Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Síða 16

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Síða 16
gestanna, þeg-ar Curzon gekk inn í salinn. Margir ræningjanna voru þegar mættir, og nú streymdu þeir í hópum inn um dyrn- ar. Það fór hrollur um Curzon, þegar hann horfði yfir raðirnar. Alls staðar mættu augum hans svartskeggjuð, gulleit andlit, ótvíræð glæpamannatrýni, andstyggilegir munnar, illskufull augu. Það hefði verið ástæða til að ætla, að allra versta úrhrak einhvers hegningarhússins hefði verið sent hingað. Þeir komu inn, gargandi, syngj- andi og stappandi á járnuðum stígvélum sínum, meðan þeir ruddust áfram til að ná sér í sæti við borðin. Barboza skipaði þeim með tryllingslegu öskri að halda sér í skefjum, og hávaðann lægði undir eins. „Þeir, sem hegða sér eins og svín, skulu verða flegnir lifandi!“ þrumaði hann. Setjist niður — setjist! Étið og drekkið og haldið ykkur svo saman! Ég ætla ekki að láta ykkur hræða lífið úr ungu stúlk- unum!“ Eftir þessa stuttu móttökuræðu varð nokkurnveginn rólegt og hljótt í hinu stóra anddyri, sem var frekar illa lýst upp. „Ég hef sent boð til stúlknanna, að veizl- an væri að hefjast,“ sagði Barboza og sneri sér að Curzon. Svo sneri hann við höfðinu og leit upp stigann. „A-ha!“ sagði hann. Það heyrðist fótatak efst í stiganum, og Jay og Hermanía komu í Ijós. Ungu stúlkurnar höfðu orðið við áskor- un Curzons og farið í spariföt. Þær höfðu báðar valið mexíkönsk klæði af honum auð- uga fataforða Hermaníu. HeiTnanía líktist mest djörfum, litskrúðugum fugli í hinni skarlatsrauðu treyju sinni yfir kjólnum úr gljáandi silki. I hinu hrafnsvarta hári hennar var afarskrautlegur kóralkambur. Jay var klædd í ljósgræn föt, og yfir vinstri öxlina hafði hún slöngvað fíngerðu, gömlu knipplingasjali. Ljósgyllta hárið hennar var of stutt, til þess að í því gæti verið kambur, en það féll í eðlilegum bylgjum niður á ennið með hinum fagurlega hvelfdu augnabrúnum. Hún bar höfuðið hátt; og gangur hennar var ákveðinn, þeg' ar hún gekk niður stigann og leit yf11 þenna stóra, Ijósdaufa sal og hið hræðilega veizlufólk, sem þar hafði safnazt saman- Curzon stóð með hatt sinn í höndinnu og Barboza tók ein.nig ofan. „Þú verður að kynna mig!“ sagði Bar- boza með hátíðlegum svip og sneri sér hálf' vegis að Curzon. „Má ég kynna ykkur! Senor Barboza _, f << — senora da Luz og ungfrú Coulter. sagði Curzon kurteislega. Barboza hneigði sig dj úpt og klunnalega- „Það er ekki á hverjum degi, sem ég se svona fögur andlit,“ sagði hann hæversk- lega. „da Luz sezt mér við hægri hlið ásarnt brúði sinni. Ég ætla sjálfur að skemnita ungfrú Coulter við vinstri hlið mína.“ Hann veifaði hóp af mönnum, sem stóðu fyrir neðan stigann. Það voru liðsforingJ' ar hans og ráðgjafar, en í ytra fasi og öH' um svip var enginn munur á þeim og hm- um glæpamönnunum. Þó var til ein und' antekning. Þessi maður hét Desafio — það var hann að minnsta kosti alltaf kallaður. Það vai lágvaxinn, spengilegur maður, og var han11 ákaflega hæglátur í framkomu sinni alh'1- Á andliti hans var stöðugt hæðnislegt bros, eins og hann væri að skemmta sér að ein- hverju, sem væri einkaleyndarmál hans, en sem enginn annar gæti gizkað á, hvað væri, og hann sjálfur gæti ekki á sér setið að brosa að. Skömmu seinna, þegar búið var að bera á borð, sá Curzon hann hand- leika hníf og gaffal með mjög mikilli leik111 og drekka úr glasi sínu blátt áfram með tígulleik. Það var óþarfi að líta nema einU sinni á þenna mann til að sjá, að hann hafði ekki umgengizt fólk af sama sauða- húsi og hann nú dvaldi með. Mál hans var jafn fágað og framkoma hans, og það var afar eðlilegt, að honun1 H E I M I L I S B L A Ð 1 Ð 52

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.