Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1979, Side 30

Heimilisblaðið - 01.03.1979, Side 30
ekki vel, síðar meir, hvernig næsti klukku- tíminn leið; og Carl Aage var það ekki ljóst heldur. Þau mundu bara eftir þeim ótta sem þau höfðu fundið fyrir, þegar móðir Inger Lise hafði skyndilega staðið í dyrunum hjá þeim. Hvorugt þeirra þorði að segja nokkuð við hana þarna sem hún stóð útgrátin, og þó var eitthvað í svip hennar sem kom þeim fullkomlega á óvænt. „Ég heyrði, að þér hefðuð komið til að spyrjast fyrir um hana Inger Lise, og þá fannst mér ég verða að skreppa hingað yfir um til að láta ykkur vita, að þetta er alls ekki eins alvarlegt og það leit út fyrir í fyrstu. Læknarnir segja, að hún muni halda fullri sjón á auganu. Oddurinn á örinni nam utan við sjálft augað.“ ,,Ó, Guði sé lof — drengsins mín vegna,“ stundi móðir Carls Aage. ,,Það hefði ann- ars orðið honum óbærileg tilhugsun. Hann hefur verið örvílnaður vegna þessarar óað- gæzlu sinnar — það er hræðilegt að hann skyldi hafa átt sök á þessu.“ Móðir Inger Lise virtist ekki skilja til fulls hvað konan var að fara, en svo mælti hún hrærð, og augu hennar fylltust tár- um: „Ef einhver hefur sýnt óaðgæzlu, þa er það ég. Það var ég sjálf, sem skildi þessa hrífu eftir liggjandi þarna á garðsstígn- um.“ „Sögðuð þér hrífu?“ spurði móðir Carls Aage lágt. Einnig Carl Aage leit upp með tái*vott andlitið. „Já, því að hún féll um hrífuskaftið og fékk tindana oddhvassa inn í andlitið. Ég á það eiginlega ekki skilið, að stúlkan mín skuli ekki hafa slasast enn meira en hún gerði. Læknirinn sagði, að það væri meira að segja von til þess, að ekkert ör sæist á andliti hennar eftir á, þegar skurðaðgerð er lokið og allt er gróið.“ Carl Aage og móðir hans horfðu leng1 hvort á annað. Þau voru of hrærð til þ®sS að geta komið upp orði. 66 HEIM ILISBLAÐI^

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.