Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Side 21

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Side 21
,,Hafið þér eiginlega gert yður nokkra krein fyrir, hve fádæma heimskulega þér begðið yður?“ spurði Desafio í öllum þeim hlátri, gleðihrópum og hávaða, sem hljóm- aði um salinn. Hann sat kyrr og sneri Vlnglasi sínu milli fingranna og brosti hinu háðslega brosi sínu. „Hvað er það nú, sem Sagt er?“ sagði hann hugsadi. „Sá maður, sem giftir sig, glatar helmingnum af hug- rekki sínu! Kunnið þér ekki kvæði pipar- Sveinanna, Barboza?“ Hann setti frá sér glasið og bætti við ^eð hærri röddu: „Eg ætla að syngja það fyrir ykkur! Látið mig fá gítar — sækið gítar handa ^ér, einhver ykkar, þá skal ég syngja fyr- lr ykkur kvæði piparsveinanna: El Solt- er o.“ Ef til vill hafði Desafio aðeins gaman að segja nokkur háðsyrði við yfirboð- ai’a sinn og meistara, ef til vill var hann hlátt áfram að gera tilraun til að leiða uthygii Barboza frá þessari fáránlegu hugmynd — það gat vel hugsazt, hugsaði Curzon, að enn væri til einhver snefill af sómatilfinningu í manninum — en af hvaða hvötum sem Desafio gerði þetta, þá Varð það víst algerlega unnið fyrir gýg hjá honum. Barboza riðaði dálítið, en hélt sér fast 1 borðbrúnina. „Hér verður ekkert sungið!“ sagði hann. „Ekki fjrrr en á eftir — þegar hjónavígsl- au hefur átt sér stað. Ef þig langar til að syngja, Desafio, verðurðu að fara út til Þess.“ Hann sneri sér snögglega við og benti með skjálfandi höndinni á Jay Coul- ter- „Herrar mínir — skál fyrir brúði Uiinni!“ Unga stúlkan sat náföl meðan drukkni ræninginn starði á hana með hinum áleitnu aUgum sínum. Mennirnir allt í kringum borðin stöppuðu í gólfið með stígvélahæl- 11111 sínum, börðu bikurunum í borðplöt- llna og æptu og skræktu nafn „brúðarinn- heimilisblaðið ar“. Augnatillit hennar hvarflaði óttasleg- ið frá einu villimannslega adlitinu til ann- ars. Blóðið sauð og svall í æðum Curzons. Hann hafði hniprað fæturna inn undir sig, svo að hann væri reiðubúinn að stökkva á fætur með sem minnstum fyrirvara. En ennþá hafði hann taumhald á sjálfum sér, og á yfirborðinu virtist hann halda ró sinni og sjálfsstjórn. Hönd hans klapp- aði Apache, kjassandi og ósjálfrátt. „Það er fanginn minn, sem þér eruð að tala um, Barboza!“ sagði hann með mjög rólegri röddu. Hláturin í salnum lægði allt í einu, aft- ur varð dauðakyrrð, og allir ræningjarnir störðu forviða á da Luz. „Það er senorita Coutler, sem ég er að tala um,“ svaraði Barboza og horfði fast á Curzon. „Þá neyðist ég til að minna yður á sam- komulag okkar. Óðalið hérna er yðar eign — konurnar tilheyra mér. Menn yðar sjálfs munu minnast, að þannig var það Þetta er útkljáð mál. Um það þarf ekki meira að tala.“ Æðarnar þrútnuðu upp á enni og gagn- augum Barboza og urðu marbláar. Hann frísaði eins og drukknandi maður. „Fimmtán þúsund pesos!“ hrópaði hann. „Eg skal borga þá“. Hann sló hinum þunga hnefa sínum í borðið, svo buldi í, og glös- in hoppuðu til. „Það var sú upphæð, sem þú vildir fá. Fimmtán þúsund pesos. Þú skalt fá þá. Ég borga þér þá nú þegar út í hönd.“ Jay starði biðjandi á Curzon — augu hennar voru eins og brostin af hræðslu. Hann reyndi að brosa sefandi til hennar, þótt hann vissi, að þessi fífldirfskufiv leikur, sem hann nú hafði hafið, var hon- um nú fyrir fram tapaður. Svarti ræning- inn var í sínum góða rétti, að svo miklu leyti sem hann heiðarlega og skilmerkilega ætlaði að kaupa ungu stúlkuna af da Luz, 57

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.