Heimilisblaðið - 01.03.1962, Page 40
Vitri lirafninn
oé
slæ^i refurinn
í SKÓGi einum átti heima hrafn, sem var
frægur fyrir það, hve vitur hann var. I
æsku sinni hafði hann haldið sig nærri
húsi skógarvarðarins og hlustað á, þegar
börnin voru að lesa skólabækurnar sínar,
og eins þegar faðir þeirra fræddi þau um
dýrin og jurtirnar. Og af því að hann var
minnisgóður, hafði hann lært margt vitur-
legt af mönnunum. Af þessu leiddi, að hin
dýrin leituðu ráða hjá honum, þegar eitt-
hvað var að. En í sama skóginum var ung-
ur refur, sem gramdist það, að annar var
talinn vitrari en hann, og gerði því hrafn-
inum allt til háðungar, sem hann gat. Dag
nokkurn sat hrafninn uppi í tré í skógar-
jaðrinum og horfði hugsandi eftir vegin-
um. Það var áliðið dags og þorpsbúar voru
á heimleið frá vinnu sinni. Þegar tveir af
bændunum fóru fram hjá, heyrði hrafninn
að annar þeirra sagði: „í gær stal ref-
skrattinn aftur frá mér hænu. En þó að
hann sé slægur, þá gengur hann þó ekki úr
greipum skógarvarðarins, því að ég er bú-
inn að segja honum frá þessu.“ Hrafninn
var að velta því fyrir sér, hvort hann ætti
að aðvara refinn. En þá heyrði hann skelli-
hlátur og kom auga á refinn, sem lá þar
í þéttum runna, og hrópaði til hans:
„Heyrirðu, jafnvel mennirnir viður-
kenna vitsmuni mína!“
„Slævizku þína,“ sagði hrafninn.
„Eins og það sé ekki það sama,“ sagði
refurinn gremjulega.
„Nei, ónei,“ svaraði hrafninn. „Sá, sem
er slægvitur, hugsar aðeins um sjálfan sig, \
en sá vitri vill hjálpa öðrum með vitsmun-
um sínum.
„Uss,“ sagði refurinn hæðnislega, „þá
vil ég langtum heldur vera slægvitur og
lofa þér að hafa vitsmunina. Ég vona, að
þú skemmtir þér vel, þegar þú heyrir bænd-
urna tala um slægvizku mína. Ég á eftir !
að sækja marga feita og ljúffenga hænu
til þeirra ennþá.“
„Skjótt breytist veður í lofti,“ sagði
hrafninn.
„Svei,“ urraði refurinn, „þú ert alltaf |
úttroðinn af þessum aulalegu málsháttum.“
„Því miður hafa ekki allir vit á að skilja
þá og læra af þeim,“ svaraði hrafninn.
„Það er leiðinlegt, að þínir venjulegu til- !
heyrendur skuli vera sofnaðir,“ sagði ref-
urinn hæðnislega. — „þeir mundu hlusta
á þig með hrifningu, þó að ég hlæi að þér.
Ég veit svo sem, að þú hefur lært alla ;
þessa málshætti af óvinum mínum, mönn-
unum.“
„Jafnvel af óvinum sínum er hægt að
læra,“ sagði hrafninn.
„Blessaður, lærðu þá af þeim eins og
þú vilt! Ekki þarf ég þess,“ sagði refurinn
drembilega og reis á fætur.
En eftir þessu tækifæri hafði skógar-
vörðurinn beðið. Hár hvellur heyrðist, og
refurinn slægvitri hné dauður til jarðar.
„Hér sannast hið fornkveðna, að dramb
er falli næst,“ sagði hrafninn alvarlega,
stakk nefinu undir vænginn og fór að sofa.
jarlsins, og innan skamms komu þeir til
Leiru, þar sem fjöldi gesta var saman
kominn.
En þótt Fróði konungur reyndi að sýn-
ast lítillátur og vingjarnlegur, var enginn
glaður, því að engum manni var vel til
hans, og gestirnir ræddust við í hálfum
hljóðum um Hálfdán konung, sem myrtur
hafði verið, og horfnu prinsana tvo. Signý
grét, þegar henni var hugsað til bræðra
sinna, en svo kom hún auga á hálfstálpað-
an dreng í hópi þjónustufólksins . . . og þar
þekkti hún aftur Hróar bróður sinn og
varð dauðhrædd um, að Fróði konungur
kynni líka að bera kennsl á hann.
Þegar veizlan stóð sem hæst, komst allt
á tjá og tundur. Fróði sá drengina ög
þekkti þá og ætlaði að drepa þá tafarlaust,
en þá risu allir Danirnir upp og vörðu
prinsana, svo að Fróði konungur varð sá,
sem drepinn var, en Hróar og Helgi voru
gerðir að konungum í Leiru.
84
HEIMILISBLAÐIÐ