Heimilisblaðið - 01.03.1979, Side 20
Barboza leit með vanþóknunarfullu
augnaráði á Jay Coulter.
„Viltu ekki heldur fá eitt glas af kampa-
víni?“ Allt í einu bar hann bikar sinn
upp að vörum hennar. „Viltu ekki drekka
skál mína úr þessum hérna?“
Hún reigði höfuðið aftur á bak nægjan-
lega fljótt til að koma ekki við loðnu, and-
styggilegu krumluna á honum.
„Nei,“ sagði hún með fáti — „nei, ég
hef alls engan smekk fyrir þess konar.“
Þessi orð virtust skemmta Barboza
geysilega mikið. „Ha — ha — ha — ho
— hoo! Hvað veit þessi unga stúlka um
smekk? Smekkur — það er nú dálítið, sem
lærist með tímanum! Líttu nú á!“
Hann reigði höfuðið aftur á bak, bar
bikarinn upp að vörunum og tæmdi hann
í botn í einum teyg.
„Ég hef líka einu sinni orðið að læra!“
sagði hann og saug úr skegginu og blés,
um leið og hann setti frá sér bikarinn og
þurrkaði sér um munninn á erminni. „En
það getur sannarlega vel verið að þú hafir
á réttu að standa, litla vina!“ sagði hann
hikstandi. Hann andvarpaði þungt, og kát-
ína hans breyttist skyndilega í þunglyndi
hins drukkna manns. „Hvað stoðar það,
þótt maður hafi vín,“ sagði hann kvart-
andi, „þegar það þrátt fyrir all getur ekki
gert mann glaðan í skapi?“
„Og hvers vegna, ef ég mætti spyrja,
ættuð þér að vera glaður í skapi, Bar-
boza?“ skaut Desafio inn í og brosti hinu
hæðnislega brosi sínu. „Hver okkar hinna
er það að yðar áliti ?“
Svartskeggjaði ræninginn sat kyrr og
deplaði augunum, og það leit út fyrir, að
hann mundi þá og þegar fara að hágráta.
„Er þetta ekki himinhrópandi ranglæti!“
hélt hann áfram í hinum sama kvartandi
og þunglyndislega tón. „Hingað ríð ég einn
góðan veðurdag með hundrað mönnum,
og hvað næ ég í — hóp af kalkúnhænum.
En sama dag ríður Ruy da Luz út ein-
samall og nær í tvær fallegar stúlkur. Ei’
þetta réttlæti, spyr ég?“
„Öðal don Garza Amors, sem þér hafið
tekið, telst þó ekki til smámunanna," sagði
Curzon og reyndi að sefa hann.
„Það er nú auðveldast fyrir þig að tala,
svaraði Barboza. „Þú ert ný-giftur, þú ert
hamingjusamur brúðgumi — þú getur lát-
ið. En ég-----“ Barboza lyfti upp hinum
þunglamalegu augabrúnum sínum og starði
út yfir borðið. „En hver þorir að setja sig
upp á móti því, að ég verði líka hamingju-
samur? Hef ég ekki rétt til þess eins og
hver annar? da Luz er hvorki betri maður
né meiri maður en Pio Barboza. Ég
líka halda brúðkaup — já það skal ég
gera!“
Hann hrópaði þessi orð sigri hrósadi
út í salinn og laut ögrandi áfram, um leið
og hann svipaðist um. Það var egu líkara
en hann væri að leita að einhverjum, sem
væri svo vogaður, að hann þyrði að mót-
mæla.
Eitt augnablik ríki fullkomin þögn 1
salnum — flestir voru órólegir á svipinn,
eins og þeir væru hræddir við það, sem
úr þessu yrði. En svo hófst allt í einu tryli'
ingslegur hlátur við öll borðin. Fjöldinn
allur af ruddalegum röddum tók að hrópa:
„Lifi brúðguminn! — Við förum með
í brúðkaupsferðina!-----Barboza ætlar
að gifta sig! — Við viljum fá brúðkaup
-----brúðkaup-------!“
„Já,“ öskraði Barboza, „og það núna
strax á þessu kvöldi!“
„Já, hvers vegna ekki það?“ sagði ein-
hver rödd úti í salnum. „Ef á presti þarf
að halda, þá er hann ekki langt undan.“
„Auðvitað þurfum við á presti að halda
—.“ Barboza gerði hreyfingu, sem átti að
vera riddaraleg hneiging, til Jay Coulter.
— „Sendið boð eftir prestinum. 1 kvöld
skulu verða mikil hátíðahöld — tveir fræg'
ir bræður frá þjóðvegunum, da Luz
Barboza, halda brúðkaup sín!“
56
HElMILISBLAÐlP