Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Síða 26

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Síða 26
komið niður á henni. — Og hvernig gat það öðruvísi farið? — þér vitið þá------- þekkið þér mig þá?“ „Ég hef oft séð yður, herra barón, og...“ „Nefnið óhamingjusama manninn sínu rétta nafni. Þér gerið mér ekki skömm til með því...“ „Á ég að nota hið rétta nafn yðar? Heit- ið þér ekki Tegnano . . . ?“ „Hvað þá? Vitið þér það ekki? Hefur greifafrúin ekkert sagt yður?“ „Hvað þá?“ „Segið mér hreinskilnislega, hvað vitið þér um mig?“ „Að þér eruð elskaður meira en þér verð- skuldið — og þér hafið verið ótrúr... Ekkert annað en það. Ef þér getið ekki sjálfur ásakað yður, þá...“ „Violanta. Það er um líf eða dauða að tefla fyrir mig. Ég hef bjargað yður úr voðalegu myrkri fangelsisins og leitt yður aftur fram í dagsljósið. Ég á því skilið þakklæti af yðar hendi. Má ég reikna með því ?“ „Það megið þér, herra barón.“ „Þá særi ég yður að segja mér hrein- skilnislega, hverju greifafrúin hefur trúað yður fyrir ?“ „Ég veit, að hún elskar yður og þér hafið yfirgefið hana. Brottför yðar hafði nærri því dregið hana til dauða. Hún hef- ur unnið bug á alvarlegum sjúkdómi.“ „Hvar er hún?“ Violanta þagði og virti hann fyrir sér rannsakandi augum. Rinaldo var nú orðinn viss um, að hún vissi ekki, hver hann í raun og veru væri. Ef til vill hefði greifa- frúin dulið hana hins sanna til þess að forðast vansæmd. Nú lagði Rinaldo sig all- an fram til að komast að því, hvar dvalar- staður greifafrúarinnar væri. Violanta veigraði sér þó við að svara spurningum hans. Skyndilega heyrðist bjölluhljómur, með- an þau voru enn að ræða saman. Violanta stökk á fætur, tók lykil og ljóstýru og ætlaði að fara út úr herberginu. Rinaldo spurði: „Hvert eruð þér að fara? Áreiðan- lega til Dianoru?“ „Yður skjátlast." „Nei, nei! Ég finn það á mér, að hún er hér. Þér eruð að fara til hennar. Segið henni að ég sé hér, að ... Nei! Ég fer með yður, ég verð yður samferða, ég verð að fá að sjá hana.“ „Hún mundi deyja úr hræðslu.“ „Þér hafið komið upp um yður. Hún er hér. — Áfram nú til hennar.“ „Já, hún er hér, en þér fáið ekki að sjá hana. Líf hennar líkist, sem hún lifi í sí- felldri iðrun og yfirbót. Hún mundi ekki þola að sjá yður. „Ó, Violanta, ef þér hafið nokkurn tíma verið ástfangin, verið þá umburðarlynd og leyfið mér að sjá hana ...“ „Ég þori það ekki. Heilsa hennar stend- ur tæpt. Hún mundi deyja ef hún sæi yður.“ „Get ég ekki fengið að sjá hana, án þess að hún verði vör við? Ég elska hana. Líf hennar er mér dýrmætara en mitt eigið.“ Nú heyrðist bjölluhljómurinn aftur enn meiri en fyrr. „Verið ekki að tefja fyrir mér.“ „Ég verð að fá að sjá hana!“ „Fylgið mér þá eftir, þrjózki maður, en gætið þess að halda yður saman . . .“ Hún fór af stað, og hann fylgdi á eftir. Violanta vísaði honum á stað einn nálægt litlum glugga. Svo fór hún. Rinaldo sá inn í dimmt herbergi, þar sem tvö kerti loguðu á borði fyrir framan róðukross, en þau gátu aðeins varpað daufri skímu inn í myrkrið, sem ríkti þarna inni. Svartklædd kona gekk fram og aftur um herbergið. Föl var hún yfirlitum og skinhoruð. Rinaldo sá, að þetta var Dianora. Tárin runnu niður vanga hennar, varir hennar skulfu og hendurnar titruðu. Violanta kom inn. Rinaldo heyrði samtal þeirra. „Æ, hvar hefur þú verið allan þennan tíma?“ spurði Dianora, um leið og hún hallaði sér að Violöntu. „Ég blundaði stutta stund, og mig dreymdi svo illa. Hann var hér, þessi ærulausi þrjótur, og kom til mín og strauk með blóðugri hendi um andlit mitt. Blóðið rann niður barm minn og yfir kjól minn og brann eins og eldur í öllum mínum limum. Óttinn vakti mig. Ég þakka Guðs heilögu móður, að þetta var aðeins draumur, en draumurinn hefur fengið mik- 70 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.