Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1962, Side 33

Heimilisblaðið - 01.03.1962, Side 33
>>0g veldur það þér sorgar?“ „Ég verð hrygg, ef þér farið héðan.“ Sendimaður færði Rinaldo bréf. Það var frá Eintio. Hann ásakaði Rinaldo fyrir að hafa ekki komið í eitt einasta skipti til bækistöðva þeirra í fjöllunum. Nú bað Eintio hann að koma þegar í stað. I svarbréfi sínu lofaði Rinaldo að koma bráðlega. Þegar sendimaðurinn var far- lnn> gekk hann niður til strandarinnar, þar sem hann sá nokkra fiskimenn, sem yoru að hlaða bát ýmis konar varningi. Hann heilsaði þeim og gaf sig á tal við þá. „Hvert flytjið þið þennan varning?“ >,Til Pantaleria," sagði einn fiskimann- anna. „Pantaleria? Er það langt héðan?“ „Mjög stutt, aðeins 60 mílur.“ „Eru margir íbúar á eynni?“ „Um 300 fyrir utan hina fáu bæjarbúa °g hermennina í virkinu. Smáþorp er á Mörg blóm eru falleg, en þau eru samt iá eins falleg og rósin. Þegar talað er um eitthvað og því er lýst eins fallega og mögulegt er, þá er því líkt við rós, — bað er kallað ,,rósfagurt“. & 1 gamalli goðsögn er sögð saga rósar- lnnar, og hún er svona: „Einu sinni var kona í Korinþuborg á Erikklandi; hún hét Rhodanta. Þessi kona var framúrskarandi falleg. Konungar og lávarðar komu úr öllum áttum og vildu fá hana fyrir konu. Til þess að komast í burt frá öllum þess- Llm biðlum, flýði Rhodanta í musteri hinn- ai' hvítu gyðju hreinleikans; hún hét Arte- mis. En biðlarnir eltu Rhodöntu þangað, en HEIMILISBLAÐIÐ eynni og skemmtilegir búgarðar. Eyjan er umkringd háum klettum, en miðbik eyjar- innar er hið fegursta. Þar er ræktað margs konar grænmeti og ávextir. Eitt- hvað er þar af sauðfé. Við flytjum til eyjarinnar það, sem íbúana vantar.“ „Eru eyjaskeggjar fátækir?“ „Þeir eru ekki ríkir, en vinnusamir og vingjarnlegir. Peninga sjá þeir sjaldan.“ „Mig langar til að koma til eyjarinnar.“ „Það er nú auðvelt. Þér getið komizt þangað með okkur fyrir lítinn skilding.“ „Hvenær leggið þið af stað?“ „Á morgun, nokkru eftir sólsetur.“ „Ég fer með ykkur.“ Rinaldo fór á burt í þeim fasta ásetn- ingi að fara til Pantaleria og koma aldrei framar til Sikileyjar. „Kannski tekst mér að komast til óspilltra manna og lifa þar friðsælu lífi,“ tautaði hann fyrir munni sér. Framhald. fólkið í Korinþuborg hjálpaði þeim til þess að brjótast inn fyrir múra musterisins. Artemis varð ákaflega reið yfir þessu ofbeldi, og hún breytti Rhodöntu í rauða rós. Þegar biðlarnir komu og horfðu á rós- ina, roðnaði hún ákaflega, og þess vegna eru sumar rósir svo djúprauðar. En þeir, sem brutust inn í helgidóminn, breyttust í þyrna og voru dæmdir til þess að vera þar og verja rósina. Þess vegna eru þyrnar í kringum allar rósir.“ 77

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.