Heimilisblaðið - 01.03.1979, Side 28
öskur handan við átti alls ekki heima í
slíku samkvæmi.
„Oj. hvað þú hefur óhreinkað þig í
framan,“ bætti hún við með vanþóknun,
þegar hún sá stríðsmálninguna á andliti
Hvíta Arnar.
Ekki var laust við það, að höfðingjan-
um væri misboðið við skilningsleysi þess-
arar hvítu konu á nauðsyn og áhrifamætti
stríðsmálningar, en þörfin fyrir að ganga
í augun á henni með vopnfimi sinni olli
því, að hann lét sem ekkert væri.
„0, hvíta kona,“ sagði hann og benti á
sófasvæfil sem lá á grasflötinni. „Sérðu
stóra vísundinn þarna úti á gresjunni?
Hann skal að velli lagður fyrir snilldar
skotfimi Hvíta Arnar!“
Hann miðaði og skaut, og honum til
mikillar gleði sat örin föst djúpt í hrygg
vísundarins. Hann féll á staðnum.
„Sástu, þetta var þó vel af sér vikið!“
„En Carl Aage, ertu alveg genginn af
vitinu! Þessi fallegi útsaumaði púði.“ Ing-
er Áise var sannarlega hneyksluð á þessu
framferði. „Hvað heldurðu að hún mamma
þín segi' við þessu?“
Það var síður en svo skemmtilegt fynr
indíánahöfðingja að vera minntur á það,
að 'hann byggi við móðurlega stjórn sízt
af öllu þegar maður var nýbúinn að leysa
af hendi afreksverk sem var enganvegin11
ætlað mæðrum að horfa á. Þess vegna er
það skiljanlegt, að Hvítur örn féll nú út"
úr hlutverki sínu gersamlega. •
„Hugsa þú bara um þínar brúður, ann-
ars skal ég senda pílu gegnum magann a
þeirri feitustu," hrópaði hann í gremju
yfir fullkomnu skilningsleysi hennar a
hlutverki og hreysti indíána.
„Æ, hvað þú ert eitthvað leiðinlegur í
. (í
dag! Eg vil alls ekki horfa á þig framar,
sagði Inger Lise og þrýsti brúðunni sinni
að sér, þessari sem hann var örugglega
að hóta að hæfa með pílu sinni. Svo stökk
hún niður af bekknum og hljóp heim að
húsinu, en Carl Aage klifraði upp á trja-
stubbinn til að fylgjast með flótta hennai'-
Honum gramdist það, að hún skyldi
þannig hafa haft síðasta orðið, og í ÞV1
skyni að endurheimta eitthvað af virðing11
sinni kom honum til hugar að gera nú eitt-
hvað til þess bæði að ögra henni og sann-
færa hana um mikilleika sinn og kunnáttu.
Hann stökk ofan af trjábolnum, tók ser
stöðu við stauragirðinguna, spennti bog-
ann eins mikið og hann gat og hleypti
gegnum rifuna á girðingunni, án þess að
miða á nokkuð sérstakt.
En í sömu andrá og hann hafði hleyp^
af, varð honum fyrst ljóst, hve vanhugsuð
þessi athöfn hans var. Hann minntist þe^
allt í einu, hve oft Inger Lise hafði ein-
mitt gægzt gegnum þetta gat í bjálkaverk-
inu; og sem hörmulegt svar við óttakennd
hans, kvað nú við mikið skelfingaróp, °°
um leið heyrðist kvenmannsrödd hrópa
upp:
„0, elsku barnið mitt! Augað í þér
augað í þér!“
64
H E I M I L I S B L A Ð I P