Heimilisblaðið - 01.03.1962, Side 17
< Styttan af þjóðhetju
Austurríkismanna, Andreas
Hofer, var stórskemmd í
sprengjuárás fyrlr nokkru
síðan uppi á Isel-fjalli í
Innsbruck. Nú er unnið að
viðgerð hennar og annast
hana klukknasteypan í bæn-
um. Hér á myndinni eru
verkamenn að taka annan
fótinn af Andreas, því það
á að steypa hann á ný.
Fyrsta sjálfsölu-benzin-
stöðin hefur nú verið opnuð
í London, þar sem ökumenn
vélknúinna farartækja geta
sjálfir fyllt á bila sína, mót-
orhjól eða skellinöðrur. Pen-
ingi er bara stungið i áhald-
ið og handfangi snúið og þá
kemur allt af sjálfu sér. >
< Og hér er mynd af sjö
ára gamalli dóttur Juliette
Greco, sem ætlar sér að
verða ballet-dansmær, og
fær nú tilsögn hjá þekktri
rússneskri balletmær í Paris.
„Mamma vildi fyrst ekki
leyfa mér að dansa,“ sagði
Laurence litla, „en þegar ég
sagði henni að ég ætlaði að
verða fræg, þá gaf hún mér
leyfið.“
Harvard Lange, utanrikis-
ráðherra Noregs, í ræðu-
stól. >
< Á helztu hættustöðum
* hafa bifreiðaeigendafélögm
í Austurríki látið hjálpar-
sveitir sínar fá blóðskammta,
til að geta aðstoðað þá sem
verða fyrir miklum blóð-
missi í bifreiðaslysum. Á
myndinni sjáið þið marni
úr hjálparsveit bifreiðaeig-
enda með pakka af slík-
um blóðskömmtum (Blod-
plasma).
Þessi bygging hefur verið
reist fast við byggingu SÞ í
New York. Þarna er til húsa
öll starfsemi sendinefndar
Bandaríkjanna hjá SÞ. >
heimilisblaðið
61