tæma herbergið að öllu öðru. „Almáttugur,“ stundi móðirin, „og ég sem hélt, að maðurinn væri efnaður. En hann hefur þá verið að sækjast eftir henni dóttur okkar vegna peninganna!“ Þau voru ekki lengi að kveðja og hafa sig á brott. Daginn eftir bauð Lisbeth mér heim til miðdegisverðar. Þar var enginn viðstaddur nema við tvö — því eins og þú veizt, er hún ekkja, þótt ung sé. Hún bar fyrir mig einhver ósköp af mat og neyddi mig til að borða. „Elskan mín, þú þarft að borða meira — borðaðu nú meira,“ sagði hún hvað eftir annað, og svipur hennar var fullur sam- úðar. Að lokum rann upp fyrir mér ljós. Hún hélt í rauninni, að ég hefði hvorki til hnífs né skeiðar þarna úti í galtómri íbúðinni minni. Þegar komið var fram í eftirréttinn stóðst hún ekki mátið lengur, heldur faðm- aði mig að sér og grét: „Bernard, elsku Bernard minn, hvers vegna hefurðu ekki sagt mér, að þú værir peningalaus? Ég sem alltaf hef haldið að þú værir svo ríkur — já, alltof ríkur fyrir mig.“ Og þá fyrst varð mér það ljóst, að með tárum sínum var hún beinlínis að bjóðast til að leggja mér í hendur sjálfa sig, pen- inga sína, ást sína og allt sem hún gat gefið ... já, ást sína, sem ég hafði aldrei haft nokkra minnstu hugmynd um . . . Og nú stendur til, að við giftumst. Hún krefst þess aðeins, að ég hætti að spila fjárhættu- spil. Það má nú ekki minna vera, eða hvað finnst þér? Það voru þó fjárhættuspilin sem raun- verulega komu okkur saman... Og nú skaltu koma til okkar í mat í næstu viku. Við eigum áreiðanlega sæti til að bjóða þér. Ég hef það á tilfinningunni, að ég hafi nefnilega sjálfur komizt í öruggan sess í lífinu!“ 60 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.