Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Síða 10

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Síða 10
un. Hjúkrunarkona gekk á móti henni og- fór með hana upp breiðan steinstiga. „Hann er mjög illa farinn,“ sagði hún. „Eigið þér við, að ... ?“ hvíslaði Nancy. „Maður vonar auðvitað það bezta, en ég held að möguleikinn sé harla lítill. Lík- amsmátturinn hefur þorrið til muna.“ Hún leit á Nancy eins og hún vildi sagt hafa. Hann var aldrei mikill bógur í raun- inni, það hljótið þér þó að vita. Þér hljótið líka vita hvers konar lífi hann hefur lifað. Hann kemst aldrei yfir þetta . .. Umhverfis rúmið var búið að koma fyrir skjólgrindum, þetta var úti í horni fjöl- býlisstofu. Nancy gekk þangað. Hún átti erfitt með að þekkja Philip aftur þar sem hann nú lá, hreyfingarlaus, ósjálfbjarga, allur reifaður. Það hafði orð- ið á honum mikil breyting þessa mánuði sem þau höfðu ekki sézt. Það var líkast ókunnugum manni, sem þama lá, gesti sem kominn var langleiðina í þann áfanga- stað sem enginn snýr frá aftur. „Það er búið að gefa honum sterka sprautu," mælti hjúkrunarkonan. „Segið eitthvað við hann, svo hann viti hver þér eruð. Það gerir honum ekkert illt.“ Þa8 gerir honurn ekkert illt — Nancy fannst hún skilja dýpri merkingu þessara orða um leið og hún laut yfir rúmið. „Philip,“ hvíslaði hún. Hann opaði augun ofur hægt, og hann leit á hana. Áður fyrr höfðu þau verið einkar lifandi, en nú voru þau brostin. Nú var líkt og vottaði aðeins fyrir glætu skynjunar, og hann sagði veikri röddu: „Fyrirgefðu mér — allt!“ Augu þeirra mættust, og í því langa og þögla augnatilliti var allt skilið og jafn- framt fyrirgefið. „Ég er alls ekki sár út í þig, Philip,“ hvíslaði Nancy. Hún laut niður að honum og kyssti hann. Augu hans luktust aftur, og hönd hans sem. lá ofan á lakinu leitaði eftir henni. Hún tók um höndina og hjúkrunarkonan kom með stól. „Ég býst við, að hann vilji gjarnan að þér standið við svolitla stund,“ hvíslaði hún. Nancy þáði sætið og hélt áfram að halda hendi Philips í sinni. Það var graf- hljóð og rokkið í stórri sjúkrastofunni- Þaðan sem Nancy sat gat hún séð götur með tendruðum ljósaskiltum og svo húsa- þökin sem skáru sig enn úr frá dökknandi himni. Eftir skamma stund opnuðust dyrnai' og roskinn maður kom í ljós utan frá gang- inum. Þetta var faðir Philips. Þegar hún leit upp, kastaði hann lágt kveðju á hana °g settist síðan á stól hinum megin við rúmið. Þannig sátu þau óralangan tíma, að því er virtist. Seint og um síðir var aftur tek- ið að birta. Þegar svo bjart var orðið, að nýr dagur var risinn, þá var slökkt á öll- um götuljósunum; það var í sama mund sem lífsljós Philips slokknaði, í kyrrð og þögn. Þau námu staðar niðri í forsal sjúkra- hússins, Nancy og faðir piltsins. Þetta vai’ nú niðurbrotinn maður, fannst henni, hún átti bágt með að þekkja aftur hinn stranga og mynduga yfinnann skrifstof- unnar þar sem hún hafði starfað. „Þér eruð góð stúlka. Aðeins góð stúlka hefði gert það sem þér hafið nú gert, efth allt það sem skeði.“ Hann þagið andai*tak og stundi. „Við höfum ekki talazt við, son- ur minn og ég, síðan þetta skeði, þér vitið- Það er komið meira en ár síðan. Hann kom aldrei heim eftir það.“ Nancy skildi nú allt. Philip, hinn veik- geðja unglingur, sem svo auðvelt var að skipa fyrir — og svo hinn alvarlegi strangi faðir. Á milli þeirra hafði alls enginn skila' ingur ríkt, og móðirin hafði heldur ekk’ verið manneskja til þess að ganga þar á milli með sáttarorð, svo ólíkir sem þe^ 46 HEIMlLISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.